Árásarmannsins enn leitað Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 23:56 Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað á meðan mannsins er leitað. Getty Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn. „Ég heiti Abdesalem Al Guilani og ég er bardagamaður Allah. Ég er frá Íslamska ríkinu. Við elskum þá sem elska okkur og hötum þá sem hata okkur. Við lifum fyrir trú okkar og deyjum fyrir hana líka. […] Hingað til hef ég myrt þrjá Svía. […] Ef ég hef gert eitthvað á hlut einhvers þá biðst ég fyrirgefningar. Og ég fyrirgef öllum.“ segir maðurinn í myndbandinu. Fjölmiðlar greina frá því að lögreglan í Belgíu standi í umfangsmiklum aðgerðum til þess að hafa hendur í hári mannsins. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað, og fólk hvatt til að halda sig innandyra. Líkt og áður segir voru fórnarlömb mannsins sænsk, en fótboltaleikur sænska karlalandsliðsins og þess belgíska í undankeppni EM var blásinn af í kjölfar árásarinnar í kvöld. Fram hefur komið að hinir látnu hafi verið í sænskum landsliðstreyjum. Fréttirnar af árásinni hafa verið mörgum áhrfendum þungbærar.Getty Saksóknari í Belgíu segir við Reuters-fréttastofuna að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn tengist átökunum í Ísrael og Palestínu. Því hefur verið haldið fram að árás mannsins hafi verið hefnd fyrir sex ára dreng sem var myrtur í Illinois-ríki Bandaríkjanna. Drengurinn var múslimi, en móðir hans er einnig alvarlega særð. Líkt og áður segir myrti maðurinn tvo, og þá er einn særður eftir árás mannsins. Hinn særði er leigubílstjóri. Ástand hans er slæmt, en hann á þó ekki sagður í lífshættu. Frönsk stjórnvöld íhuga nú að herða landamæraeftirlit sitt svo um munar vegna málsins. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti sagði í yfirlýsingu að „Evrópa skjálfi“ vegna atburða kvöldsins. Belgía Svíþjóð Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
„Ég heiti Abdesalem Al Guilani og ég er bardagamaður Allah. Ég er frá Íslamska ríkinu. Við elskum þá sem elska okkur og hötum þá sem hata okkur. Við lifum fyrir trú okkar og deyjum fyrir hana líka. […] Hingað til hef ég myrt þrjá Svía. […] Ef ég hef gert eitthvað á hlut einhvers þá biðst ég fyrirgefningar. Og ég fyrirgef öllum.“ segir maðurinn í myndbandinu. Fjölmiðlar greina frá því að lögreglan í Belgíu standi í umfangsmiklum aðgerðum til þess að hafa hendur í hári mannsins. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað, og fólk hvatt til að halda sig innandyra. Líkt og áður segir voru fórnarlömb mannsins sænsk, en fótboltaleikur sænska karlalandsliðsins og þess belgíska í undankeppni EM var blásinn af í kjölfar árásarinnar í kvöld. Fram hefur komið að hinir látnu hafi verið í sænskum landsliðstreyjum. Fréttirnar af árásinni hafa verið mörgum áhrfendum þungbærar.Getty Saksóknari í Belgíu segir við Reuters-fréttastofuna að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn tengist átökunum í Ísrael og Palestínu. Því hefur verið haldið fram að árás mannsins hafi verið hefnd fyrir sex ára dreng sem var myrtur í Illinois-ríki Bandaríkjanna. Drengurinn var múslimi, en móðir hans er einnig alvarlega særð. Líkt og áður segir myrti maðurinn tvo, og þá er einn særður eftir árás mannsins. Hinn særði er leigubílstjóri. Ástand hans er slæmt, en hann á þó ekki sagður í lífshættu. Frönsk stjórnvöld íhuga nú að herða landamæraeftirlit sitt svo um munar vegna málsins. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti sagði í yfirlýsingu að „Evrópa skjálfi“ vegna atburða kvöldsins.
Belgía Svíþjóð Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira