Leggur til 1400 prósenta hærri niðurgreiðslu vegna tæknifrjóvgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2023 15:03 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælir síðdegis á Alþingi fyrir frumvarpi sínu um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Málið snýst um að auka endurgreiðslur vegna tæknifrjóvgana til muna. Til að fjármagna þann kostnað leggur Hildur til að fella niður niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á valkvæðum frjósemisaðgerðum. Núverandi niðurgreiðsla Sjúkratrygginga vegna tæknifrjógvunarmeðferðar er 5%. Með frumvarpinu leggur Hildur til að niðurgreiðslan verði hækkuð upp í 75% sem er fimmtán földun eða sem nemur 1400 prósentum. Þá leggur hún til að niðurgreiðsla við aðra til fjórðu tæknifrjóvgun fari úr 65% í 90%. Kostnaður fólks sem fer í fjórar tæknifrjóvganameðferðir lækkar samkvæmt því úr 1.400.000 krónum í 324.500 krónur. Auk þess leggur frumvarpið til að tæknifrjógvanameðferðir vegna fyrirsjáanlegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferða á borð við geislameðferð og lyfjameðferð verði gerðar með öllu gjaldfrjálsar. Til að fjármagna aukinn kostnað vegna tæknifrjógvana leggur Hildur til að niðurgreiðsla vegna valkvæðra ófrjósemisaðgerða verði felld niður. Hún segir það sjálfsagðan rétt fólk að fara í slíkar aðgerðir en að nauðsynlegt sé að forgangsraða fjármunum ríkisins betur. „Það er og verður sjálfsagður réttur fólks að fara í slíkar ófrjósemisaðgerðir, en í stað þess að ríkið standi straum af þeim kostnaði verður fjármununum forgangsraðað betur í því skyni að létta fjárhagslega undir með fólki sem vill reyna að verða foreldrar. Tillaga mín um tilfærslur á niðurgreiðslukerfinu veldur því að í þessu frum¬varpi felst eng¬in út¬gjald¬a¬aukn¬ing. Það skiptir sérlega miklu máli á verðbólgutímum. Ég tel það vera algjört lykilatriði að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgana upplifi að umgjörð laga og reglna um tæknifrjóvgun séu gerðar þeim til aðstoðar,“ segir Hildur og bætir við: „Þetta er sanngirnismál, að við hjálpum fólki sem er í þeirri stöðu að geta ekki eignast börn eða á í erfiðleikum með það, og ég veit að þessar breytingar munu skipta fjölda fólks heilmiklu máli.“ Alþingi Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10 Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Núverandi niðurgreiðsla Sjúkratrygginga vegna tæknifrjógvunarmeðferðar er 5%. Með frumvarpinu leggur Hildur til að niðurgreiðslan verði hækkuð upp í 75% sem er fimmtán földun eða sem nemur 1400 prósentum. Þá leggur hún til að niðurgreiðsla við aðra til fjórðu tæknifrjóvgun fari úr 65% í 90%. Kostnaður fólks sem fer í fjórar tæknifrjóvganameðferðir lækkar samkvæmt því úr 1.400.000 krónum í 324.500 krónur. Auk þess leggur frumvarpið til að tæknifrjógvanameðferðir vegna fyrirsjáanlegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferða á borð við geislameðferð og lyfjameðferð verði gerðar með öllu gjaldfrjálsar. Til að fjármagna aukinn kostnað vegna tæknifrjógvana leggur Hildur til að niðurgreiðsla vegna valkvæðra ófrjósemisaðgerða verði felld niður. Hún segir það sjálfsagðan rétt fólk að fara í slíkar aðgerðir en að nauðsynlegt sé að forgangsraða fjármunum ríkisins betur. „Það er og verður sjálfsagður réttur fólks að fara í slíkar ófrjósemisaðgerðir, en í stað þess að ríkið standi straum af þeim kostnaði verður fjármununum forgangsraðað betur í því skyni að létta fjárhagslega undir með fólki sem vill reyna að verða foreldrar. Tillaga mín um tilfærslur á niðurgreiðslukerfinu veldur því að í þessu frum¬varpi felst eng¬in út¬gjald¬a¬aukn¬ing. Það skiptir sérlega miklu máli á verðbólgutímum. Ég tel það vera algjört lykilatriði að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgana upplifi að umgjörð laga og reglna um tæknifrjóvgun séu gerðar þeim til aðstoðar,“ segir Hildur og bætir við: „Þetta er sanngirnismál, að við hjálpum fólki sem er í þeirri stöðu að geta ekki eignast börn eða á í erfiðleikum með það, og ég veit að þessar breytingar munu skipta fjölda fólks heilmiklu máli.“
Alþingi Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10 Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10
Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04