Það sem þú þarft ekki að vita Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 14. október 2023 09:01 Flestir úr hópi almennings hafa litla vitneskju um og lítinn áhuga á stöðlum. Það er allt í lagi. Það er ekki endilega nauðsynlegt en mögulega áhugavert og jafnvel gagnlegt að vita, að staðlar tryggja öryggi okkar og auðvelda líf okkar á hverjum degi. Þeirra vegna er heimilið að mestu hættulaus griðastaður, þeirra vegna virka fjarskipti og stafræn kerfi og með þeim er öryggi og virkni raftækja, lækningatækja, persónuhlífa, leikfanga og annarra hluta tryggð. Þökk sé aðild að EES samningnum. Við vitum að staðlar virka ef við vitum ekki af þeim. Þá bara gengur allt smurt. Við vitum hins vegar mjög vel ef þeir virka ekki eða eru ekki til staðar. Eins og þegar okkur vantar millistykki á hleðslutæki í útlöndum. Viltu lægra verð og meiri gæði? Dæmi eru um að krafa sé gerð um notkun staðlaðra, og eftir atvikum vottaðra stjórnunarkerfa sem auka gagnsæi, bæta meðferð á opinberu fé og jafnvel draga úr spillingu (spillingu sem sem dregur úr gæðum, kemur í veg fyrir samkeppni og hækkar vöruverð). Viltu eiga val? Í bígerð eru stöðluð flokkunarkerfi sem auðvelda neytendum að velja matvörur og fatnað út frá umhverfisáhrifum við framleiðslu þeirra. Þetta gæti verið sambærilegt kerfi og orkunýtingarflokkun raftækja sem við þekkjum svo vel. Viltu samanburðarhæfar upplýsingar? Mælingar og meðferð upplýsinga á sviði loftslagsmála verða að vera staðlaðar til að neytendur hafi raunhæfan möguleika á samanburði milli valkosta og til að vinna gegn grænþvotti. Viltu að tækin þín virki og séu örugg? Staðlaðar kröfur um virkni og öryggi neytendavara sem markaðssettar eru í Evrópu eru staðreynd í evrópsku regluverki sem tekið er upp hér, til að ekki sé verið að selja okkur hættulegt drasl. Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Til hamingju með að njóta staðlaðs öryggis, gæða og virkni. Jafnvel þó þú hafir ekki hugmynd um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Sjá meira
Flestir úr hópi almennings hafa litla vitneskju um og lítinn áhuga á stöðlum. Það er allt í lagi. Það er ekki endilega nauðsynlegt en mögulega áhugavert og jafnvel gagnlegt að vita, að staðlar tryggja öryggi okkar og auðvelda líf okkar á hverjum degi. Þeirra vegna er heimilið að mestu hættulaus griðastaður, þeirra vegna virka fjarskipti og stafræn kerfi og með þeim er öryggi og virkni raftækja, lækningatækja, persónuhlífa, leikfanga og annarra hluta tryggð. Þökk sé aðild að EES samningnum. Við vitum að staðlar virka ef við vitum ekki af þeim. Þá bara gengur allt smurt. Við vitum hins vegar mjög vel ef þeir virka ekki eða eru ekki til staðar. Eins og þegar okkur vantar millistykki á hleðslutæki í útlöndum. Viltu lægra verð og meiri gæði? Dæmi eru um að krafa sé gerð um notkun staðlaðra, og eftir atvikum vottaðra stjórnunarkerfa sem auka gagnsæi, bæta meðferð á opinberu fé og jafnvel draga úr spillingu (spillingu sem sem dregur úr gæðum, kemur í veg fyrir samkeppni og hækkar vöruverð). Viltu eiga val? Í bígerð eru stöðluð flokkunarkerfi sem auðvelda neytendum að velja matvörur og fatnað út frá umhverfisáhrifum við framleiðslu þeirra. Þetta gæti verið sambærilegt kerfi og orkunýtingarflokkun raftækja sem við þekkjum svo vel. Viltu samanburðarhæfar upplýsingar? Mælingar og meðferð upplýsinga á sviði loftslagsmála verða að vera staðlaðar til að neytendur hafi raunhæfan möguleika á samanburði milli valkosta og til að vinna gegn grænþvotti. Viltu að tækin þín virki og séu örugg? Staðlaðar kröfur um virkni og öryggi neytendavara sem markaðssettar eru í Evrópu eru staðreynd í evrópsku regluverki sem tekið er upp hér, til að ekki sé verið að selja okkur hættulegt drasl. Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Til hamingju með að njóta staðlaðs öryggis, gæða og virkni. Jafnvel þó þú hafir ekki hugmynd um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun