Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2023 13:45 Hjálmtýr Heiðdal er formaður Ísland-Palestína. Boðað hefur verið til samstöðufundar með Palestínumönnum á Austurvelli í dag. Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látið lífið í árásum Hamas liða og um 3.400 eru særðir. Þá hafa um 2.400 Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns særst í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Félagið Ísland-Palestína hefur blásið til samstöðufundar á Austurvelli klukkan þrjú í dag, undir yfirskriftinni Samstaða með Palestínu - stöðvið fjöldamorð Ísraelshers. Formaður félagsins segir vestræn stjórnvöld hafa tekið einhliða afstöðu með Ísrael en fordæmi árásir Hamas-liða. „Við erum að mótmæla líka afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar. Hún hefur fallið í þennan kór sem fordæmir einhliða,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Með einhliða fordæmingu sé verið að gefa skotleyfi á saklausa Palestínumenn. Yfirvofandi innrás sé þannig með stuðningi Vesturlanda. Ísland sé eitt tveggja vestrænna ríkja sem hafi viðurkennt tilvist palestínsk ríkis. „Ísland verður að framfylgja þessari viðurkenningu með því að taka afstöðu gegn ástandinu sem Ísrael hefur skapað.“ Félagið Ísland-Palestína fordæmi allar árásir á almenna borgara, sama hver á í hlut. „En við leggjum sérstaklega áherslu á það að við fordæmum árásir Ísraelshers á vopnlausa borgara, með stórfelldum hernaðartækjum, með stuðningi vesturlanda. Það er meginatriðið sem blasir við,“ segir Hjálmtýr. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Þar verða flutt stutt ávörp, sungið og að lokum samþykkt ályktun félagsins sem verður send ríkisstjórninni. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látið lífið í árásum Hamas liða og um 3.400 eru særðir. Þá hafa um 2.400 Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns særst í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Félagið Ísland-Palestína hefur blásið til samstöðufundar á Austurvelli klukkan þrjú í dag, undir yfirskriftinni Samstaða með Palestínu - stöðvið fjöldamorð Ísraelshers. Formaður félagsins segir vestræn stjórnvöld hafa tekið einhliða afstöðu með Ísrael en fordæmi árásir Hamas-liða. „Við erum að mótmæla líka afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar. Hún hefur fallið í þennan kór sem fordæmir einhliða,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Með einhliða fordæmingu sé verið að gefa skotleyfi á saklausa Palestínumenn. Yfirvofandi innrás sé þannig með stuðningi Vesturlanda. Ísland sé eitt tveggja vestrænna ríkja sem hafi viðurkennt tilvist palestínsk ríkis. „Ísland verður að framfylgja þessari viðurkenningu með því að taka afstöðu gegn ástandinu sem Ísrael hefur skapað.“ Félagið Ísland-Palestína fordæmi allar árásir á almenna borgara, sama hver á í hlut. „En við leggjum sérstaklega áherslu á það að við fordæmum árásir Ísraelshers á vopnlausa borgara, með stórfelldum hernaðartækjum, með stuðningi vesturlanda. Það er meginatriðið sem blasir við,“ segir Hjálmtýr. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Þar verða flutt stutt ávörp, sungið og að lokum samþykkt ályktun félagsins sem verður send ríkisstjórninni.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56
Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18