Er einhver á þínum vinnustað að takast á við krabbamein eða afleiðingar þess? Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar 12. október 2023 08:31 Á hverju ári greinast að meðaltali um 924 einstaklingar á vinnualdri með krabbamein. Meinið sjálft og meðferð vegna þess getur haft mikil og víðtæk áhrif á líf hvers og eins, þar á meðal hvað varðar atvinnuþátttöku. Áhrifin eru þó misjöfn hjá hverjum einstaklingi fyrir sig og ráðast af ýmsum þáttum t.d. tegund krabbameins, á hvaða stigi meinið er, aldri, kyni, heilsufari fyrir greiningu og hve löng og umfangsmikil krabbameinsmeðferðin er, auk félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna hvers og eins. Margir eru alfarið frá vinnu meðan á meðferð stendur en sumir geta unnið hlutastarf, fer það meðal annars eftir eðli starfsins og líðan hvers og eins. Þegar hversdagslíf gjörbreytist og snýst að stærstu leyti um sjúkdóminn og meðferðina getur vinnustaðurinn haft veigamiklu hlutverki að gegna. Hann getur verið eins konar akkeri þegar manneskjan upplifir að mörgu öðru leyti óöryggi, því í vinnunni er allt í föstum skorðum og gengur sinn vanagang. Vinnan er í mörgum tilvikum stór hluti af sjálfsmynd fólks, auk þess sem samskipti við samstarfsfólk geta verið félagslega mjög þýðingarmikil. Í veikindum skiptir því oftast máli að sambandi sé haldið milli starfsmanns og vinnustaðarins. Það á til dæmis við um að helstu fregnum um hvað sé að gerast á vinnustaðnum sé miðlað og að viðkomandi sé boðið á þá viðburði sem til standa. Sá sem er í veikindaleyfi getur alltaf afþakkað, en finnur að gert er ráð fyrir honum. Á móti er gott að samstarfsfólk sé að einhverju leyti upplýst um hvernig staðan er hjá þeim sem er veikur Oft er gott að einhver ákveðinn aðli á vinnustaðnum séu tengiliður við viðkomandi á vinnustaðnum. Gott samband á milli vinnustaðar og þess sem er í veikindaleyfi er líklegt til að auðvelda endurkomu til starfs að meðferð lokinni, auk þess sem líklegra er að samstarfsfólk hafi skilning á aðstæðum, t.d. fjarveru eða breytingum á vinnutilhögun. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina gera að verkum að mjög fjölgar í hópi þeirra sem lifa af og lifa lengi eftir að hafa fengið krabbamein. Í árslok 2022 voru 17.493 á lífi hér á landi sem höfðu fengið krabbamein og því er spáð að árið 2035 verði þeir 26.000. Eftir því sem hópurinn stækkar fær hann meiri athygli og það sem hann þarf að takast á við. Vinnustaðir gegna mjög stóru hlutverki gagnvart þessum hópi sem er á vinnualdri. Stuðningur og velvild samstarfsfélaga getur haft verulega mikið að segja bæði við greiningu krabbameins, meðan á meðferð stendur og þegar komið er aftur til vinnu. Meðal þess sem hægt er að ráðleggja samstarfsfélögum er að vera tilbúin að hlusta, leitast við að skilja og sýna áhuga, þó án hnýsni. Einnig að sýna sveigjanleika og vera tilbúin/-n að breyta skipulagi til að koma til móts við breyttar aðstæður vinnufélaga. Auk þess er gott að hafa í huga að mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð og er þá oft betra ef beint er spurt hvort og hvernig hægt að sé að leggja lið. Mikilvægt er að samstarfsfólk geri sér grein fyrir að þó að meðferð við krabbameini sé lokið þá glíma margir við fylgikvilla sem ýmist eiga rót sína að rekja til meðferðarinnar eða krabbameinsins sjálfs. Þó að oftast dragi úr aukaverkunum eftir því sem líður frá meðferðarlokum er það ekki alltaf raunin. Stundum eru aukaverkanir enn til staðar löngu síðar og aðrar gera jafnvel ekki vart við sig fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel árum síðar. Þá er talað um langvinnar og síðbúnar aukaverkanir Slíkar langtíma aukaverkanir geta verið af ýmsu tagi og haft mikil áhrif á líf og lífsgæði einstaklingsins og í sumum tilfellum haft áhrif á getu til að sinna vinnu. Skortur á úthaldi og einbeitingu er meðal þess sem margir glíma við löngu eftir meðferðarlok og jafnvel til frambúðar. Einnig eiga sumir erfitt með að ná aftur jafnvægi í tilverunni og sitja uppi með flóknar tilfinningar auk þess sem afstaða þeirra til ýmissa hluta gæti hafa breyst. Að eiga afturkvæmt á vinnumarkaðinn getur skipt sköpum fyrir fólk, líka fyrir þá sem búa við skerta starfsgetu eftir krabbameinsmeðferð. Full ástæða er til að hvetja vinnustaði til að aðlaga störf að breyttri starfsgetu fólks, það getur haft afgerandi áhrif á líðan og afkomu fólks. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins, er í ár lögð áhersla á samstöðu og minnt á að krabbamein snerta hvert og eitt okkar á einhvern hátt einhvern tíma á lífsleiðinni og það á að sjálfsögðu meðal annars við um vinnustaði. Krabbameinsfélagið býður vinnuveitendum og samstarfsmönnum upp á ókeypis fræðsluerindi og ráðgjöf um hvernig hægt er að styðja við starfsmann við greiningu krabbameins, í meðferð, að meðferð lokinni og þegar snúið er aftur til vinnu. Hægt er að hafa samband í síma 800 4040 eða senda fyrirspurn á radgjof@krabb.is. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Tengdar fréttir Bleikasta partý ársins í Höfuðstöðinni Eitt bleikasta partý ársins fór fram í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal þar sem útgáfa Bleiku slaufunnar var fagnað. Hönnuðir slaufunnar í ár eru gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir. 11. október 2023 07:00 Heiðrar minningu móður sinnar með sköpunargleði og húmor „Mamma er almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér,“ segir leikstjórinn og kvikmyndagerðakonan Birna Ketilsdóttir Schram. Hún er leikstjóri Bleiku slaufunnar í ár og er málefnið er henni afar kært en Birna missti móður sína, Örnu Schram, úr krabbameini í fyrra. 3. október 2023 07:01 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Á hverju ári greinast að meðaltali um 924 einstaklingar á vinnualdri með krabbamein. Meinið sjálft og meðferð vegna þess getur haft mikil og víðtæk áhrif á líf hvers og eins, þar á meðal hvað varðar atvinnuþátttöku. Áhrifin eru þó misjöfn hjá hverjum einstaklingi fyrir sig og ráðast af ýmsum þáttum t.d. tegund krabbameins, á hvaða stigi meinið er, aldri, kyni, heilsufari fyrir greiningu og hve löng og umfangsmikil krabbameinsmeðferðin er, auk félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna hvers og eins. Margir eru alfarið frá vinnu meðan á meðferð stendur en sumir geta unnið hlutastarf, fer það meðal annars eftir eðli starfsins og líðan hvers og eins. Þegar hversdagslíf gjörbreytist og snýst að stærstu leyti um sjúkdóminn og meðferðina getur vinnustaðurinn haft veigamiklu hlutverki að gegna. Hann getur verið eins konar akkeri þegar manneskjan upplifir að mörgu öðru leyti óöryggi, því í vinnunni er allt í föstum skorðum og gengur sinn vanagang. Vinnan er í mörgum tilvikum stór hluti af sjálfsmynd fólks, auk þess sem samskipti við samstarfsfólk geta verið félagslega mjög þýðingarmikil. Í veikindum skiptir því oftast máli að sambandi sé haldið milli starfsmanns og vinnustaðarins. Það á til dæmis við um að helstu fregnum um hvað sé að gerast á vinnustaðnum sé miðlað og að viðkomandi sé boðið á þá viðburði sem til standa. Sá sem er í veikindaleyfi getur alltaf afþakkað, en finnur að gert er ráð fyrir honum. Á móti er gott að samstarfsfólk sé að einhverju leyti upplýst um hvernig staðan er hjá þeim sem er veikur Oft er gott að einhver ákveðinn aðli á vinnustaðnum séu tengiliður við viðkomandi á vinnustaðnum. Gott samband á milli vinnustaðar og þess sem er í veikindaleyfi er líklegt til að auðvelda endurkomu til starfs að meðferð lokinni, auk þess sem líklegra er að samstarfsfólk hafi skilning á aðstæðum, t.d. fjarveru eða breytingum á vinnutilhögun. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina gera að verkum að mjög fjölgar í hópi þeirra sem lifa af og lifa lengi eftir að hafa fengið krabbamein. Í árslok 2022 voru 17.493 á lífi hér á landi sem höfðu fengið krabbamein og því er spáð að árið 2035 verði þeir 26.000. Eftir því sem hópurinn stækkar fær hann meiri athygli og það sem hann þarf að takast á við. Vinnustaðir gegna mjög stóru hlutverki gagnvart þessum hópi sem er á vinnualdri. Stuðningur og velvild samstarfsfélaga getur haft verulega mikið að segja bæði við greiningu krabbameins, meðan á meðferð stendur og þegar komið er aftur til vinnu. Meðal þess sem hægt er að ráðleggja samstarfsfélögum er að vera tilbúin að hlusta, leitast við að skilja og sýna áhuga, þó án hnýsni. Einnig að sýna sveigjanleika og vera tilbúin/-n að breyta skipulagi til að koma til móts við breyttar aðstæður vinnufélaga. Auk þess er gott að hafa í huga að mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð og er þá oft betra ef beint er spurt hvort og hvernig hægt að sé að leggja lið. Mikilvægt er að samstarfsfólk geri sér grein fyrir að þó að meðferð við krabbameini sé lokið þá glíma margir við fylgikvilla sem ýmist eiga rót sína að rekja til meðferðarinnar eða krabbameinsins sjálfs. Þó að oftast dragi úr aukaverkunum eftir því sem líður frá meðferðarlokum er það ekki alltaf raunin. Stundum eru aukaverkanir enn til staðar löngu síðar og aðrar gera jafnvel ekki vart við sig fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel árum síðar. Þá er talað um langvinnar og síðbúnar aukaverkanir Slíkar langtíma aukaverkanir geta verið af ýmsu tagi og haft mikil áhrif á líf og lífsgæði einstaklingsins og í sumum tilfellum haft áhrif á getu til að sinna vinnu. Skortur á úthaldi og einbeitingu er meðal þess sem margir glíma við löngu eftir meðferðarlok og jafnvel til frambúðar. Einnig eiga sumir erfitt með að ná aftur jafnvægi í tilverunni og sitja uppi með flóknar tilfinningar auk þess sem afstaða þeirra til ýmissa hluta gæti hafa breyst. Að eiga afturkvæmt á vinnumarkaðinn getur skipt sköpum fyrir fólk, líka fyrir þá sem búa við skerta starfsgetu eftir krabbameinsmeðferð. Full ástæða er til að hvetja vinnustaði til að aðlaga störf að breyttri starfsgetu fólks, það getur haft afgerandi áhrif á líðan og afkomu fólks. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins, er í ár lögð áhersla á samstöðu og minnt á að krabbamein snerta hvert og eitt okkar á einhvern hátt einhvern tíma á lífsleiðinni og það á að sjálfsögðu meðal annars við um vinnustaði. Krabbameinsfélagið býður vinnuveitendum og samstarfsmönnum upp á ókeypis fræðsluerindi og ráðgjöf um hvernig hægt er að styðja við starfsmann við greiningu krabbameins, í meðferð, að meðferð lokinni og þegar snúið er aftur til vinnu. Hægt er að hafa samband í síma 800 4040 eða senda fyrirspurn á radgjof@krabb.is. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Bleikasta partý ársins í Höfuðstöðinni Eitt bleikasta partý ársins fór fram í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal þar sem útgáfa Bleiku slaufunnar var fagnað. Hönnuðir slaufunnar í ár eru gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir. 11. október 2023 07:00
Heiðrar minningu móður sinnar með sköpunargleði og húmor „Mamma er almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér,“ segir leikstjórinn og kvikmyndagerðakonan Birna Ketilsdóttir Schram. Hún er leikstjóri Bleiku slaufunnar í ár og er málefnið er henni afar kært en Birna missti móður sína, Örnu Schram, úr krabbameini í fyrra. 3. október 2023 07:01
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun