Innlent

Bein útsending: Rýnt í af­sögn Bjarna og fram­haldið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hildur Sverrisdóttir, Ólafur Þ. Harðarson og Þorsteinn Pálsson munu rýna í ákvörðun Bjarna í Pallborðinu klukkan 15.
Hildur Sverrisdóttir, Ólafur Þ. Harðarson og Þorsteinn Pálsson munu rýna í ákvörðun Bjarna í Pallborðinu klukkan 15. Vísir/Vilhelm

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur verða gestir Pallborðsins klukkan 15 í dag.

Til umræðu verða stórtíðindi dagsins; afsögn Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra.

Boðað var til blaðamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun, þegar niðurstaða frumkvæðisathugunar Umboðsmanns Alþingis á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka lá fyrir. 

Umboðsmaður segir í áliti sínu að Bjarna hafi brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna en faðir Bjarna var meðal þátttakenda í útboðinu. 

Á blaðamannafundinum sagðist Bjarni virða álit umboðsmanns, jafnvel þótt hann væri ekki endilega sammála forsendum og niðurstöðum. Hann sæi sér því ekki annað fært en að segja af sér, meðal annars til að skapa frið um þau mikilvægu störf sem unnin væru í ráðuneytinu.

Bjarni sagði að það þyrfti að koma í ljós hvort stjórnarsamstarfið lifði breytingarnar framundan en hverjar þær verða er ósvarað. Tekur Bjarni við öðru ráðuneyti? Verður hann áfram formaður Sjálfstæðisflokksins?

Þetta og fleira í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 15, að loknu Pallborði um átökin í Ísrael og Palestínu.


Tengdar fréttir

Bjarni sá sjöundi til að segja af sér

Bjarni Benediktsson er sjöundi ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en þrír árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904.

Bjarni segir af sér sem fjár­mála­ráð­herra

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×