Innrás virðist yfirvofandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 08:19 Stúlku bjargað úr rústum á Gaza. Um 250 þúsund manns dvelja nú í skýlum á vegum Sameinuðu þjóðanna en ástandið í borginni er sagt munu versna til muna á næstu dögum. AP/Fatima Shbair Ísraelski herinn hefur safnað herliði við landamörkin að Gaza, þar á meðal 300.000 varaliðum. Svo virðist sem innrás sé yfirvofandi ef marka má Jonathan Conricus, talsmann hersins. Conricus segir hersveitirnar í viðbragðsstöðu og tilbúnar til að „framkvæma það verkefni sem okkur hefur verið fengið af ísraelskum stjórnvöldum“. Það sé að tryggja að að átökunum loknum hafi Hamas enga hernaðarlega getu til að ógna eða myrða ísraelska ríkisborgara. Conricus segir ljóst að sumar stjórnstöðvar Hamas sé að finna á heimilum almennra borgara. Gerðar hafa verið árásir á þessar stjórnstöðvar síðustu daga. Hamas hefur svarað fyrir sig með árásum á Ísrael en eldfaugum hefur einnig verið skotið að landinu frá Líbanon og Sýrlandi. Yfir 950 manns hafa látist á Gaza síðan Ísraelsmenn hófu aðgerðir sínar í kjölfar árásanna á laugardag. Tugþúsundir eru sagðir hafa flúið svæðið. Þá hefur verið greint frá því að allt eldsneyti verði á þrotum í eina raforkuverki Gaza eftir um það bil þrjár klukkustundir. Um það bil 80 prósent íbúa Gaza reiddu sig á neyðaraðstoð áður en átökin brutust út en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn segir nærri hálfa milljón manna hafa verið án matvælaaðstoðar frá því á laugardag. Frans páfi hefur biðlað til Hamas um að sleppa gíslunum sem voru teknir á laugardag og segist verulega áhyggjufullur vegna umsáturs Ísraelsmanna um Gaza. Fyrsta vopnasending Bandaríkjamanna til Ísrael er lent og þá mun utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsækja landið á morgun og meta frekari þörf á aðstoð, ekki síst vegna árásanna frá Líbanon og Sýrlandi. Hann er sagður munu vara bandamenn Hamas við því að dragast inn í átökin við Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Conricus segir hersveitirnar í viðbragðsstöðu og tilbúnar til að „framkvæma það verkefni sem okkur hefur verið fengið af ísraelskum stjórnvöldum“. Það sé að tryggja að að átökunum loknum hafi Hamas enga hernaðarlega getu til að ógna eða myrða ísraelska ríkisborgara. Conricus segir ljóst að sumar stjórnstöðvar Hamas sé að finna á heimilum almennra borgara. Gerðar hafa verið árásir á þessar stjórnstöðvar síðustu daga. Hamas hefur svarað fyrir sig með árásum á Ísrael en eldfaugum hefur einnig verið skotið að landinu frá Líbanon og Sýrlandi. Yfir 950 manns hafa látist á Gaza síðan Ísraelsmenn hófu aðgerðir sínar í kjölfar árásanna á laugardag. Tugþúsundir eru sagðir hafa flúið svæðið. Þá hefur verið greint frá því að allt eldsneyti verði á þrotum í eina raforkuverki Gaza eftir um það bil þrjár klukkustundir. Um það bil 80 prósent íbúa Gaza reiddu sig á neyðaraðstoð áður en átökin brutust út en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn segir nærri hálfa milljón manna hafa verið án matvælaaðstoðar frá því á laugardag. Frans páfi hefur biðlað til Hamas um að sleppa gíslunum sem voru teknir á laugardag og segist verulega áhyggjufullur vegna umsáturs Ísraelsmanna um Gaza. Fyrsta vopnasending Bandaríkjamanna til Ísrael er lent og þá mun utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsækja landið á morgun og meta frekari þörf á aðstoð, ekki síst vegna árásanna frá Líbanon og Sýrlandi. Hann er sagður munu vara bandamenn Hamas við því að dragast inn í átökin við Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira