Skiptar skoðanir um gervigrasið: „Er verið að skoða það?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2023 11:32 Skiptar skoðanir á meðal strákanna sem þó hallast fæstir að gervigrasinu. Hybrid-grasið þykir þá fínasta hugmynd. Samsett/Vísir Skiptar skoðanir eru á meðal landsliðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta um hvernig undirlag eigi að vera á Laugardalsvelli. KSÍ stefnir að því að skipta um undirlag í vor en ekki er ljóst hvernig gras verður lagt á völlinn. Breyttar aðstæður eru á Laugardalsvelli vegna aukinna verkefna yfir vetrartímann, bæði hjá landsliðum og íslenskum félagsliðum. Breiðablik leikur sinn síðasta heimaleik í Sambandsdeildinni ekki fyrr en 30. nóvember en að jafnaði eru landsleikir ekki spilaðir hér á landi í gluggum í nóvember og mars þar sem Ísland er skilgreint sem heimsskautasvæði. Enginn undirhiti undir grasfletinum í Laugardal flækir það enn frekar að halda grasi við á köldum vetrarmánuðum hér á landi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði sambandið stefna að því að koma loks undirhita í Laugardalinn í vetur eða vor og þá væri til skoðunar þrír kostir er yfirborðið varðar; gras, hybrid-gras og gervigras. Landsliðsmenn Íslands voru teknir tali og spurðir hvaða kost þeir sæju sem vænlegastan í stöðunni. Klippa: Skiptar skoðanir um völlinn: Er verið að skoða það? Gras, mjög einfalt „Úff... nei, ég vil helst ekki sjá gervigrasið ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég vil bara sjá gras á þessum velli. Allir aðrir vellir mega vera með gervigras. En mig langar að þessi völlur sé með gras. Það er bara svo einfalt,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sverrir Ingi Ingason viðra þá möguleikann á hybrid-grasi. Slíkt hefur ekki verið nýtt á keppnisvelli hér á landi en er víða erlendis. FH lagði fyrsta hybrid-grasið á landinu í sumar á æfingavöll við hlið Skessunar í Hafnarfirði með það fyrir augum að leggja slíkt á keppnisvöll sinn ef tilraunin gengur upp. „Grasið á bara að vera gott, finnst mér. Það eru auðvitað erfiðar aðstæður núna. En við eigum aldrei glugga í mars og nóvember, það er svolítið strembið alltaf í mars-glugganum að eiga tvo útileiki og síðan tvo útileiki til að klára líka [í nóvember],“ segir Ísak Bergmann og bætir við: „Okkur finnst bara að það eigi að koma nýr völlur, yfirhöfuð. Það er í annarra manna höndum. Við ungu strákarnir erum vanir að spila á gervigrasi og úti á hybrid. Ég held að það sé best að það komi gott gras eins og hybrid. Landsliðsbolti á að vera spilaður á grasi.“ „Er verið að tala um það?“ Sverrir Ingi trúði því vart að gervigras væri yfirhöfuð til skoðunar en segir hybrid líklega bestu lausnina. „Er verið að tala um það, að það sé mögulega að koma gervigras?“ spyr sjokkeraður Sverrir Ingi Ingason. „Ég er ekki sammála því, mér finnst við eiga halda grasvelli hérna eins lengi og mögulegt er meðan það er fundin lausn á því að vera með þessa hybrid-velli. Þá er það engin spurning fyrir mitt leyti. Auðvitað þarf að huga að fleiru, kostnaður og ýmislegt. En meðan það er hægt að spila á grasi kýs ég það alla daga,“ segir Sverrir. Arnór Ingvi Traustason var þá á sama máli og Guðlaugur Victor. Grasið sé ávallt tekið fram yfir gervigras hvað hann varðar. „Ég spila sjálfur [með félagsliði sínu Norrköping] á gervigrasi en myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras. Þetta gras sem er núna á Laugardalsvelli finnst mér frábært og Kiddi (Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri] er að vinna frábæra vinnu þarna sem og það fólk sem vinnur við völlinn. Ég myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras,“ segir Arnór Ingvi. Ummæli landsliðsmannana má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Breyttar aðstæður eru á Laugardalsvelli vegna aukinna verkefna yfir vetrartímann, bæði hjá landsliðum og íslenskum félagsliðum. Breiðablik leikur sinn síðasta heimaleik í Sambandsdeildinni ekki fyrr en 30. nóvember en að jafnaði eru landsleikir ekki spilaðir hér á landi í gluggum í nóvember og mars þar sem Ísland er skilgreint sem heimsskautasvæði. Enginn undirhiti undir grasfletinum í Laugardal flækir það enn frekar að halda grasi við á köldum vetrarmánuðum hér á landi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði sambandið stefna að því að koma loks undirhita í Laugardalinn í vetur eða vor og þá væri til skoðunar þrír kostir er yfirborðið varðar; gras, hybrid-gras og gervigras. Landsliðsmenn Íslands voru teknir tali og spurðir hvaða kost þeir sæju sem vænlegastan í stöðunni. Klippa: Skiptar skoðanir um völlinn: Er verið að skoða það? Gras, mjög einfalt „Úff... nei, ég vil helst ekki sjá gervigrasið ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég vil bara sjá gras á þessum velli. Allir aðrir vellir mega vera með gervigras. En mig langar að þessi völlur sé með gras. Það er bara svo einfalt,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sverrir Ingi Ingason viðra þá möguleikann á hybrid-grasi. Slíkt hefur ekki verið nýtt á keppnisvelli hér á landi en er víða erlendis. FH lagði fyrsta hybrid-grasið á landinu í sumar á æfingavöll við hlið Skessunar í Hafnarfirði með það fyrir augum að leggja slíkt á keppnisvöll sinn ef tilraunin gengur upp. „Grasið á bara að vera gott, finnst mér. Það eru auðvitað erfiðar aðstæður núna. En við eigum aldrei glugga í mars og nóvember, það er svolítið strembið alltaf í mars-glugganum að eiga tvo útileiki og síðan tvo útileiki til að klára líka [í nóvember],“ segir Ísak Bergmann og bætir við: „Okkur finnst bara að það eigi að koma nýr völlur, yfirhöfuð. Það er í annarra manna höndum. Við ungu strákarnir erum vanir að spila á gervigrasi og úti á hybrid. Ég held að það sé best að það komi gott gras eins og hybrid. Landsliðsbolti á að vera spilaður á grasi.“ „Er verið að tala um það?“ Sverrir Ingi trúði því vart að gervigras væri yfirhöfuð til skoðunar en segir hybrid líklega bestu lausnina. „Er verið að tala um það, að það sé mögulega að koma gervigras?“ spyr sjokkeraður Sverrir Ingi Ingason. „Ég er ekki sammála því, mér finnst við eiga halda grasvelli hérna eins lengi og mögulegt er meðan það er fundin lausn á því að vera með þessa hybrid-velli. Þá er það engin spurning fyrir mitt leyti. Auðvitað þarf að huga að fleiru, kostnaður og ýmislegt. En meðan það er hægt að spila á grasi kýs ég það alla daga,“ segir Sverrir. Arnór Ingvi Traustason var þá á sama máli og Guðlaugur Victor. Grasið sé ávallt tekið fram yfir gervigras hvað hann varðar. „Ég spila sjálfur [með félagsliði sínu Norrköping] á gervigrasi en myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras. Þetta gras sem er núna á Laugardalsvelli finnst mér frábært og Kiddi (Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri] er að vinna frábæra vinnu þarna sem og það fólk sem vinnur við völlinn. Ég myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras,“ segir Arnór Ingvi. Ummæli landsliðsmannana má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira