Sænskir fjölmiðlar segja frá því að drengurinn sé grunaður um að hafa skotið tvær konur til bana í einbýlishúsi í Tullinge, suðvestur af Stokkhólmi, aðfararnótt föstudagsins í síðustu viku. SVT segir frá því að konurnar sem myrtar voru tengist liðsmanni Foxtrot.
Hann er einnig grunaður um að svo skotið mann til bana í húsi við Telefonplan í Västberga í Stokkhólmi á fimmtudag, en í þeirri árás særðust einnig kona og barn.
Saksóknari greinir frá málinu í fréttatilkynningu í morgun. Tveir voru handteknir vegna morðanna í Tullinge, en öðrum þeirra var sleppt síðdegis á föstudaginn. Hann liggur enn undir grun um að tengjast málinu.
Í fréttum segir að í báðum tilvikum hafi börn verið á heimilunum þar sem morðin voru framin. Drengurinn var handtekinn í leigubíl eftir árásina í Tullinge, en hann var þá með skotvopn og skotfæri meðferðis.
Drengurinn sem grunaður er um morðin er frá Linköping og sagður nýlega hafa strokið frá unglingaheimili. Hann hefur ítrekað komið við sögu lögreglunnar í Svíþjóð.