Vel loðinn og vel liðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2023 21:01 Trausti er afar vel liðinn meðal nemenda Fossvogsskóla en hann mætir alla miðvikudaga og föstudaga í skólann. Vísir/Arnar Hundurinn Trausti er einn vinsælasti starfskraftur Fossvogsskóla í Reykjavík. Hann er í fjörutíu prósent starfi í námsveri skólans og mætir alla miðvikudaga og föstudaga. Trausti er þriggja ára golden retriever og hlustar á krakkana lesa eða gengur um og býður fram aðstoð sína. Eigandi Trausta er Helga Helgadóttir sem er deildarstjóri stoðþjónustu skólans. Byrjaði hún fyrst með verkefni tengdum hundum í skólum árið 2017. „Ég vissi það algjörlega í hjarta mínu að það væri sóknarfæri þar. Það vildi svo til að við áttum góðan hund sem við höfðum trú á í svona verkefni. Ég og maðurinn minn höfum verið að vinna þetta mikið saman. Við ákváðum að byrja þarna á þessum tímapunkti og allar götur síðan hef ég verið með hund í skóla með mér svona einn til tvo daga í viku,“ segir Helga. Helga Helgadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Fossvogsskóla og eigandi Trausta, segir nemendurna afar ánægða með hundinn.Vísir/Arnar Hún segir Trausta mjög flottan í sínu starfi enda er hann vel þjálfaður, líkt og flestir kennarar í grunnskólum. Hann hjálpar krökkunum sem umgangast hann með margt og læra þau að umgangast dýr. „Verkefnið heitir „Hundur í skóla - Aukin vellíðan“. Það er að þau fari að tengja það að fara í skólann við að hafa það yndislegt og gott. Þetta er bara ein leið til að auka vellíðan barna og tala inn í farsældina og farsældarlögin. Það er svona megin markmiðið,“ segir Helga. View this post on Instagram A post shared by Trausti skólahundur (@skolahundur) Og krakkarnir eru afar ánægðir með Trausta. Þeim finnst voða gaman að hafa hund á vappi um stofuna og geta legið hjá honum þegar þau þurfa að einbeita sér. En hvað finnst Trausta skemmtilegast í vinnunni? „Núna finnst honum voða gaman að fara í gengum þrautir sem hann er að upplifa að hann geti. Honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær líka góð verðlaun. Hann upplifir sigra og fær verðlaun, það framkallar vellíðan hjá honum,” segir Helga. Dýr Hundar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Gæludýr Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Bíó og sjónvarp „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Lífið samstarf Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Eigandi Trausta er Helga Helgadóttir sem er deildarstjóri stoðþjónustu skólans. Byrjaði hún fyrst með verkefni tengdum hundum í skólum árið 2017. „Ég vissi það algjörlega í hjarta mínu að það væri sóknarfæri þar. Það vildi svo til að við áttum góðan hund sem við höfðum trú á í svona verkefni. Ég og maðurinn minn höfum verið að vinna þetta mikið saman. Við ákváðum að byrja þarna á þessum tímapunkti og allar götur síðan hef ég verið með hund í skóla með mér svona einn til tvo daga í viku,“ segir Helga. Helga Helgadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Fossvogsskóla og eigandi Trausta, segir nemendurna afar ánægða með hundinn.Vísir/Arnar Hún segir Trausta mjög flottan í sínu starfi enda er hann vel þjálfaður, líkt og flestir kennarar í grunnskólum. Hann hjálpar krökkunum sem umgangast hann með margt og læra þau að umgangast dýr. „Verkefnið heitir „Hundur í skóla - Aukin vellíðan“. Það er að þau fari að tengja það að fara í skólann við að hafa það yndislegt og gott. Þetta er bara ein leið til að auka vellíðan barna og tala inn í farsældina og farsældarlögin. Það er svona megin markmiðið,“ segir Helga. View this post on Instagram A post shared by Trausti skólahundur (@skolahundur) Og krakkarnir eru afar ánægðir með Trausta. Þeim finnst voða gaman að hafa hund á vappi um stofuna og geta legið hjá honum þegar þau þurfa að einbeita sér. En hvað finnst Trausta skemmtilegast í vinnunni? „Núna finnst honum voða gaman að fara í gengum þrautir sem hann er að upplifa að hann geti. Honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær líka góð verðlaun. Hann upplifir sigra og fær verðlaun, það framkallar vellíðan hjá honum,” segir Helga.
Dýr Hundar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Gæludýr Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Bíó og sjónvarp „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Lífið samstarf Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira