Skiptar skoðanir um gervigrasið: „Er verið að skoða það?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2023 11:32 Skiptar skoðanir á meðal strákanna sem þó hallast fæstir að gervigrasinu. Hybrid-grasið þykir þá fínasta hugmynd. Samsett/Vísir Skiptar skoðanir eru á meðal landsliðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta um hvernig undirlag eigi að vera á Laugardalsvelli. KSÍ stefnir að því að skipta um undirlag í vor en ekki er ljóst hvernig gras verður lagt á völlinn. Breyttar aðstæður eru á Laugardalsvelli vegna aukinna verkefna yfir vetrartímann, bæði hjá landsliðum og íslenskum félagsliðum. Breiðablik leikur sinn síðasta heimaleik í Sambandsdeildinni ekki fyrr en 30. nóvember en að jafnaði eru landsleikir ekki spilaðir hér á landi í gluggum í nóvember og mars þar sem Ísland er skilgreint sem heimsskautasvæði. Enginn undirhiti undir grasfletinum í Laugardal flækir það enn frekar að halda grasi við á köldum vetrarmánuðum hér á landi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði sambandið stefna að því að koma loks undirhita í Laugardalinn í vetur eða vor og þá væri til skoðunar þrír kostir er yfirborðið varðar; gras, hybrid-gras og gervigras. Landsliðsmenn Íslands voru teknir tali og spurðir hvaða kost þeir sæju sem vænlegastan í stöðunni. Klippa: Skiptar skoðanir um völlinn: Er verið að skoða það? Gras, mjög einfalt „Úff... nei, ég vil helst ekki sjá gervigrasið ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég vil bara sjá gras á þessum velli. Allir aðrir vellir mega vera með gervigras. En mig langar að þessi völlur sé með gras. Það er bara svo einfalt,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sverrir Ingi Ingason viðra þá möguleikann á hybrid-grasi. Slíkt hefur ekki verið nýtt á keppnisvelli hér á landi en er víða erlendis. FH lagði fyrsta hybrid-grasið á landinu í sumar á æfingavöll við hlið Skessunar í Hafnarfirði með það fyrir augum að leggja slíkt á keppnisvöll sinn ef tilraunin gengur upp. „Grasið á bara að vera gott, finnst mér. Það eru auðvitað erfiðar aðstæður núna. En við eigum aldrei glugga í mars og nóvember, það er svolítið strembið alltaf í mars-glugganum að eiga tvo útileiki og síðan tvo útileiki til að klára líka [í nóvember],“ segir Ísak Bergmann og bætir við: „Okkur finnst bara að það eigi að koma nýr völlur, yfirhöfuð. Það er í annarra manna höndum. Við ungu strákarnir erum vanir að spila á gervigrasi og úti á hybrid. Ég held að það sé best að það komi gott gras eins og hybrid. Landsliðsbolti á að vera spilaður á grasi.“ „Er verið að tala um það?“ Sverrir Ingi trúði því vart að gervigras væri yfirhöfuð til skoðunar en segir hybrid líklega bestu lausnina. „Er verið að tala um það, að það sé mögulega að koma gervigras?“ spyr sjokkeraður Sverrir Ingi Ingason. „Ég er ekki sammála því, mér finnst við eiga halda grasvelli hérna eins lengi og mögulegt er meðan það er fundin lausn á því að vera með þessa hybrid-velli. Þá er það engin spurning fyrir mitt leyti. Auðvitað þarf að huga að fleiru, kostnaður og ýmislegt. En meðan það er hægt að spila á grasi kýs ég það alla daga,“ segir Sverrir. Arnór Ingvi Traustason var þá á sama máli og Guðlaugur Victor. Grasið sé ávallt tekið fram yfir gervigras hvað hann varðar. „Ég spila sjálfur [með félagsliði sínu Norrköping] á gervigrasi en myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras. Þetta gras sem er núna á Laugardalsvelli finnst mér frábært og Kiddi (Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri] er að vinna frábæra vinnu þarna sem og það fólk sem vinnur við völlinn. Ég myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras,“ segir Arnór Ingvi. Ummæli landsliðsmannana má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Breyttar aðstæður eru á Laugardalsvelli vegna aukinna verkefna yfir vetrartímann, bæði hjá landsliðum og íslenskum félagsliðum. Breiðablik leikur sinn síðasta heimaleik í Sambandsdeildinni ekki fyrr en 30. nóvember en að jafnaði eru landsleikir ekki spilaðir hér á landi í gluggum í nóvember og mars þar sem Ísland er skilgreint sem heimsskautasvæði. Enginn undirhiti undir grasfletinum í Laugardal flækir það enn frekar að halda grasi við á köldum vetrarmánuðum hér á landi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði sambandið stefna að því að koma loks undirhita í Laugardalinn í vetur eða vor og þá væri til skoðunar þrír kostir er yfirborðið varðar; gras, hybrid-gras og gervigras. Landsliðsmenn Íslands voru teknir tali og spurðir hvaða kost þeir sæju sem vænlegastan í stöðunni. Klippa: Skiptar skoðanir um völlinn: Er verið að skoða það? Gras, mjög einfalt „Úff... nei, ég vil helst ekki sjá gervigrasið ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég vil bara sjá gras á þessum velli. Allir aðrir vellir mega vera með gervigras. En mig langar að þessi völlur sé með gras. Það er bara svo einfalt,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sverrir Ingi Ingason viðra þá möguleikann á hybrid-grasi. Slíkt hefur ekki verið nýtt á keppnisvelli hér á landi en er víða erlendis. FH lagði fyrsta hybrid-grasið á landinu í sumar á æfingavöll við hlið Skessunar í Hafnarfirði með það fyrir augum að leggja slíkt á keppnisvöll sinn ef tilraunin gengur upp. „Grasið á bara að vera gott, finnst mér. Það eru auðvitað erfiðar aðstæður núna. En við eigum aldrei glugga í mars og nóvember, það er svolítið strembið alltaf í mars-glugganum að eiga tvo útileiki og síðan tvo útileiki til að klára líka [í nóvember],“ segir Ísak Bergmann og bætir við: „Okkur finnst bara að það eigi að koma nýr völlur, yfirhöfuð. Það er í annarra manna höndum. Við ungu strákarnir erum vanir að spila á gervigrasi og úti á hybrid. Ég held að það sé best að það komi gott gras eins og hybrid. Landsliðsbolti á að vera spilaður á grasi.“ „Er verið að tala um það?“ Sverrir Ingi trúði því vart að gervigras væri yfirhöfuð til skoðunar en segir hybrid líklega bestu lausnina. „Er verið að tala um það, að það sé mögulega að koma gervigras?“ spyr sjokkeraður Sverrir Ingi Ingason. „Ég er ekki sammála því, mér finnst við eiga halda grasvelli hérna eins lengi og mögulegt er meðan það er fundin lausn á því að vera með þessa hybrid-velli. Þá er það engin spurning fyrir mitt leyti. Auðvitað þarf að huga að fleiru, kostnaður og ýmislegt. En meðan það er hægt að spila á grasi kýs ég það alla daga,“ segir Sverrir. Arnór Ingvi Traustason var þá á sama máli og Guðlaugur Victor. Grasið sé ávallt tekið fram yfir gervigras hvað hann varðar. „Ég spila sjálfur [með félagsliði sínu Norrköping] á gervigrasi en myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras. Þetta gras sem er núna á Laugardalsvelli finnst mér frábært og Kiddi (Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri] er að vinna frábæra vinnu þarna sem og það fólk sem vinnur við völlinn. Ég myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras,“ segir Arnór Ingvi. Ummæli landsliðsmannana má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn