Í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar, segir að kalt verði í nótt en með mildara lofti en undanfarið, sem kemur rólega úr vestri inn yfir suðvestanvert landið.
Þá skapist aðstæður fyrir staðbundna frostrigningu á milli 07 og 11 í fyrramálið. Þá verði hætt við fljúgandi hálku, einkum í Borgarfirði, Hvalfirði og í uppsveitum Suðurlands.