Milljarðar frá fólkinu í landinu Halla Þorvaldsdóttir skrifar 11. október 2023 12:30 Nýverið birti fjármálaráðuneytið frétt um að almenningur hefði styrkt almannaheillafélög um 6,6 milljarða króna á síðasta ári. Þetta eru afar áhugaverðar upplýsingar sem nú eru í fyrsta sinn aðgengilegar, í kjölfar lagabreytinga sem gerðar voru árið 2021. Með breytingunni er fólki umbunað með skattaafslætti fyrir að styrkja almannaheillafélög. Í henni felst viðurkenning Alþingis á gildi styrkja almennings fyrir samfélagið allt og upplýsingarnar sýna með óyggjandi hætti trú almennings á gott starf almannaheillafélaga. Til að einstaklingar fái skattaafslátt vegna styrkja sinna þurfa félögin sem njóta styrkjanna að vera skráð í almannaheillaskrá Skattsins en í henni geta aðeins verið félög sem eru óhagnaðardrifin og hafa samfélagsleg markmið að leiðarljósi. Skilgreiningin er breið og nær yfir flest sjúklingasamtök, mannúðar- og líknarstarfsemi, björgunarsveitir og rannsóknasjóði, svo eitthvað sé nefnt. Almannaheillafélög senda Skattinum árlega upplýsingar um framlög fólks. Út frá þeim fæst góð vísbending um heildarframlag almennings til félaganna. Fjármálaráðuneytinu reiknast til að á síðasta ári hafi styrkir almennings numið 6,6 milljörðum króna. Við höfum lengi vitað að almenningur fjármagnar með styrkjum sínum mikilvæga starfsemi í landinu en með þessum nýju fréttum er ljóst hversu magnaður þessi stuðningur er. Mögulega hugsa margir eins og eldri karlmaður sem stendur mér nærri: „Maður er svo þakklátur fyrir að geta stutt þessi samtök og félög, frekar en að þurfa að nýta þjónustu þeirra.“ Þær raddir heyrast stundum að betur færi á að hið opinbera sinnti því starfi sem almannaheillafélögin standa fyrir og stundum á það við. Hitt er annað mál að með styrkjum til félaganna hefur fólk tækifæri til styrkja þann málstað sem stendur hjarta þess næst. Það tækifæri nýtir fólk sér og er þakklátt fyrir. Samkvæmt frétt fjármálaráðuneytisins fengu 96.000 einstaklingar skattaafslátt vegna styrkja á síðasta ári, sem jafngildir um þriðjungi allra íbúa landsins, 18 ára og eldri. Þegar betur er að gáð er þetta einungis brot af styrkjum landsmanna, því skattaafsláttur fæst bara vegna beinna fjárframlaga. Inni í 6,6 milljörðunum eru því engar Bleikar slaufur, engir Álfar, engir Neyðarkallar, engin armbönd eða Mottumarssokkar, engir flugeldar, minningarkort eða happdrættismiðar, svo fátt eitt sé talið. Ég veit ekki frekar en aðrir hver heildarupphæð stuðnings almennings við félög sem vinna samfélaginu til heilla er, en get vel ímyndað mér að hún sé allavega tvöföld sú upphæð sem kom fram í frétt ráðuneytisins. Krabbameinsfélagið hefur notið stuðnings og styrkja almennings allt frá upphafi, eða í rúm 70 ár, og því ljóst að skuldbinding félagsins við fólkið í landinu er mikil. Félagið sinnir öllu starfi sínu án opinberra styrkja og almenningur á því hlutdeild í öllu starfi félagsins, hvort sem það snýr að forvörnum gegn krabbameinum, ókeypis ráðgjöf og stuðningi fagfólks, þjálfun sjálfboðaliða, rannsóknum, hagsmunagæslu, stuðningi við starf aðildarfélaga um allt land eða að koma á margs konar nýrri þjónustu. Styrkir rúmlega 20.000 Velunnara, mánaðarlegra styrktaraðila félagsins, auk annarra stuðningsaðila, m.a. í Bleiku slaufunni sem nú er í hámarki, mikil ráðdeild í rekstri og fyrirhyggjusemi gerir að verkum að félagið stendur vel fjárhagslega. Félagið hefur getað byggt upp varasjóð sem gerir því kleift að geta haldið starfsemi áfram þó brestur verði í fjáröflunum, til dæmis vegna þrenginga í samfélaginu, og félagið hefur líka burði til að leggja stórum verkefnum lið sem geta skipt sköpum fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Skemmst er að minnast þess að vorið 2021 bauð félagið heilbrigðisyfirvöldum að kosta að einum þriðja byggingu nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala, gegn því að strax yrði hafist handa. Önnur saga er að ríkið þáði ekki það liðsinni og staðreyndin er því miður sú að nú, rúmum tveimur árum seinna, fréttist ekkert af ákvörðunum um hvar þjóðarsjúkrahúsið ætlar að þjónusta sívaxandi fjölda fólks sem tekst á við eitt stærsta verkefni lífs síns í krabbameinsmeðferð. Þeir fjármunir sem félagið ætlaði í verkefnið eru hins vegar enn til og verða ávaxtaðir þar til bestu not finnast. Mér vitanlega hefur ekki verið reynt að leggja mat á heildargildi eða virði starfsemi almannaheillafélaga. Það er hins vegar verkefni sem væri vert að reyna að ná utan um og ég er sannfærð um að stærðargráðan kæmi á óvart. Starf félaganna er ótrúlega mikilvægt og fjölbreytt og er oftast unnið af þeim drifkrafti og dugnaði sem einkennir fólk sem vinnur af mikilli hugsjón fyrir mikilvægan málstað. Félögin gegna stóru hlutverki í að færa dýrmæta reynslu og þekkingu frá systurfélögum erlendis til landsins og hafa oftast mikinn sveigjanleika í starfi sínu. Ég leyfi mér að fullyrða að árangur af starfi þeirra sé gríðarlegur. Um leið og félögin njóta stuðnings og styrkja er ábyrgð þeirra mikil. Að starfa alfarið fyrir söfnunarfé setur miklar kröfur á félögin sem njóta styrkjanna, hvort sem það lýtur að því að sinna góðu starfi eða upplýsingagjöf, bæði um starfið sjálft, árangurinn og meðferð fjár. Einn af hverjum þremur Íslendingum getur búist við því að fá krabbamein á lífsleiðinni og hinir eru flestir í stöðu aðstandenda, sumir oft. Málstaðurinn stendur okkur öllum nærri og við viljum hafa áhrif til góðs, okkur öllum til heilla. Við hjá Krabbameinsfélaginu erum eilíflega þakklátt þeim mikla stuðningi sem félagið nýtur. Ef hugurinn hefur ekki þegar ratað þangað hvet ég þig til að hlusta á Rúnar heitinn Júlíusson þar sem hann syngur Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Þetta er nefnilega ekki svo flókið. Saman erum við sterkari. Samstaða og stuðningur okkar getur flutt fjöll og breytt öllu fyrir þau sem á þurfa að halda, m.a. þau sem glíma við krabbamein. Krabbameinsfélagið þakkar ómetanlegan stuðning undanfarin 70 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið birti fjármálaráðuneytið frétt um að almenningur hefði styrkt almannaheillafélög um 6,6 milljarða króna á síðasta ári. Þetta eru afar áhugaverðar upplýsingar sem nú eru í fyrsta sinn aðgengilegar, í kjölfar lagabreytinga sem gerðar voru árið 2021. Með breytingunni er fólki umbunað með skattaafslætti fyrir að styrkja almannaheillafélög. Í henni felst viðurkenning Alþingis á gildi styrkja almennings fyrir samfélagið allt og upplýsingarnar sýna með óyggjandi hætti trú almennings á gott starf almannaheillafélaga. Til að einstaklingar fái skattaafslátt vegna styrkja sinna þurfa félögin sem njóta styrkjanna að vera skráð í almannaheillaskrá Skattsins en í henni geta aðeins verið félög sem eru óhagnaðardrifin og hafa samfélagsleg markmið að leiðarljósi. Skilgreiningin er breið og nær yfir flest sjúklingasamtök, mannúðar- og líknarstarfsemi, björgunarsveitir og rannsóknasjóði, svo eitthvað sé nefnt. Almannaheillafélög senda Skattinum árlega upplýsingar um framlög fólks. Út frá þeim fæst góð vísbending um heildarframlag almennings til félaganna. Fjármálaráðuneytinu reiknast til að á síðasta ári hafi styrkir almennings numið 6,6 milljörðum króna. Við höfum lengi vitað að almenningur fjármagnar með styrkjum sínum mikilvæga starfsemi í landinu en með þessum nýju fréttum er ljóst hversu magnaður þessi stuðningur er. Mögulega hugsa margir eins og eldri karlmaður sem stendur mér nærri: „Maður er svo þakklátur fyrir að geta stutt þessi samtök og félög, frekar en að þurfa að nýta þjónustu þeirra.“ Þær raddir heyrast stundum að betur færi á að hið opinbera sinnti því starfi sem almannaheillafélögin standa fyrir og stundum á það við. Hitt er annað mál að með styrkjum til félaganna hefur fólk tækifæri til styrkja þann málstað sem stendur hjarta þess næst. Það tækifæri nýtir fólk sér og er þakklátt fyrir. Samkvæmt frétt fjármálaráðuneytisins fengu 96.000 einstaklingar skattaafslátt vegna styrkja á síðasta ári, sem jafngildir um þriðjungi allra íbúa landsins, 18 ára og eldri. Þegar betur er að gáð er þetta einungis brot af styrkjum landsmanna, því skattaafsláttur fæst bara vegna beinna fjárframlaga. Inni í 6,6 milljörðunum eru því engar Bleikar slaufur, engir Álfar, engir Neyðarkallar, engin armbönd eða Mottumarssokkar, engir flugeldar, minningarkort eða happdrættismiðar, svo fátt eitt sé talið. Ég veit ekki frekar en aðrir hver heildarupphæð stuðnings almennings við félög sem vinna samfélaginu til heilla er, en get vel ímyndað mér að hún sé allavega tvöföld sú upphæð sem kom fram í frétt ráðuneytisins. Krabbameinsfélagið hefur notið stuðnings og styrkja almennings allt frá upphafi, eða í rúm 70 ár, og því ljóst að skuldbinding félagsins við fólkið í landinu er mikil. Félagið sinnir öllu starfi sínu án opinberra styrkja og almenningur á því hlutdeild í öllu starfi félagsins, hvort sem það snýr að forvörnum gegn krabbameinum, ókeypis ráðgjöf og stuðningi fagfólks, þjálfun sjálfboðaliða, rannsóknum, hagsmunagæslu, stuðningi við starf aðildarfélaga um allt land eða að koma á margs konar nýrri þjónustu. Styrkir rúmlega 20.000 Velunnara, mánaðarlegra styrktaraðila félagsins, auk annarra stuðningsaðila, m.a. í Bleiku slaufunni sem nú er í hámarki, mikil ráðdeild í rekstri og fyrirhyggjusemi gerir að verkum að félagið stendur vel fjárhagslega. Félagið hefur getað byggt upp varasjóð sem gerir því kleift að geta haldið starfsemi áfram þó brestur verði í fjáröflunum, til dæmis vegna þrenginga í samfélaginu, og félagið hefur líka burði til að leggja stórum verkefnum lið sem geta skipt sköpum fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Skemmst er að minnast þess að vorið 2021 bauð félagið heilbrigðisyfirvöldum að kosta að einum þriðja byggingu nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala, gegn því að strax yrði hafist handa. Önnur saga er að ríkið þáði ekki það liðsinni og staðreyndin er því miður sú að nú, rúmum tveimur árum seinna, fréttist ekkert af ákvörðunum um hvar þjóðarsjúkrahúsið ætlar að þjónusta sívaxandi fjölda fólks sem tekst á við eitt stærsta verkefni lífs síns í krabbameinsmeðferð. Þeir fjármunir sem félagið ætlaði í verkefnið eru hins vegar enn til og verða ávaxtaðir þar til bestu not finnast. Mér vitanlega hefur ekki verið reynt að leggja mat á heildargildi eða virði starfsemi almannaheillafélaga. Það er hins vegar verkefni sem væri vert að reyna að ná utan um og ég er sannfærð um að stærðargráðan kæmi á óvart. Starf félaganna er ótrúlega mikilvægt og fjölbreytt og er oftast unnið af þeim drifkrafti og dugnaði sem einkennir fólk sem vinnur af mikilli hugsjón fyrir mikilvægan málstað. Félögin gegna stóru hlutverki í að færa dýrmæta reynslu og þekkingu frá systurfélögum erlendis til landsins og hafa oftast mikinn sveigjanleika í starfi sínu. Ég leyfi mér að fullyrða að árangur af starfi þeirra sé gríðarlegur. Um leið og félögin njóta stuðnings og styrkja er ábyrgð þeirra mikil. Að starfa alfarið fyrir söfnunarfé setur miklar kröfur á félögin sem njóta styrkjanna, hvort sem það lýtur að því að sinna góðu starfi eða upplýsingagjöf, bæði um starfið sjálft, árangurinn og meðferð fjár. Einn af hverjum þremur Íslendingum getur búist við því að fá krabbamein á lífsleiðinni og hinir eru flestir í stöðu aðstandenda, sumir oft. Málstaðurinn stendur okkur öllum nærri og við viljum hafa áhrif til góðs, okkur öllum til heilla. Við hjá Krabbameinsfélaginu erum eilíflega þakklátt þeim mikla stuðningi sem félagið nýtur. Ef hugurinn hefur ekki þegar ratað þangað hvet ég þig til að hlusta á Rúnar heitinn Júlíusson þar sem hann syngur Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Þetta er nefnilega ekki svo flókið. Saman erum við sterkari. Samstaða og stuðningur okkar getur flutt fjöll og breytt öllu fyrir þau sem á þurfa að halda, m.a. þau sem glíma við krabbamein. Krabbameinsfélagið þakkar ómetanlegan stuðning undanfarin 70 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun