Þungir bílar borgi hærri bílastæðagjöld Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. október 2023 14:30 Frá Champs-Elysees í París. Getty Images Tvær borgir í Frakklandi ráðgera að láta eigendur stærri bíla borga meira í bílastæðagjöld í framtíðinni en eigendur lítilla bíla. Þeir taki meira pláss og séu hættulegri í umferðinni. Stórum fólksbílum fjölgar hratt Stórum fólksbílum og fjórhjóladrifnum bílum fjölgar óðfluga í mörgum stórborgum Evrópu. Þeim hefur til að mynda fjölgað um 300% hér á Spáni á síðustu 10 árum og eru nú 60% af bílaflota Spánverja. Þeir taka, eðli málsins samkvæmt, meira pláss í umferðinni og þeir flytja sífellt færri farþega á milli staða. Yfirvöld tveggja borga í Frakklandi, Parísar og Lyon, hafa nú ákveðið að hækka bílastæðagjöld stærri fólksbíla með þeim rökum að þeir noti meira pláss og að þeirra vegna verði allt viðhald gatna dýrara en áður. Æ færri farþegar í hverjum bíl Manuel Romana, verkfræðingur við tækniháskólann í Madrid, segir í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum bílum fjölgi af ýmsum ástæðum; þeim fylgi orðið alls kyns öryggisbúnaður sem taki pláss, fólk vilji sitja hærra til að auka öryggi sitt og stór bíll sé líka ákveðið stöðutákn í velmegandi samfélögum Evrópu. Þetta sé samt í andstöðu við þá þróun að fjölskyldur verði æ fámennari og nú séu að meðaltali rétt um 1,3 manneskjur um borð í hverjum bíl sem aki um stórborgir álfunnar. Stórir bílar menga meira og valda meiri skaða Borgaryfirvöld í Lyon segja í fréttatilkynningu um hækkunina að þessir stóru bílar eyði meira eldsneyti og mengi þar af leiðandi meira, þeir þurfi meira rými í bílastæðum sem séu sameiginleg eign almennings og þeir valdi meiri skaða þegar þeir lenda í slysum en minni fólksbílar. Umferðarsérfræðingar hér á Spáni hafa nú opnað á umræðuna um þörf þess að leggja hærri gjöld á eigendur stærri bíla, en borgaryfirvöld stærstu borga landsins hafa þó ekki uppi nein áform um að gera slíkt á næstunni, hvað svo sem síðar kann að verða. En umræðan er alla vega hafin. Frakkland Spánn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Stórum fólksbílum fjölgar hratt Stórum fólksbílum og fjórhjóladrifnum bílum fjölgar óðfluga í mörgum stórborgum Evrópu. Þeim hefur til að mynda fjölgað um 300% hér á Spáni á síðustu 10 árum og eru nú 60% af bílaflota Spánverja. Þeir taka, eðli málsins samkvæmt, meira pláss í umferðinni og þeir flytja sífellt færri farþega á milli staða. Yfirvöld tveggja borga í Frakklandi, Parísar og Lyon, hafa nú ákveðið að hækka bílastæðagjöld stærri fólksbíla með þeim rökum að þeir noti meira pláss og að þeirra vegna verði allt viðhald gatna dýrara en áður. Æ færri farþegar í hverjum bíl Manuel Romana, verkfræðingur við tækniháskólann í Madrid, segir í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum bílum fjölgi af ýmsum ástæðum; þeim fylgi orðið alls kyns öryggisbúnaður sem taki pláss, fólk vilji sitja hærra til að auka öryggi sitt og stór bíll sé líka ákveðið stöðutákn í velmegandi samfélögum Evrópu. Þetta sé samt í andstöðu við þá þróun að fjölskyldur verði æ fámennari og nú séu að meðaltali rétt um 1,3 manneskjur um borð í hverjum bíl sem aki um stórborgir álfunnar. Stórir bílar menga meira og valda meiri skaða Borgaryfirvöld í Lyon segja í fréttatilkynningu um hækkunina að þessir stóru bílar eyði meira eldsneyti og mengi þar af leiðandi meira, þeir þurfi meira rými í bílastæðum sem séu sameiginleg eign almennings og þeir valdi meiri skaða þegar þeir lenda í slysum en minni fólksbílar. Umferðarsérfræðingar hér á Spáni hafa nú opnað á umræðuna um þörf þess að leggja hærri gjöld á eigendur stærri bíla, en borgaryfirvöld stærstu borga landsins hafa þó ekki uppi nein áform um að gera slíkt á næstunni, hvað svo sem síðar kann að verða. En umræðan er alla vega hafin.
Frakkland Spánn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira