Umfjöllun og viðtöl: Valur - St. Pölten 0-4 | Brekkan orðin ansi brött fyrir Valskonur Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. október 2023 19:50 Valskonur þurfa nánast á kraftaverki að halda til að snúa taflinu við. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Vals eru með bakið upp við vegg eftir 0-4 tap á heimavelli gegn austurrísku meisturunum St. Pölten. Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurvegari þessa einvígis tekur þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur. Valskonur byrjuðu leikinn vel og voru vel spilandi fyrstu mínútur leiksins en ógnuðu marki gestanna ekki mikið. Gestirnir opnuðu svo markareikning sinn eftir tólf mínútna leik, Sarah Mattner fékk boltann inni í vítateig með bakið í markið, sneri vel og kom boltanum í netið. Það dró ekki til mikilla tíðinda eftir það í fyrri hálfleiknum, bæði lið sköpuðu sér góðar stöður en engin hættuleg marktækifæri litu dagsins ljós. Sagan endurtók sig svo í seinni hálfleiknum, góð byrjun hjá Valskonum en þær fundu ekki færi til að skjóta. Rita Schumacher tvöfaldaði svo forystuna með marki á 53. mínútu, skot rétt fyrir utan teig sem sveif framhjá Fanneyju í markinu. Þriðja og fjóra markið fylgdu svo fljótt eftir, þriðja markið var keimlíkt því öðru, Valentina Madl með skot fyrir utan teig í sama horn. Hún var svo aftur á ferðinni skömmu síðar, fékk fyrirgjöf frá vinstri kantinum og stangaði boltann í netið. Valskonur hristu aðeins upp í liðinu og komu ferskum fótum inn á völlinn en það bar engan árangur í þetta sinn, 0-4 tap varð lokaniðurstaðan og ærið verkefni bíður þeirra í seinni leik einvígisins. Afhverju vann St. Pölten? Þær voru ótrúlega klínískar í sínum sóknum, sköpuðu sér bara eitthvað upp úr engu. Valsliðið varðist leikplani þeirra nokkuð vel og gestirnir voru ekki að skapa sér mikið af færum í fyrri hálfleiknum en þá leituðu þær bara í langskotin og þau sungu í netinu. Hverjir stóðu upp úr? Mária Mikolajová átti stórleik á miðsvæðinu hjá St. Pölten, stýrði spilinu og átti nokkra góða bolta inn fyrir vörn Vals. Sömuleiðis ekki hægt að líta framhjá Valentinu Madl, skoraði tvö og var síógnandi í fremstu línu. Enginn Valsari átti neitt frábæran leik í dag en Amanda Andradóttir stóð sig vel í framherjastöðunni, reyndi að skapa sér færi og var mikilvægur uppspilspunktur fyrir þær. Hvað gekk illa? Færasköpun og ákvarðanataka Vals á síðasta þriðjungi var ekki til fyrirmyndar. Voru samt flottar í fyrri hálfleik en brotnuðu algjörlega undan álagi eftir annað markið og töpuðu þessum leik mjög sannfærandi. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur eftir viku, úti í Austurríki. Sigurvegari einvígisins tekur svo þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, St. Pölten þykir líklegri aðilinn til þess eftir úrslit kvöldsins. Pétur Pétursson: Mjög góður fyrri hálfleikur en við fengum á okkur ódýr mörk og eftir það dofnaði yfir öllu Pétur Pétursson var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins VÍSIR/VILHELM „Mér fannst þetta mjög gott í fyrri hálfleik. Svo fáum við þetta annað mark á okkur eftir að við töpum boltanum illa, strax eftir það kemur þriðja markið. Tvö langskot og eftir það fannst mér dofna yfir öllu hjá okkur“ sagði niðurlútur Pétur Pétursson, þjálfari Vals, strax að leik loknum. Hann segir spilamennsku liðsins hafa verið ágæta í dag, en þeim tókst illa að skapa sér marktækifæri. „Það var svolítið mikið vesen á því fannst mér. En í fyrri hálfleik vorum við að loka á allt sem þær voru að gera, samt ná þær að skora eitt mark, þær eru mjög klínískar, þegar þær fá tækifæri þá skora þær.“ St. Pölten liðið er algjör vél, búið að vinna fyrstu fimm leiki sína í deildinni heima og skora í þeim 21 mark. Valsliðinu tókst þó þrátt fyrir allt að spila fínan varnarleik gegn þeim, en misstu svo einbeitingu á lykilstundum og var refsað fyrir það. „Mér fannst þetta frekar ódýr mörk sem við fáum á okkur, sérstaklega fyrstu tvö. Mér fannst við hafa getað gert betur í því en svona er þetta bara stundum“ Nú fara Valskonur inn í seinni leik viðureignarinnar fjórum mörkum undir. Telur þjálfarinn liðið ennþá eiga möguleika á að komast áfram? „Það þykir mér líklegt, það er mjög ólíklegt að við séum að fara út og skora fimm mörk, en hver veit?“ sagði Pétur að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur
Íslandsmeistarar Vals eru með bakið upp við vegg eftir 0-4 tap á heimavelli gegn austurrísku meisturunum St. Pölten. Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurvegari þessa einvígis tekur þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur. Valskonur byrjuðu leikinn vel og voru vel spilandi fyrstu mínútur leiksins en ógnuðu marki gestanna ekki mikið. Gestirnir opnuðu svo markareikning sinn eftir tólf mínútna leik, Sarah Mattner fékk boltann inni í vítateig með bakið í markið, sneri vel og kom boltanum í netið. Það dró ekki til mikilla tíðinda eftir það í fyrri hálfleiknum, bæði lið sköpuðu sér góðar stöður en engin hættuleg marktækifæri litu dagsins ljós. Sagan endurtók sig svo í seinni hálfleiknum, góð byrjun hjá Valskonum en þær fundu ekki færi til að skjóta. Rita Schumacher tvöfaldaði svo forystuna með marki á 53. mínútu, skot rétt fyrir utan teig sem sveif framhjá Fanneyju í markinu. Þriðja og fjóra markið fylgdu svo fljótt eftir, þriðja markið var keimlíkt því öðru, Valentina Madl með skot fyrir utan teig í sama horn. Hún var svo aftur á ferðinni skömmu síðar, fékk fyrirgjöf frá vinstri kantinum og stangaði boltann í netið. Valskonur hristu aðeins upp í liðinu og komu ferskum fótum inn á völlinn en það bar engan árangur í þetta sinn, 0-4 tap varð lokaniðurstaðan og ærið verkefni bíður þeirra í seinni leik einvígisins. Afhverju vann St. Pölten? Þær voru ótrúlega klínískar í sínum sóknum, sköpuðu sér bara eitthvað upp úr engu. Valsliðið varðist leikplani þeirra nokkuð vel og gestirnir voru ekki að skapa sér mikið af færum í fyrri hálfleiknum en þá leituðu þær bara í langskotin og þau sungu í netinu. Hverjir stóðu upp úr? Mária Mikolajová átti stórleik á miðsvæðinu hjá St. Pölten, stýrði spilinu og átti nokkra góða bolta inn fyrir vörn Vals. Sömuleiðis ekki hægt að líta framhjá Valentinu Madl, skoraði tvö og var síógnandi í fremstu línu. Enginn Valsari átti neitt frábæran leik í dag en Amanda Andradóttir stóð sig vel í framherjastöðunni, reyndi að skapa sér færi og var mikilvægur uppspilspunktur fyrir þær. Hvað gekk illa? Færasköpun og ákvarðanataka Vals á síðasta þriðjungi var ekki til fyrirmyndar. Voru samt flottar í fyrri hálfleik en brotnuðu algjörlega undan álagi eftir annað markið og töpuðu þessum leik mjög sannfærandi. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur eftir viku, úti í Austurríki. Sigurvegari einvígisins tekur svo þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, St. Pölten þykir líklegri aðilinn til þess eftir úrslit kvöldsins. Pétur Pétursson: Mjög góður fyrri hálfleikur en við fengum á okkur ódýr mörk og eftir það dofnaði yfir öllu Pétur Pétursson var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins VÍSIR/VILHELM „Mér fannst þetta mjög gott í fyrri hálfleik. Svo fáum við þetta annað mark á okkur eftir að við töpum boltanum illa, strax eftir það kemur þriðja markið. Tvö langskot og eftir það fannst mér dofna yfir öllu hjá okkur“ sagði niðurlútur Pétur Pétursson, þjálfari Vals, strax að leik loknum. Hann segir spilamennsku liðsins hafa verið ágæta í dag, en þeim tókst illa að skapa sér marktækifæri. „Það var svolítið mikið vesen á því fannst mér. En í fyrri hálfleik vorum við að loka á allt sem þær voru að gera, samt ná þær að skora eitt mark, þær eru mjög klínískar, þegar þær fá tækifæri þá skora þær.“ St. Pölten liðið er algjör vél, búið að vinna fyrstu fimm leiki sína í deildinni heima og skora í þeim 21 mark. Valsliðinu tókst þó þrátt fyrir allt að spila fínan varnarleik gegn þeim, en misstu svo einbeitingu á lykilstundum og var refsað fyrir það. „Mér fannst þetta frekar ódýr mörk sem við fáum á okkur, sérstaklega fyrstu tvö. Mér fannst við hafa getað gert betur í því en svona er þetta bara stundum“ Nú fara Valskonur inn í seinni leik viðureignarinnar fjórum mörkum undir. Telur þjálfarinn liðið ennþá eiga möguleika á að komast áfram? „Það þykir mér líklegt, það er mjög ólíklegt að við séum að fara út og skora fimm mörk, en hver veit?“ sagði Pétur að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti