Ísrael, Hamas og Gaza Ólafur Sveinsson skrifar 17. október 2023 09:30 Benjamin Netanjahu og fleiri núverandi og fyrrverandi ráðherrar í Ísrael hafa lýst því yfir að það eigi að jafna Gazaborg við jörðu - sumir bætt við að henni verði bókstaflega breytt í tjaldborg. Þeir hafa líka lýst því yfir að eitt af markmiðunum með því að þvinga íbúa Gazaborgar til suðurhluta Gazastrandarinnar sé að neyða Egypta til að opna landamærin yfir á Sínaíeyðimörkina því „þar sé nóg plass fyrir flóttamannabúðir og tjaldborg“. Þeir eru ekki tilbúnir að gefa loforð um að íbúarnir geti snúið aftur. Á Vesturbakkanum gera ísraelskir landtökumenn og herinn sífellt fleiri árásir á Palestínumenn og markmiðið er augljóslega að hrekja þá líka í burtu frá hernumdu svæðunum. Öll helstu sjúkrahúsin á Gazaströndinni eru í Gazaborg og hjálparsamtök sem taka þátt í að reka þau hafa lýst því yfir að ef ekki komi eldsneyti fyrir rafalana þar innan eins til tveggja sólarhringa, matur, vatn og lyf, muni mörg þúsund manns deyja. Ísrael hefur að hluta til opnað fyrir vatn í suðurhluta Gazastrandarinnar, þó sú staðreynd að þar er ekkert rafmagn til að knýja vatnspumpur valdi því að aðgangur almennings að vatni er mjög takmarkaður. Þar er engin aðstaða er til að taka á móti þeim hundruðum þúsunda flóttamanna sem þangað eru komnir, enginn matur, ekkert húsnæði fyrir allan þennan fjölda, svo mjög margir eru bókstaflega á götunni og verða að sofa þar. Ísraelar neita að hleypa vörubílum sem standa í löngum röðum við landamærin inn á Gaza með mat, vatn, tjöld, lyf og aðrar nauðþurftir. Gamli síonistadraumurinn um að gyðingar ráði einir yfir landinu helga eins og því er lýst í Gamla testamentinu og þeir telja sig eiga rétt á vegna þess að Guð hafi gefið þeim það, virðist innan seilingar. Til að það takist er nauðsynlegt að hrekja Palestínumenn á brott og ef nauðsyn krefur, drepa þá. Hamassamtökin frömdu ófyrirgefanlegt ódæði - það er ekki spurning - og ættu að sleppa öllum gíslum sínum lausum þegar í stað. Og auðvitað vissu foringjar Hamas hvað þeir væru að kalla yfir sig og palestínsku þjóðina - þó viðbrögðin séu hugsanlega heiftarlegri en þeir gerðu ráð fyrir. Hamas hefur undirbúið þetta stríð lengi og stjórnendurnir eru sannfærðir um að hermenn þeirra geti sigrað ísrelska herinn í götubardögum eða í það minnsta sýnt umheiminum og arabaríkjunum fram á hverskonar skepnur Ísraelar eru með því að víla ekki fyrir sér að drepa óbreytta borgara í tugþúsunda tali, þar sem mikill meirihluti eru börn og konur. Margir fullyrða að þetta sé úthugsuð gildra sem að Ísraelar séu að ganga í með því að ráðast inní Gazaborg, í stríð sem þeir séu dæmdir til að tapa, hvernig sem bardagarnir enda. Og ég held það sé heilmikið til í því. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ólafur Sveinsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Benjamin Netanjahu og fleiri núverandi og fyrrverandi ráðherrar í Ísrael hafa lýst því yfir að það eigi að jafna Gazaborg við jörðu - sumir bætt við að henni verði bókstaflega breytt í tjaldborg. Þeir hafa líka lýst því yfir að eitt af markmiðunum með því að þvinga íbúa Gazaborgar til suðurhluta Gazastrandarinnar sé að neyða Egypta til að opna landamærin yfir á Sínaíeyðimörkina því „þar sé nóg plass fyrir flóttamannabúðir og tjaldborg“. Þeir eru ekki tilbúnir að gefa loforð um að íbúarnir geti snúið aftur. Á Vesturbakkanum gera ísraelskir landtökumenn og herinn sífellt fleiri árásir á Palestínumenn og markmiðið er augljóslega að hrekja þá líka í burtu frá hernumdu svæðunum. Öll helstu sjúkrahúsin á Gazaströndinni eru í Gazaborg og hjálparsamtök sem taka þátt í að reka þau hafa lýst því yfir að ef ekki komi eldsneyti fyrir rafalana þar innan eins til tveggja sólarhringa, matur, vatn og lyf, muni mörg þúsund manns deyja. Ísrael hefur að hluta til opnað fyrir vatn í suðurhluta Gazastrandarinnar, þó sú staðreynd að þar er ekkert rafmagn til að knýja vatnspumpur valdi því að aðgangur almennings að vatni er mjög takmarkaður. Þar er engin aðstaða er til að taka á móti þeim hundruðum þúsunda flóttamanna sem þangað eru komnir, enginn matur, ekkert húsnæði fyrir allan þennan fjölda, svo mjög margir eru bókstaflega á götunni og verða að sofa þar. Ísraelar neita að hleypa vörubílum sem standa í löngum röðum við landamærin inn á Gaza með mat, vatn, tjöld, lyf og aðrar nauðþurftir. Gamli síonistadraumurinn um að gyðingar ráði einir yfir landinu helga eins og því er lýst í Gamla testamentinu og þeir telja sig eiga rétt á vegna þess að Guð hafi gefið þeim það, virðist innan seilingar. Til að það takist er nauðsynlegt að hrekja Palestínumenn á brott og ef nauðsyn krefur, drepa þá. Hamassamtökin frömdu ófyrirgefanlegt ódæði - það er ekki spurning - og ættu að sleppa öllum gíslum sínum lausum þegar í stað. Og auðvitað vissu foringjar Hamas hvað þeir væru að kalla yfir sig og palestínsku þjóðina - þó viðbrögðin séu hugsanlega heiftarlegri en þeir gerðu ráð fyrir. Hamas hefur undirbúið þetta stríð lengi og stjórnendurnir eru sannfærðir um að hermenn þeirra geti sigrað ísrelska herinn í götubardögum eða í það minnsta sýnt umheiminum og arabaríkjunum fram á hverskonar skepnur Ísraelar eru með því að víla ekki fyrir sér að drepa óbreytta borgara í tugþúsunda tali, þar sem mikill meirihluti eru börn og konur. Margir fullyrða að þetta sé úthugsuð gildra sem að Ísraelar séu að ganga í með því að ráðast inní Gazaborg, í stríð sem þeir séu dæmdir til að tapa, hvernig sem bardagarnir enda. Og ég held það sé heilmikið til í því. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun