„Ekki koma heim!“ – köld kveðja frá verðtryggðu leikhúsi fáránleikans Sveinn Waage skrifar 12. október 2023 09:31 Stundum afhjúpast ískaldur raunveruleikinn á óvæntum stöðum. Að vísu afhjúpast ótrúlegustu hlutir á þessum sama vettvangi eins og við þekkjum. En svo gerast þar hlutir sem segja okkur meira en annað. Afhjúpa ástand og afstöðu. Á einni af vinsælum grúbbum á Facebook þar sem fólk leitar ráða og deilir upplýsingum um ákveðin mál s.s. fjármál, spurði ungt par með börn um ráð varðandi húsnæði og fl. fyrir heimkomu til Íslands frá öðru landi í Evrópu. Ekki skorti svörin en það er í raun hægt að súmmera þau í þrjú orð; „EKKI KOMA HEIM!“ Hér eru ekki stjórnmálamenn eða aðrir hliðverðir hagsmuna að tjá sig og gefa ráð, heldur venjulegt fólk. Þessi frægi almenningur. Þjóðin jafnvel. „Ekki koma heim“ eru ráðin sem fjölmargir Íslendingar er þarna gefa löndum sínum!?! Tökum smá tíma og látum það síast inn. Og jú, þarna er verið að vísa í hversu vonlaust er fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði í dag. Einfaldlega vonlaust án þess að vera með sterka fjárhagsstöðu. Sem jú fæstir búa yfir sem ekki hafa baklandið breiða með sér. Þegar kemur að fjármögnun húsnæðis erum einfaldlega stödd í leikhúsi fáránleikans. Tveir galnir kostir. Að því gefnu að þú standist greiðslumat, sem nánast ekkert ungt fólk gerir, þá getur þú tekið óverðtryggt lán í íslenskum krónum og borgað galnar afborganir sem hækka og lækka eftir ákvörðunum Tene-tásu-teljandi seðlabanka, eða verðtryggð lán í sömu krónum sem ættu samkvæmt öllu velsæmi að vera ólögleg. Þar er eina leiðin til að lenda ekki í algerum ógöngum að eignin þín hækki hraðar en lánið. Segðu útlendingum þetta og þeir horfa á þig með sama svip og þegar við segjum þeim að í 56 ár máttum við kaupa Vodka en ekki bjór. Blanda af forundran og vantrú. Nú munum við fá nýjan fjármálaráðherra og eins og allir vita sem fylgst hafa með efnahagsmálum í meira en korter, þá mun það ekki breyta neinu. Krónu-Ásgeir mun áfram hringsnúast í svörtu loftum enda ringlaður að halda utan um hopp-skoppandi ónýta ör-mynt sem er minni en Disney-dollarinn og fyrirtæki vilja ekki nota. Auðvitað ekki. Mikið væri óskandi að ónýt króna væri jafn sexí hjá réttsýnum mótmælendum og norskur eldislax. Mikið væri óskandi að okkur sem þjóð hryllti nóg við þessu ömurlegu heilráðum Íslendinga til samlanda sinna erlendis, til að gera eitthvað í því. Að við gerðum eitthvað annað en að segja við unga fólkið í útlöndum; „EKKI KOMA HEIM!“ Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum afhjúpast ískaldur raunveruleikinn á óvæntum stöðum. Að vísu afhjúpast ótrúlegustu hlutir á þessum sama vettvangi eins og við þekkjum. En svo gerast þar hlutir sem segja okkur meira en annað. Afhjúpa ástand og afstöðu. Á einni af vinsælum grúbbum á Facebook þar sem fólk leitar ráða og deilir upplýsingum um ákveðin mál s.s. fjármál, spurði ungt par með börn um ráð varðandi húsnæði og fl. fyrir heimkomu til Íslands frá öðru landi í Evrópu. Ekki skorti svörin en það er í raun hægt að súmmera þau í þrjú orð; „EKKI KOMA HEIM!“ Hér eru ekki stjórnmálamenn eða aðrir hliðverðir hagsmuna að tjá sig og gefa ráð, heldur venjulegt fólk. Þessi frægi almenningur. Þjóðin jafnvel. „Ekki koma heim“ eru ráðin sem fjölmargir Íslendingar er þarna gefa löndum sínum!?! Tökum smá tíma og látum það síast inn. Og jú, þarna er verið að vísa í hversu vonlaust er fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði í dag. Einfaldlega vonlaust án þess að vera með sterka fjárhagsstöðu. Sem jú fæstir búa yfir sem ekki hafa baklandið breiða með sér. Þegar kemur að fjármögnun húsnæðis erum einfaldlega stödd í leikhúsi fáránleikans. Tveir galnir kostir. Að því gefnu að þú standist greiðslumat, sem nánast ekkert ungt fólk gerir, þá getur þú tekið óverðtryggt lán í íslenskum krónum og borgað galnar afborganir sem hækka og lækka eftir ákvörðunum Tene-tásu-teljandi seðlabanka, eða verðtryggð lán í sömu krónum sem ættu samkvæmt öllu velsæmi að vera ólögleg. Þar er eina leiðin til að lenda ekki í algerum ógöngum að eignin þín hækki hraðar en lánið. Segðu útlendingum þetta og þeir horfa á þig með sama svip og þegar við segjum þeim að í 56 ár máttum við kaupa Vodka en ekki bjór. Blanda af forundran og vantrú. Nú munum við fá nýjan fjármálaráðherra og eins og allir vita sem fylgst hafa með efnahagsmálum í meira en korter, þá mun það ekki breyta neinu. Krónu-Ásgeir mun áfram hringsnúast í svörtu loftum enda ringlaður að halda utan um hopp-skoppandi ónýta ör-mynt sem er minni en Disney-dollarinn og fyrirtæki vilja ekki nota. Auðvitað ekki. Mikið væri óskandi að ónýt króna væri jafn sexí hjá réttsýnum mótmælendum og norskur eldislax. Mikið væri óskandi að okkur sem þjóð hryllti nóg við þessu ömurlegu heilráðum Íslendinga til samlanda sinna erlendis, til að gera eitthvað í því. Að við gerðum eitthvað annað en að segja við unga fólkið í útlöndum; „EKKI KOMA HEIM!“ Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun