Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 14:58 Tekist var á um álitið sem varð til þess að Bjarni Benediktsson sagði af sér í dag. Bæði Hildur Sverrisdóttir og Björn Leví Gunnarsson voru áberandi í umræðunni. Vísir/Sara Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. Að mati Hildar, sem tók til máls á fundi Alþingis í dag, er ekkert í skýrslu umboðsmanns sem bendir til þess að ekki hafi verið unnið að Íslandsbankamálinu eins vel og hægt var. Hún hélt því einnig fram að margt hafi verið sagt um Íslandsbankamálið, og að margt af því hafi verið dregið í efa. „Ég vil nota þetta tækifæri og ítreka það að þetta álit sem liggur nú fyrir gerir í engu lítið úr því að allir sem komu að því [söluferli Íslandsbanka] unnu það í góðri trú með bestu mögulegu ráðgjöf sem var hægt að finna á sínum tíma,“ sagði Hildur. „Ekkert í þessu áliti dregur það í efa. Ekkert í þessu áliti dregur það fram á neinn nokkurn hátt að hér hafi ekki verið unnið eins vel og hægt var. Ekkert var gert í skjóli nætur.“ Hildur segir að um sé að ræða túlkun umboðsmanns Alþingis á einu atriði sem engan sem kom að ferlinu hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt. Í áliti umboðsmanns segir að Bjarni hafi sýnt af sér vanhæfi með því að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna í ljósi þess að faðir hans hafi verið á meðal kaupenda. Enn einn fyrirslátturinn Björn Leví tók einnig til máls á Alþingi í dag og beindi erindi sínu að Hildi. Fyrir það fyrsta sagði hann að ekkert sem Píratar hafi sagt um Íslandsbankasöluna hafa verið hrakið og skoraði á fólk að sýna fram á annað. Þá tók Björn fyrir ummæli Hildar um að álitið varði eitt atriði sem engan hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt sem nú hefur verið gert. Björn er ósammála þeirri fullyrðingu. „Jú það var grundvallarstefið frá upphafi um að þarna væri augljóst að fjármálaráðherra væri vanhæfur til að taka þessa ákvörðun. Það var sagt alveg frá byrjun. Þannig að þetta er enn einn fyrirslátturinn þar sem er verið að segja eitthvað sem er algjörlega og augljóslega rangt,“ sagði Björn. Ómöguleiki í öndvegi Aftur tók Hildur til máls. Hún segir að rekin hafi verið herferð gegn bankasölunni frá fyrsta degi. Málið snúist ekki um að Íslandsbanki hafi verið seldur án kynningar, í skjóli nætur, eða á undirverði eins og haldið hafi verið fram. Hildur segir að það hafi allt saman verið hrakið. Hildur segir að málið varði ákveðinn ómöguleika í lögunum. „Sérstaklega var vandað til verka þar sem núgildandi lög bjóða upp á einhverja ólánsútgáfu af ketti Schröndingers. Þar sem ráðherra er bæði hæfur og vanhæfur í senn, þar til kíkt er í kassann, sem hann má reyndar ekki fyrir nokkurn mun opna.“ Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Að mati Hildar, sem tók til máls á fundi Alþingis í dag, er ekkert í skýrslu umboðsmanns sem bendir til þess að ekki hafi verið unnið að Íslandsbankamálinu eins vel og hægt var. Hún hélt því einnig fram að margt hafi verið sagt um Íslandsbankamálið, og að margt af því hafi verið dregið í efa. „Ég vil nota þetta tækifæri og ítreka það að þetta álit sem liggur nú fyrir gerir í engu lítið úr því að allir sem komu að því [söluferli Íslandsbanka] unnu það í góðri trú með bestu mögulegu ráðgjöf sem var hægt að finna á sínum tíma,“ sagði Hildur. „Ekkert í þessu áliti dregur það í efa. Ekkert í þessu áliti dregur það fram á neinn nokkurn hátt að hér hafi ekki verið unnið eins vel og hægt var. Ekkert var gert í skjóli nætur.“ Hildur segir að um sé að ræða túlkun umboðsmanns Alþingis á einu atriði sem engan sem kom að ferlinu hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt. Í áliti umboðsmanns segir að Bjarni hafi sýnt af sér vanhæfi með því að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna í ljósi þess að faðir hans hafi verið á meðal kaupenda. Enn einn fyrirslátturinn Björn Leví tók einnig til máls á Alþingi í dag og beindi erindi sínu að Hildi. Fyrir það fyrsta sagði hann að ekkert sem Píratar hafi sagt um Íslandsbankasöluna hafa verið hrakið og skoraði á fólk að sýna fram á annað. Þá tók Björn fyrir ummæli Hildar um að álitið varði eitt atriði sem engan hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt sem nú hefur verið gert. Björn er ósammála þeirri fullyrðingu. „Jú það var grundvallarstefið frá upphafi um að þarna væri augljóst að fjármálaráðherra væri vanhæfur til að taka þessa ákvörðun. Það var sagt alveg frá byrjun. Þannig að þetta er enn einn fyrirslátturinn þar sem er verið að segja eitthvað sem er algjörlega og augljóslega rangt,“ sagði Björn. Ómöguleiki í öndvegi Aftur tók Hildur til máls. Hún segir að rekin hafi verið herferð gegn bankasölunni frá fyrsta degi. Málið snúist ekki um að Íslandsbanki hafi verið seldur án kynningar, í skjóli nætur, eða á undirverði eins og haldið hafi verið fram. Hildur segir að það hafi allt saman verið hrakið. Hildur segir að málið varði ákveðinn ómöguleika í lögunum. „Sérstaklega var vandað til verka þar sem núgildandi lög bjóða upp á einhverja ólánsútgáfu af ketti Schröndingers. Þar sem ráðherra er bæði hæfur og vanhæfur í senn, þar til kíkt er í kassann, sem hann má reyndar ekki fyrir nokkurn mun opna.“
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira