Viðhalda og undirbúa kynferðisofbeldi með ýmsum leiðum Jón Þór Stefánsson skrifar 12. október 2023 10:29 Drífa Snædal er formaður Stígamóta, sem vann skýrsluna. Vísir/Ragnar Íslenskir ofbeldismenn gera oft eitthvað til að undirbúa eða viðhalda kynferðisofbeldi sem þeir beita, en meirihluti þeirra eru tengdir brotaþolum sínum fjöslkylduböndum, eða vinir og kunningjar þeirra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrsla á vegum Stígamóta. Skýrslan er unnin upp úr tölfræðigögnum sem var safnað á árunum 2013 til 2021. Þar segir að langflestir ofbeldismanna séu íslenskir karlar og að yfir helmingur ofbeldismanna hafi verið á aldrinum 18 til 39 ára þegar þeir beittu ofbeldinu. Í skýrslunni er skoðað hvað ofbeldismenn hafi gert til að undirbúa eða viðhalda ofbeldi sínu. Þar segir að tæplega 43 prósent þeirra hafi unnið sér inn traust, tæp 32 prósent byggt upp tilfinningaleg tengsl, rúm tíu prósent gefið gjafir, og tæp níu prósent hafi veitt brotaþola aðgang að hlutum sem hann annars hafði ekki aðgang að. Þá segir að tæpur þriðjungur þeirra hafi ekki gert neitt sérstakt. Skýrsla Stígamóta er brotin upp með tilvísunum í brotaþola. „Hann baðst afsökunar á framkomu sinni en mundi samt ekkert.“ segir í einni slíkri vísun og í annari segir: „Hann gerði lítið úr þessu, þetta hafi verið kynlíf.“ Jafnframt kemur fram að lágt hlutfall brotaþola hafi rætt ofbeldið við ofbeldismenn sína. Þá segir að í helmingi tilfella þar sem það hafi verið gert þá hafi ofbeldismaðurinn brugðist við með því að kenna brotaþolanum um. Þar að auki segir að fáir ofbeldismannanna hafi verið kærðir og að enn færri hafi fengið dóm. Tengd skjöl Stigamot_Ofbeldismenn_2023PDF854KBSækja skjal Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrsla á vegum Stígamóta. Skýrslan er unnin upp úr tölfræðigögnum sem var safnað á árunum 2013 til 2021. Þar segir að langflestir ofbeldismanna séu íslenskir karlar og að yfir helmingur ofbeldismanna hafi verið á aldrinum 18 til 39 ára þegar þeir beittu ofbeldinu. Í skýrslunni er skoðað hvað ofbeldismenn hafi gert til að undirbúa eða viðhalda ofbeldi sínu. Þar segir að tæplega 43 prósent þeirra hafi unnið sér inn traust, tæp 32 prósent byggt upp tilfinningaleg tengsl, rúm tíu prósent gefið gjafir, og tæp níu prósent hafi veitt brotaþola aðgang að hlutum sem hann annars hafði ekki aðgang að. Þá segir að tæpur þriðjungur þeirra hafi ekki gert neitt sérstakt. Skýrsla Stígamóta er brotin upp með tilvísunum í brotaþola. „Hann baðst afsökunar á framkomu sinni en mundi samt ekkert.“ segir í einni slíkri vísun og í annari segir: „Hann gerði lítið úr þessu, þetta hafi verið kynlíf.“ Jafnframt kemur fram að lágt hlutfall brotaþola hafi rætt ofbeldið við ofbeldismenn sína. Þá segir að í helmingi tilfella þar sem það hafi verið gert þá hafi ofbeldismaðurinn brugðist við með því að kenna brotaþolanum um. Þar að auki segir að fáir ofbeldismannanna hafi verið kærðir og að enn færri hafi fengið dóm. Tengd skjöl Stigamot_Ofbeldismenn_2023PDF854KBSækja skjal
Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira