Agnes ætlar með málið fyrir dóm Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 21:49 Agnes segist taka málið alvarlega og því ætli hún að leita til dómstóla. Vísir/Vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. Í kvöld var greint frá því að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakalli, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Ástæðan er að hún hafi ekki haft umboð til að taka slíkar ákvarðanir eftir 30. júní í fyrra þegar skipunartími hennar rann út. Í yfirlýsingu frá biskup segir að á grundvelli köllunar sinnar til að þjóna þjóðkirkjunni hafi hún gefið kost á sér til embættis biskups Íslands og verið kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 hafi umboð hennar verið framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 hafi fylgt skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. „Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingu Agnesar. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir,“ segir Agnes og vísar þar til máls Gunnars, en á síðasta ári sökuðu sex konur hann um kynferðislega áreitni. Óháð teymi innan þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að í af þeim 48 atvikum sem voru til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Gunnari var eins og áður sagt gefin áminning í september í fyrra, en þann 14. september var honum sagt upp. Yfirlýsing Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Á grundvelli köllunar minnar til að þjóna þjóðkirkjunni gaf ég kost á mér til embættis biskups Íslands og var kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 var umboð mitt framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 fylgdu skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi. Framundan á næsta ári eru biskupskosningar, eins og komið hefur fram í máli kjörstjórnar þjóðkirkjunnar, þar sem fólkið í kirkjunni mun kjósa sér nýjan biskup til næstu ára. Ég hef hvatt forseta kirkjuþings til að tryggja og skýra stöðu biskups Íslands til frambúðar. Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir. Vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa verið mér samstíga alla mína biskupstíð og verið mér styðjandi kollegar í mörgum krefjandi málum. Það er stuðningur sem er bæði ómetanlegur og mikilvægur þegar reynir á stjórnsýslulegan styrk í stöku málum. Þá er ég afar þakklát þeim stuðningi sem prestar og djáknar sýndu mér og þjóðkirkjunni í sumar með yfirlýsingum. Ég hef sinnt starfi mínu sem biskup Íslands með köllun í hjarta og huga. Á þeirri vegferð hafa orðið grundvallandi breytingar á þjóðkirkjunni sem ég tel efla og móta kirkjuna til að takast á við bjarta framtíð kristni í landinu. Ég er stolt af kirkjunni minni, fólkinu sem hana myndar, þjónar og starfar um land allt. Það er hin eiginlega þjóðkirkja. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Í kvöld var greint frá því að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakalli, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Ástæðan er að hún hafi ekki haft umboð til að taka slíkar ákvarðanir eftir 30. júní í fyrra þegar skipunartími hennar rann út. Í yfirlýsingu frá biskup segir að á grundvelli köllunar sinnar til að þjóna þjóðkirkjunni hafi hún gefið kost á sér til embættis biskups Íslands og verið kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 hafi umboð hennar verið framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 hafi fylgt skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. „Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingu Agnesar. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir,“ segir Agnes og vísar þar til máls Gunnars, en á síðasta ári sökuðu sex konur hann um kynferðislega áreitni. Óháð teymi innan þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að í af þeim 48 atvikum sem voru til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Gunnari var eins og áður sagt gefin áminning í september í fyrra, en þann 14. september var honum sagt upp. Yfirlýsing Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Á grundvelli köllunar minnar til að þjóna þjóðkirkjunni gaf ég kost á mér til embættis biskups Íslands og var kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 var umboð mitt framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 fylgdu skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi. Framundan á næsta ári eru biskupskosningar, eins og komið hefur fram í máli kjörstjórnar þjóðkirkjunnar, þar sem fólkið í kirkjunni mun kjósa sér nýjan biskup til næstu ára. Ég hef hvatt forseta kirkjuþings til að tryggja og skýra stöðu biskups Íslands til frambúðar. Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir. Vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa verið mér samstíga alla mína biskupstíð og verið mér styðjandi kollegar í mörgum krefjandi málum. Það er stuðningur sem er bæði ómetanlegur og mikilvægur þegar reynir á stjórnsýslulegan styrk í stöku málum. Þá er ég afar þakklát þeim stuðningi sem prestar og djáknar sýndu mér og þjóðkirkjunni í sumar með yfirlýsingum. Ég hef sinnt starfi mínu sem biskup Íslands með köllun í hjarta og huga. Á þeirri vegferð hafa orðið grundvallandi breytingar á þjóðkirkjunni sem ég tel efla og móta kirkjuna til að takast á við bjarta framtíð kristni í landinu. Ég er stolt af kirkjunni minni, fólkinu sem hana myndar, þjónar og starfar um land allt. Það er hin eiginlega þjóðkirkja.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent