„Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 07:04 Bjarni Benediktsson segist ekki útiloka neitt þegar kemur að framtíðinni. Vísir/Vilhelm „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Bjarni boðaði til blaðamannafundar í gærmorgun vegna álits Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar tilkynnti ráðherrann að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Samkvæmt Morgunblaðinu verður boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum um helgina. Þá kemur væntanlega í ljós hver tekur við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Strax í gær bárust fregnir af því að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti og var utanríkisráðuneytið nefnt í þessu sambandi en Morgunblaðið segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur trega til að fara úr ráðuneytinu vegna mikilvægra verkefna á alþjóðavettvangi. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að bæði Vinstri grænir og Framsókn horfi til umfangsmeiri stólaskipta, jafnvel þannig að flokkarnir skiptist á ráðuneytum. Þetta er ekki síst forvitnilegt í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið Sjálfstæðismönnum afar erfið og mögulegt að menn horfi til þess. Viðmælendur sem fréttastofa ræddi við í gær voru ekki á því að ákvörðun Bjarna um að segja af sér myndi endilega hafa áhrif á stjórnarsamstarfið, að minnsta kosti ekki ef hann yrði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Hins vegar á Umboðsmaður enn eftir að gefa út álit sitt um ákvarðanir Svandísar varðandi hvalveiðar og spurning hvað gerist þegar það liggur fyrir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Bjarni boðaði til blaðamannafundar í gærmorgun vegna álits Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar tilkynnti ráðherrann að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Samkvæmt Morgunblaðinu verður boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum um helgina. Þá kemur væntanlega í ljós hver tekur við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Strax í gær bárust fregnir af því að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti og var utanríkisráðuneytið nefnt í þessu sambandi en Morgunblaðið segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur trega til að fara úr ráðuneytinu vegna mikilvægra verkefna á alþjóðavettvangi. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að bæði Vinstri grænir og Framsókn horfi til umfangsmeiri stólaskipta, jafnvel þannig að flokkarnir skiptist á ráðuneytum. Þetta er ekki síst forvitnilegt í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið Sjálfstæðismönnum afar erfið og mögulegt að menn horfi til þess. Viðmælendur sem fréttastofa ræddi við í gær voru ekki á því að ákvörðun Bjarna um að segja af sér myndi endilega hafa áhrif á stjórnarsamstarfið, að minnsta kosti ekki ef hann yrði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Hins vegar á Umboðsmaður enn eftir að gefa út álit sitt um ákvarðanir Svandísar varðandi hvalveiðar og spurning hvað gerist þegar það liggur fyrir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira