Alþjóðlegur dagur gigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar 12. október 2023 12:01 Í dag 12. október er Alþjóðlegur dagur gigtar sem notaður er til að vekja athygli á gigtarsjúkdómum og afleiðingum þeirra á einstaklingana sem greinast með þá og einnig áhrif þeirra á fjölskyldur þeirra sem eru með sjúkdóminn. Þegar einstaklingur fær alvarlegan sjúkdóm hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Einstaklingurinn sem er með sjúkdóminn getur ekki gert hlutina eins og áður og hefur það því áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Að minnsta kosti 1/5 Íslendinga fá gigt á lífsleiðinni. Þeir geta verið frá því að vera vægir þar sem fólk finnur fyrir verkjum af og til upp í alvarlega lífshættulegra fjölkerfa sjúkdóma. Fólk á öllum aldri fær gigt allt frá börnum til fullorðinna og verða margir óvinnufærir. Oft er mikil þrautaganga að fá greiningu og eru margir búnir að vera veikir jafnvel í áratugi áður en greining liggur fyrir. Þó sjúkdómurinn greinist oft á fullorðinsaldri eru margir búnir að vera með einkenni frá barnæsku. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á að greina gigtarsjúkdóma snemma meðan hægt er að koma í veg fyrir skemmdir og örorku og meðan hægt er að tryggja einstaklingum fulla virkni og lífsgæði. Þó einkenni gigtarsjúkdóma séu ekki alltaf sýnileg geta þeir haft mikil áhrif á líf þeirra sem verða fyrir þeim og leitt til þess að fólk getur ekki unnið og lifað sjálfstæðu lífi og lagt miklar byrðar á einstaklinginn og fjölskyldur þeirra. Gigt hefur mikil áhrif á lífsgæði fólks og henni fylgja auk verkja, mikil þreyta, slappleiki og veikara ónæmiskerfi sem getur valdið því að fólk verður oftar veikt, auk ýmissa annarra einkenna. Verkirnir geta valdið svefnvandamálum sem getur aukið enn á þreytuna. Þegar fólk gengur í gegnum slæm tímabil getur verið erfitt að gera einföldustu hluti og allir hlutir fara að taka lengri tíma en áður. Gigt er ósýnilegur sjúkdómur og því fá gigtarsjúklingar stundum lítinn skilning frá umhverfinu og aðstandendum þar sem ekki er hægt að sjá að fólk sé veikt. Það eiga margir erfitt með að skilja að þreyta sem fylgir gigtarsjúkdómum er ekki þess eðlis að fólk geti bara lagt sig og vaknað eftir smástund endurnært. Margir eiga líka erfitt með að skilja að það sem fólk getur gert á góðum degi er kannski ekki hægt næsta dag. Suma daga getur það eitt að fara á fætur verið nægt verkefni fyrir daginn. Mikilvægt er fyrir fólk með gigt að forgangsraða verkefnum og dreifa þeim yfir á dagana til að spara orkuna, sem gerir það þá að verkum að betur gengur að hafa stjórn á sjúkdómnum og einkennum þeirra. Fólk fer inn í daginn með ákveðið mikla orku og ef maður eyðir henni óskynsamlega þá á maður ekkert eftir í restina af deginum. Það skiptir miklu máli að klára orkuna ekki alveg með því að gera of mikið í einu því það getur haft í för með sér slæma daga í framhaldinu. Það er mikilvægt fyrir fólk með gigtarsjúkdóma að finna gott jafnvægi milli hvíldar og virkni. Gigtarfélaginu eru um það bil 4800 meðlimir. Gigtarfélagið stuðlar að fræðslu og hagsmunagæslu fyrir fólk með gigt og sjálfsónæmissjúkdóma. Flestir sem starfa fyrir félagið eru sjálfboðaliðar. Það starfrækir gigtarmiðstöð sem býður upp á sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hópleikfimi, stuðlar að fræðslu til dæmis í formi fyrirlestra, styður við gigtarrannsóknir o.fl. Á vegum félagsins starfa áhugahópar um nokkra gigtarsjúkdóma sem sinna meðal annars jafningjafræðslu. Fyrir fólk með gigt og þá sérstaklega þá sem eru með sjaldgæfa sjúkdóma skiptir miklu máli að hafa aðgang að upplýsingum og jafningjafræðslu þar sem margir þurfa hjálp við að takast á við lífið með gigtarsjúkdómi. Á næstu vikum mun Gigtarfélag Íslands flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í Brekkuhúsum 1 í Reykjavík og er það ósk okkar að við getum veitt félagsmönnum okkar á landinu öllu mun betri þjónustu með hjálp fullkomins fjarfundarbúnaðar auk þess sem öll aðkoma að félaginu verður betri og möguleikar til fræðslu og félagsstarf hvort heldur á staðnum eða í gegnum fjarfundarbúnað verður mun betri. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í dag 12. október er Alþjóðlegur dagur gigtar sem notaður er til að vekja athygli á gigtarsjúkdómum og afleiðingum þeirra á einstaklingana sem greinast með þá og einnig áhrif þeirra á fjölskyldur þeirra sem eru með sjúkdóminn. Þegar einstaklingur fær alvarlegan sjúkdóm hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Einstaklingurinn sem er með sjúkdóminn getur ekki gert hlutina eins og áður og hefur það því áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Að minnsta kosti 1/5 Íslendinga fá gigt á lífsleiðinni. Þeir geta verið frá því að vera vægir þar sem fólk finnur fyrir verkjum af og til upp í alvarlega lífshættulegra fjölkerfa sjúkdóma. Fólk á öllum aldri fær gigt allt frá börnum til fullorðinna og verða margir óvinnufærir. Oft er mikil þrautaganga að fá greiningu og eru margir búnir að vera veikir jafnvel í áratugi áður en greining liggur fyrir. Þó sjúkdómurinn greinist oft á fullorðinsaldri eru margir búnir að vera með einkenni frá barnæsku. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á að greina gigtarsjúkdóma snemma meðan hægt er að koma í veg fyrir skemmdir og örorku og meðan hægt er að tryggja einstaklingum fulla virkni og lífsgæði. Þó einkenni gigtarsjúkdóma séu ekki alltaf sýnileg geta þeir haft mikil áhrif á líf þeirra sem verða fyrir þeim og leitt til þess að fólk getur ekki unnið og lifað sjálfstæðu lífi og lagt miklar byrðar á einstaklinginn og fjölskyldur þeirra. Gigt hefur mikil áhrif á lífsgæði fólks og henni fylgja auk verkja, mikil þreyta, slappleiki og veikara ónæmiskerfi sem getur valdið því að fólk verður oftar veikt, auk ýmissa annarra einkenna. Verkirnir geta valdið svefnvandamálum sem getur aukið enn á þreytuna. Þegar fólk gengur í gegnum slæm tímabil getur verið erfitt að gera einföldustu hluti og allir hlutir fara að taka lengri tíma en áður. Gigt er ósýnilegur sjúkdómur og því fá gigtarsjúklingar stundum lítinn skilning frá umhverfinu og aðstandendum þar sem ekki er hægt að sjá að fólk sé veikt. Það eiga margir erfitt með að skilja að þreyta sem fylgir gigtarsjúkdómum er ekki þess eðlis að fólk geti bara lagt sig og vaknað eftir smástund endurnært. Margir eiga líka erfitt með að skilja að það sem fólk getur gert á góðum degi er kannski ekki hægt næsta dag. Suma daga getur það eitt að fara á fætur verið nægt verkefni fyrir daginn. Mikilvægt er fyrir fólk með gigt að forgangsraða verkefnum og dreifa þeim yfir á dagana til að spara orkuna, sem gerir það þá að verkum að betur gengur að hafa stjórn á sjúkdómnum og einkennum þeirra. Fólk fer inn í daginn með ákveðið mikla orku og ef maður eyðir henni óskynsamlega þá á maður ekkert eftir í restina af deginum. Það skiptir miklu máli að klára orkuna ekki alveg með því að gera of mikið í einu því það getur haft í för með sér slæma daga í framhaldinu. Það er mikilvægt fyrir fólk með gigtarsjúkdóma að finna gott jafnvægi milli hvíldar og virkni. Gigtarfélaginu eru um það bil 4800 meðlimir. Gigtarfélagið stuðlar að fræðslu og hagsmunagæslu fyrir fólk með gigt og sjálfsónæmissjúkdóma. Flestir sem starfa fyrir félagið eru sjálfboðaliðar. Það starfrækir gigtarmiðstöð sem býður upp á sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hópleikfimi, stuðlar að fræðslu til dæmis í formi fyrirlestra, styður við gigtarrannsóknir o.fl. Á vegum félagsins starfa áhugahópar um nokkra gigtarsjúkdóma sem sinna meðal annars jafningjafræðslu. Fyrir fólk með gigt og þá sérstaklega þá sem eru með sjaldgæfa sjúkdóma skiptir miklu máli að hafa aðgang að upplýsingum og jafningjafræðslu þar sem margir þurfa hjálp við að takast á við lífið með gigtarsjúkdómi. Á næstu vikum mun Gigtarfélag Íslands flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í Brekkuhúsum 1 í Reykjavík og er það ósk okkar að við getum veitt félagsmönnum okkar á landinu öllu mun betri þjónustu með hjálp fullkomins fjarfundarbúnaðar auk þess sem öll aðkoma að félaginu verður betri og möguleikar til fræðslu og félagsstarf hvort heldur á staðnum eða í gegnum fjarfundarbúnað verður mun betri. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun