„Fyrst og fremst stólaskipti“ án þess að axla ábyrgð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. október 2023 13:40 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð. Fréttastofa ræddi við formann Samfylkingarinnar um leið og Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra hafði tilkynnt um stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur utanríkisráðherra. „Ég óska nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki. Það eru náttúrulega ærin verkefni fram undan og það sem skiptir fólkið í landinu mestu máli er hvort það verði breytt um stefnu eða hvort við sjáum meira af því sama. Við erum auðvitað í miðri fjárlagavinnu og það er enn hægt að hafa talsverð áhrif á fjárlögun ef ríkisstjórnin og þingið, sérstaklega stjórnarliðarnir hafa áhuga á því,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin sé öll af vilja gerð til að vinna með ríkisstjórninni að kjarapakka sem flokkurinn hefur lagt fram. Hún segist þó ekki eiga von á snarpri stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar. „Ef að ég skil rétt þær breytingar sem áttu sér stað í dag þá voru þetta fyrst og fremst bara stólaskipti og litlar breytingar aðrar en það,“ segir Kristrún. Bjarni hefur sagt að með afsögn sinni sé hann að axla ábyrgð í Íslandsbankamálinu. „Ég held að það að axla ábyrgð felist líka í að viðurkenna að eitthvað hefði mátt betur fara. Mér hefur ekki þótt það vera að heyra í hans málflutningi. En ég held að á þessum tímapunkti þurfum við bara að horfa fram á veginn.“ Enn eigi eftir að gera upp ýmislegt í Íslandsbankamálinu. „Við höfum kallað eftir rannsóknarskýrslu, það ákall stendur ennþá,“ segir Kristrún. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fréttastofa ræddi við formann Samfylkingarinnar um leið og Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra hafði tilkynnt um stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur utanríkisráðherra. „Ég óska nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki. Það eru náttúrulega ærin verkefni fram undan og það sem skiptir fólkið í landinu mestu máli er hvort það verði breytt um stefnu eða hvort við sjáum meira af því sama. Við erum auðvitað í miðri fjárlagavinnu og það er enn hægt að hafa talsverð áhrif á fjárlögun ef ríkisstjórnin og þingið, sérstaklega stjórnarliðarnir hafa áhuga á því,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin sé öll af vilja gerð til að vinna með ríkisstjórninni að kjarapakka sem flokkurinn hefur lagt fram. Hún segist þó ekki eiga von á snarpri stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar. „Ef að ég skil rétt þær breytingar sem áttu sér stað í dag þá voru þetta fyrst og fremst bara stólaskipti og litlar breytingar aðrar en það,“ segir Kristrún. Bjarni hefur sagt að með afsögn sinni sé hann að axla ábyrgð í Íslandsbankamálinu. „Ég held að það að axla ábyrgð felist líka í að viðurkenna að eitthvað hefði mátt betur fara. Mér hefur ekki þótt það vera að heyra í hans málflutningi. En ég held að á þessum tímapunkti þurfum við bara að horfa fram á veginn.“ Enn eigi eftir að gera upp ýmislegt í Íslandsbankamálinu. „Við höfum kallað eftir rannsóknarskýrslu, það ákall stendur ennþá,“ segir Kristrún.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira