Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 06:31 Særðir Palestínumenn við komuna á al-Shifa sjúkrahúsið í kjölfar loftárása Ísraelsmanna. AP/Abed Khaled Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. Blinken tilkynnti að loknum fundinum að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi heimsækja Ísrael á morgun, meðal annars til að funda með ráðamönnum þar um hernaðarlegar þarfir landsins. Utanríkisráðherrann sagði einnig að hann og Netanyahu hefðu komist að samkomulagi um að þróa áætlun sem miðaði að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gasa. Þá myndi Biden vilja fá upplýsingar um það frá Ísraelsmönnum hvernig þeir hygðust lágmarka áhrif hernaðaraðgerða sinna á almenna borgara og greiða fyrir aðstoð til íbúa án þess að það gagnaðist Hamas. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa létust að minnsta kosti 49 í árásum Ísraelsmanna á svæðið í nótt. Um það bil 600 þúsund íbúar Gasaborgar hafa flúið eftir að Ísraelsstjórn hvatti fólk til að leita suður eftir en um 100 þúsund eru sagðir enn í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, sagði á daglegum stöðufundi að hernaðaraðgerðir hæfust þegar aðstæður væru þannig að menn teldu líklegt að þeir myndu ná fram markmiðum sínum. Conricus var spurður að því hvort heimsókn Bandaríkjaforseta myndi hafa áhrif á fyrirætlanir Ísraela en hann taldi svo ekki vera. Það væri ekki markmið heimsóknarinnar, heldur að freista þess að draga úr líkunum á stigmögnun átaka á svæðinu. Talsmaðurinn sagðist ekki telja að það væri eitt af markmiðum Ísraelsstjórnar að hernema Gasa. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í dag til að stilla saman strengi en ríkin hafa verið nokkuð ósamstíga í viðbrögðum sínum við árásum Hamas og hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, meðal annars hvað varðar áframhaldandi fjárstuðning við Palestínumenn. Hamas-samtökin segjast hafa 200 til 250 einstaklinga í haldi en Ísrael hefur sagt fjöldann 199. Samtökin krefjast frelsunar 6.000 palestínskra fanga í ísraelskum fangelsinum fyrir gíslana. Íran hefur varað Ísraelsmenn við forvirkum aðgerðum gegn Ísrael en stjórnvöld þar í landi hafa ítrekað að innrás á Gasa yrði svarað. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Blinken tilkynnti að loknum fundinum að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi heimsækja Ísrael á morgun, meðal annars til að funda með ráðamönnum þar um hernaðarlegar þarfir landsins. Utanríkisráðherrann sagði einnig að hann og Netanyahu hefðu komist að samkomulagi um að þróa áætlun sem miðaði að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gasa. Þá myndi Biden vilja fá upplýsingar um það frá Ísraelsmönnum hvernig þeir hygðust lágmarka áhrif hernaðaraðgerða sinna á almenna borgara og greiða fyrir aðstoð til íbúa án þess að það gagnaðist Hamas. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa létust að minnsta kosti 49 í árásum Ísraelsmanna á svæðið í nótt. Um það bil 600 þúsund íbúar Gasaborgar hafa flúið eftir að Ísraelsstjórn hvatti fólk til að leita suður eftir en um 100 þúsund eru sagðir enn í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, sagði á daglegum stöðufundi að hernaðaraðgerðir hæfust þegar aðstæður væru þannig að menn teldu líklegt að þeir myndu ná fram markmiðum sínum. Conricus var spurður að því hvort heimsókn Bandaríkjaforseta myndi hafa áhrif á fyrirætlanir Ísraela en hann taldi svo ekki vera. Það væri ekki markmið heimsóknarinnar, heldur að freista þess að draga úr líkunum á stigmögnun átaka á svæðinu. Talsmaðurinn sagðist ekki telja að það væri eitt af markmiðum Ísraelsstjórnar að hernema Gasa. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í dag til að stilla saman strengi en ríkin hafa verið nokkuð ósamstíga í viðbrögðum sínum við árásum Hamas og hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, meðal annars hvað varðar áframhaldandi fjárstuðning við Palestínumenn. Hamas-samtökin segjast hafa 200 til 250 einstaklinga í haldi en Ísrael hefur sagt fjöldann 199. Samtökin krefjast frelsunar 6.000 palestínskra fanga í ísraelskum fangelsinum fyrir gíslana. Íran hefur varað Ísraelsmenn við forvirkum aðgerðum gegn Ísrael en stjórnvöld þar í landi hafa ítrekað að innrás á Gasa yrði svarað.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira