Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 07:26 Sigríður segir algjöra málefnaþurrð hjá VG. Vísir/Arnar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Ummælin lét hún falla í Dagmálum á mbl.is en hún segir ríkisstjórnarsamstarfið síðustu sjö ár hafa gengið út á að „íþyngja ekki VG of mikið“. Það virðist vera „ný skilgreining“ hjá Vinstri grænum að menn geti axlað ábyrgð með því að skipta um embætti og þá hljóti forsætisráðuneytið að koma til greina. Sigríður var mætt í Dagmál ásamt Birni Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, til að ræða um afsögn Bjarna, nú fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Aðspurð sagðist Sigríður ekki telja að álitið hefði verið tilefni til afsagnar en bæði hún og Björn Ingi voru bæði á því að mögulega hefði afsögnin verið forvirk aðgerð vegna líklegrar vantrauststillögu. Varðandi þrýsting frá VG sagðist Sigríður þekkja ágætlega til ríkisstjórnarsamstarfsins og kom inn á það hvernig hún sjálf hefði neyðst til að segja af sér í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadóms Evrópu í Landsréttarmálinu. „Það eru sumir sem eru í stjórnmálum sem fara í fósturstellinguna við minnstu ágjöf,“ sagði Sigríður. „Menn þola voða lítið. Og þegar það kemur svona... Ég þekki það; þegar það kom þarna frá einhverri stofnun í Brussel sko, sem í situr eitthvað lið frá einhverjum löndum sem við höfum ekki einu sinni haft áhuga á að bera okkur saman við, eitthvað álit sem stangaðist á við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, stangaðist á við Hæstarétt Íslands, þá bara verður uppi þessi geðshræring. Og ég held að Bjarni hafi mögulega bara lent í því sama og ég; hann fékk fimm daga, ég fékk nú reyndar bara þrjá klukkutíma, menn linntu ekki látum í geðshræringunni í því máli, en Bjarni fékk þó fimm daga og ég held að þessir fimm dagar hafi verið notaðir til að gera liðskönnun, mér þykir það ekki ótrúlegt að minnsta kosti, og menn hafi bara ekki getað hugsað sér að standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um, hvort sem menn hafi ætlað að styðja vantraust eða ekki, að menn hafi ekki viljað lenda í því að þurfa að taka afstöðu til vantrauststillögu sem hefði mjög líklega komið fram á þingi.“ Sigríður segir að augljóslega hafi þungu fargi verið létt af VG. Bjarni ætti hins vegar að gera kröfu um forsætisráðuneytið í framhaldinu. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur núna í sjö ár gengið út á að íþyngja ekki VG of mikið en hins vegar er nýja skilgreiningin á því að „axla ábyrgð“ hjá VG, hún er bara sú að menn geti bara sagt af sér og farið bara í annað embætti. Og það er ágætt til þess að vita; þar kæmi forsætisráðuneytið vel til greina fyrir Bjarna. Og ég held að það ætti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að gera kröfu um í það minnsta, að hann taki við forsætisráðherraembættinu. Spurð að því hvort það sé ekki „absúrd“ hugmynd benti Sigríður á að VG væri mjög umhugað um að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram og raunar stjórnarandstöðunni líka. Björn Ingi sagðist ekki telja að ríkisstjórnarsamstarfið myndi lifa veturinn; það væru mörg erfið mál framundan og að umræðan snérist alltof mikið um samstarfið í stað þess að snúast um þau mál sem fyrir lægju. Það væri ekki stjórnarandstaðan sem væri að þvælast fyrir ríkisstjórninni, heldur hún sjálf. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Ummælin lét hún falla í Dagmálum á mbl.is en hún segir ríkisstjórnarsamstarfið síðustu sjö ár hafa gengið út á að „íþyngja ekki VG of mikið“. Það virðist vera „ný skilgreining“ hjá Vinstri grænum að menn geti axlað ábyrgð með því að skipta um embætti og þá hljóti forsætisráðuneytið að koma til greina. Sigríður var mætt í Dagmál ásamt Birni Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, til að ræða um afsögn Bjarna, nú fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Aðspurð sagðist Sigríður ekki telja að álitið hefði verið tilefni til afsagnar en bæði hún og Björn Ingi voru bæði á því að mögulega hefði afsögnin verið forvirk aðgerð vegna líklegrar vantrauststillögu. Varðandi þrýsting frá VG sagðist Sigríður þekkja ágætlega til ríkisstjórnarsamstarfsins og kom inn á það hvernig hún sjálf hefði neyðst til að segja af sér í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadóms Evrópu í Landsréttarmálinu. „Það eru sumir sem eru í stjórnmálum sem fara í fósturstellinguna við minnstu ágjöf,“ sagði Sigríður. „Menn þola voða lítið. Og þegar það kemur svona... Ég þekki það; þegar það kom þarna frá einhverri stofnun í Brussel sko, sem í situr eitthvað lið frá einhverjum löndum sem við höfum ekki einu sinni haft áhuga á að bera okkur saman við, eitthvað álit sem stangaðist á við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, stangaðist á við Hæstarétt Íslands, þá bara verður uppi þessi geðshræring. Og ég held að Bjarni hafi mögulega bara lent í því sama og ég; hann fékk fimm daga, ég fékk nú reyndar bara þrjá klukkutíma, menn linntu ekki látum í geðshræringunni í því máli, en Bjarni fékk þó fimm daga og ég held að þessir fimm dagar hafi verið notaðir til að gera liðskönnun, mér þykir það ekki ótrúlegt að minnsta kosti, og menn hafi bara ekki getað hugsað sér að standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um, hvort sem menn hafi ætlað að styðja vantraust eða ekki, að menn hafi ekki viljað lenda í því að þurfa að taka afstöðu til vantrauststillögu sem hefði mjög líklega komið fram á þingi.“ Sigríður segir að augljóslega hafi þungu fargi verið létt af VG. Bjarni ætti hins vegar að gera kröfu um forsætisráðuneytið í framhaldinu. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur núna í sjö ár gengið út á að íþyngja ekki VG of mikið en hins vegar er nýja skilgreiningin á því að „axla ábyrgð“ hjá VG, hún er bara sú að menn geti bara sagt af sér og farið bara í annað embætti. Og það er ágætt til þess að vita; þar kæmi forsætisráðuneytið vel til greina fyrir Bjarna. Og ég held að það ætti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að gera kröfu um í það minnsta, að hann taki við forsætisráðherraembættinu. Spurð að því hvort það sé ekki „absúrd“ hugmynd benti Sigríður á að VG væri mjög umhugað um að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram og raunar stjórnarandstöðunni líka. Björn Ingi sagðist ekki telja að ríkisstjórnarsamstarfið myndi lifa veturinn; það væru mörg erfið mál framundan og að umræðan snérist alltof mikið um samstarfið í stað þess að snúast um þau mál sem fyrir lægju. Það væri ekki stjórnarandstaðan sem væri að þvælast fyrir ríkisstjórninni, heldur hún sjálf.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira