Segir Gasaströndina hafa verið einangraða vegna ótta við hryðjuverkaógn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2023 15:57 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir Ísraelsmenn hafa lokað Gasaströndina af, af ótta við hryðjuverkaógn og að allt færi úr böndunum innan ísraelskra landamæra. Stríðið sem brotist hefur út í Ísrael og Palestínu var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar fóru þeir Stefán Einar og nafni hans Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fyrrverandi formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, yfir málin. Nefndi Stefán Pálsson það til að mynda að aðstæður á Gasaströndinni eru vart mönnum sæmandi. Tvær milljónir manna búa á svæðinu, helmingur börn. „Gasa er ekki í nokkrum skilningi sjálfbært land. Þessi örlitla ræma getur ekki staðið undir tveimur milljónum íbúa, þar sem helmingurinn er atvinnulaus og margir hreinlega við það að eiga ekki til hnífs og skeiðar,“ sagði Stefán. Í spilaranum hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Fjármagnað með gjafafé frá Persaflóa Hann sagði augljóst að hernaðaraðgerðir Hamas gegn Ísraelsmönnum um helgina hafi ekki verið fjármagnaðar af fólki á Gasaströndinni. „Þetta er fjármagnað með gjafafé, meðal annars frá einstaklingum við Persaflóa. Hefndaraðgerðir Ísrael auðvelda þeim að safna þessu fé,“ sagði Stefán. Hann bætti við að þegar átökum á svæðinu lýkur muni mu fleiri Palestínumenn hafa fallið en Ísraelar. Ísraelski herinn hefur síðan á laugardag haldið úti linnulausum loftárásum á Gasaströndina, sprengt upp íbúðarhús, skóla og jafnvel húsnæði Sameinuðu þjóðanna. „Ég held ekki að Ísraelar beiti vopnum sínum systematískt að almennum borgurum,“ svaraði Stefán Einar og vísaði til þess að Ísraelar hafi oft gefið viðvörun áður en sprengjum hefur verið sleppt á hús. Því hafa þeir nú hætt. Stefán Pálsson, sagnfræðingur. Vísir/Vilhelm „Egyptar eru búnir að loka landamærunum í suðri, þeir vilja ekki hleypa sérstaklega Hamas-liðunum, til sín. Við verðum að skoða þetta í samhengi og það er ekki hægt að stilla þessu upp sem svart-hvítum veruleika. Hamas-samtökin ná völdum á Gasaströndinni 2006 minnir mig,“ sagði Stefán Einar. „Voði ríkir á svæðinu“ Gyðingar yfirgáfu Gasaströndina árið 2005 og lokuðu svæðið af í kjölfarið með uppbyggingu víggirts múrs. „Ísraelar loka þetta svæði af, einangra það, af því að þeir búa sífellt við þá ógn sem raungerðist um helgina. Þarna grasserar hryðjuverkaógn, sem við þekktum úr fréttum hér í kring um aldamót þegar var verið að sprengja upp stúdenta á kaffihúsum í Jerúsalem og víðar í Ísrael,“ sagði Stefán Einar. „Þetta svæði er í herkví af ótta við það að annars fari allt úr böndunum innan ísraelskra landamæra. Auðvitað væri það best ef þarna væri hægt að byggja upp atvinnulíf, koma fólki til starfa, koma fólki til mennta, og ekki síst koma fólki undan þessu stjórnarfari. Þar sem fólk er tekið af lífi án dóms og laga, af engu tilefni, jafnvel bara vegna kynhneigðar sinnar. Slíkur voði ríkir á svæðinu, ekki bara gagnvart Ísraelum heldur gagnvart Palestínumönnum sjálfum.“ Átök í Ísrael og Palestínu Pallborðið Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Orðin mannskæðustu átök á svæðinu í 75 ár Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. 10. október 2023 21:00 Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. 10. október 2023 09:32 Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. 10. október 2023 08:05 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira
Stríðið sem brotist hefur út í Ísrael og Palestínu var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar fóru þeir Stefán Einar og nafni hans Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fyrrverandi formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, yfir málin. Nefndi Stefán Pálsson það til að mynda að aðstæður á Gasaströndinni eru vart mönnum sæmandi. Tvær milljónir manna búa á svæðinu, helmingur börn. „Gasa er ekki í nokkrum skilningi sjálfbært land. Þessi örlitla ræma getur ekki staðið undir tveimur milljónum íbúa, þar sem helmingurinn er atvinnulaus og margir hreinlega við það að eiga ekki til hnífs og skeiðar,“ sagði Stefán. Í spilaranum hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Fjármagnað með gjafafé frá Persaflóa Hann sagði augljóst að hernaðaraðgerðir Hamas gegn Ísraelsmönnum um helgina hafi ekki verið fjármagnaðar af fólki á Gasaströndinni. „Þetta er fjármagnað með gjafafé, meðal annars frá einstaklingum við Persaflóa. Hefndaraðgerðir Ísrael auðvelda þeim að safna þessu fé,“ sagði Stefán. Hann bætti við að þegar átökum á svæðinu lýkur muni mu fleiri Palestínumenn hafa fallið en Ísraelar. Ísraelski herinn hefur síðan á laugardag haldið úti linnulausum loftárásum á Gasaströndina, sprengt upp íbúðarhús, skóla og jafnvel húsnæði Sameinuðu þjóðanna. „Ég held ekki að Ísraelar beiti vopnum sínum systematískt að almennum borgurum,“ svaraði Stefán Einar og vísaði til þess að Ísraelar hafi oft gefið viðvörun áður en sprengjum hefur verið sleppt á hús. Því hafa þeir nú hætt. Stefán Pálsson, sagnfræðingur. Vísir/Vilhelm „Egyptar eru búnir að loka landamærunum í suðri, þeir vilja ekki hleypa sérstaklega Hamas-liðunum, til sín. Við verðum að skoða þetta í samhengi og það er ekki hægt að stilla þessu upp sem svart-hvítum veruleika. Hamas-samtökin ná völdum á Gasaströndinni 2006 minnir mig,“ sagði Stefán Einar. „Voði ríkir á svæðinu“ Gyðingar yfirgáfu Gasaströndina árið 2005 og lokuðu svæðið af í kjölfarið með uppbyggingu víggirts múrs. „Ísraelar loka þetta svæði af, einangra það, af því að þeir búa sífellt við þá ógn sem raungerðist um helgina. Þarna grasserar hryðjuverkaógn, sem við þekktum úr fréttum hér í kring um aldamót þegar var verið að sprengja upp stúdenta á kaffihúsum í Jerúsalem og víðar í Ísrael,“ sagði Stefán Einar. „Þetta svæði er í herkví af ótta við það að annars fari allt úr böndunum innan ísraelskra landamæra. Auðvitað væri það best ef þarna væri hægt að byggja upp atvinnulíf, koma fólki til starfa, koma fólki til mennta, og ekki síst koma fólki undan þessu stjórnarfari. Þar sem fólk er tekið af lífi án dóms og laga, af engu tilefni, jafnvel bara vegna kynhneigðar sinnar. Slíkur voði ríkir á svæðinu, ekki bara gagnvart Ísraelum heldur gagnvart Palestínumönnum sjálfum.“
Átök í Ísrael og Palestínu Pallborðið Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Orðin mannskæðustu átök á svæðinu í 75 ár Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. 10. október 2023 21:00 Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. 10. október 2023 09:32 Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. 10. október 2023 08:05 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira
Vaktin: Orðin mannskæðustu átök á svæðinu í 75 ár Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. 10. október 2023 21:00
Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. 10. október 2023 09:32
Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. 10. október 2023 08:05