Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 12:22 Ráðherrarnir funduðu í morgun og efndu til blaðamannafundar fyrir stundu. Þessi mynd er hins vegar frá því í mars á þessu ári. epa/Atef Safadi „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. Var Austin að ræða getu Bandaríkjamanna til að styðja Ísrael og Úkraínu á sama tíma. „Hamas lét til skarar skríða á sama tíma og alþjóðlegar áskoranir blasa við en Bandaríkin eru öflugasta ríki heims,“ sagði Austin. „Bandaríkin standa við bakið á Ísrael; það er óumsemjanlegt og verður aldrei.“ Austin sagði gott að vera kominn aftur til Ísrael, jafnvel þótt tilefnið væri hörmulegt. Ráðherrann sagðist hafa komið í eigin persónu til að undirstrika að það væri meitlað í stein að Bandaríkin myndu styðja Ísrael. Hann sagði algjöra samstöðu ríkja með þeim fjölskyldum sem lifðu nú vakandi í martröð og vissu ekki um örlög ástvina sína. Ísrael væri lítið land og það magnaði nánd þeirrar sorgar sem þjóðin upplifði. Austin sagði Bandaríkin myndu tryggja að Ísraelar hefðu allt það sem þeir þyrftu til að tryggja öryggi þjóðarinnar. Umheimurinn hefði orðið vitni að mikilli illsku þegar Hamas-samtökin gerðu árás á laugardag en Hamas talaði ekki fyrir Palestínumenn. „Þetta er ekki tími fyrir hlutleysi, fyrir að leggja hlutina falskt að jöfnu eða fyrir að réttlæta hið óréttlætanlega,“ sagði Austin. Hann ítrekaði hins vegar að það væri stríðsglæpur að beina spjótum sínum að almennum borgurum og sagði lýðræðið standa styrkari fótum þegar farið væri að lögum. Gallant sagði stuðning Bandaríkjamanna, ekki síst aukinn viðbúnað þeirra á svæðinu, senda skýr skilaboð. Hann sagði Hamas „ISIS Gasa“ og að samtökin væru á launaskrá Írana. „Morð, nauðganir, mannrán. Það er það sem við stöndum frammi fyrir í þessu stríði,“ sagði hann. Hann sagði um að ræða stríð á hendur Ísrael, sem væri heimaland gyðinga, og að barist væri um frelsi og sameiginleg gildi. „Við stöndum í framlínunni. Við höldum áfram að berjast og við munum vinna þetta stríð. Við munum hafa sigur.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Var Austin að ræða getu Bandaríkjamanna til að styðja Ísrael og Úkraínu á sama tíma. „Hamas lét til skarar skríða á sama tíma og alþjóðlegar áskoranir blasa við en Bandaríkin eru öflugasta ríki heims,“ sagði Austin. „Bandaríkin standa við bakið á Ísrael; það er óumsemjanlegt og verður aldrei.“ Austin sagði gott að vera kominn aftur til Ísrael, jafnvel þótt tilefnið væri hörmulegt. Ráðherrann sagðist hafa komið í eigin persónu til að undirstrika að það væri meitlað í stein að Bandaríkin myndu styðja Ísrael. Hann sagði algjöra samstöðu ríkja með þeim fjölskyldum sem lifðu nú vakandi í martröð og vissu ekki um örlög ástvina sína. Ísrael væri lítið land og það magnaði nánd þeirrar sorgar sem þjóðin upplifði. Austin sagði Bandaríkin myndu tryggja að Ísraelar hefðu allt það sem þeir þyrftu til að tryggja öryggi þjóðarinnar. Umheimurinn hefði orðið vitni að mikilli illsku þegar Hamas-samtökin gerðu árás á laugardag en Hamas talaði ekki fyrir Palestínumenn. „Þetta er ekki tími fyrir hlutleysi, fyrir að leggja hlutina falskt að jöfnu eða fyrir að réttlæta hið óréttlætanlega,“ sagði Austin. Hann ítrekaði hins vegar að það væri stríðsglæpur að beina spjótum sínum að almennum borgurum og sagði lýðræðið standa styrkari fótum þegar farið væri að lögum. Gallant sagði stuðning Bandaríkjamanna, ekki síst aukinn viðbúnað þeirra á svæðinu, senda skýr skilaboð. Hann sagði Hamas „ISIS Gasa“ og að samtökin væru á launaskrá Írana. „Morð, nauðganir, mannrán. Það er það sem við stöndum frammi fyrir í þessu stríði,“ sagði hann. Hann sagði um að ræða stríð á hendur Ísrael, sem væri heimaland gyðinga, og að barist væri um frelsi og sameiginleg gildi. „Við stöndum í framlínunni. Við höldum áfram að berjast og við munum vinna þetta stríð. Við munum hafa sigur.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira