Lík fundið við leit að sjö ára dreng í Noregi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2023 14:10 Lögregla hefur ekki gefið upp vonina um að drengurinn muni finnast á lífi. EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Umfangsmikil leit stendur nú yfir að sjö ára dreng sem týndist fyrir tveimur dögum síðan í óbyggðum skammt frá Lindesnes syðst í Noregi. Lögregla segir leitarsvæðið verða stækkað í dag en fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar við leitina. Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins kemur fram að drengurinn hafi verið ásamt fjölskyldumeðlimum í veiði í skógi nálægt Heddan. Hann hafi orðið viðskila við restina af hópnum um klukkan hálf tvö að staðartíma á sunnudag. Um er að ræða mýri þar sem mikið er um árfarvegi og stöðuvötn. Svæðið er því afar erfitt til leitar að sögn lögreglu. Hundruð sjálfboðaliða leitar nú drengsins í skóginum og eru vonir bundnar við það að hann sé enn á lífi þrátt fyrir að hafa verið úti í svo langan tíma. Haft er eftir Geir Ljungqvist, lögreglustjóra, að leitarsvæðið verði stækkað í dag. Þá muni jafnframt verða leitað úr lofti og þyrlur nýttar til verksins. 300 manns á vegum lögreglu leita nú að drengnum og 400 sjálfboðaliðar. NRK hefur eftir Mattias Høiland, verslunarstjóra og eiganda matvöruverslunar í Vigeland bæ að samfélagið taki hvarf drengsins nærri sér. Allir séu einhuga um að leggjast á árarnar og taka þátt í leitinni og hefur búðin verið miðstöð sjálfboðaliða sem leita drengsins. Þá hefur fjöldi stúdenta tekið sér frí frá skóla til að leita að drengnum. Uppfært klukkan 15:12 Norskir miðlar greina frá því að einstaklingur hafi fundist látinn á leitarsvæðinu. Lögregla segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkið. En person er funnet død i skogsområdet ved Langemyr i Lindesnes kommune, i området hvor det siden søndag har vært en leteaksjon etter en syv år gammel gutt som forsvant under en jakttur.https://t.co/iiwA80ZLVd— Politiet i Agder (@politiagder) October 17, 2023 Noregur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins kemur fram að drengurinn hafi verið ásamt fjölskyldumeðlimum í veiði í skógi nálægt Heddan. Hann hafi orðið viðskila við restina af hópnum um klukkan hálf tvö að staðartíma á sunnudag. Um er að ræða mýri þar sem mikið er um árfarvegi og stöðuvötn. Svæðið er því afar erfitt til leitar að sögn lögreglu. Hundruð sjálfboðaliða leitar nú drengsins í skóginum og eru vonir bundnar við það að hann sé enn á lífi þrátt fyrir að hafa verið úti í svo langan tíma. Haft er eftir Geir Ljungqvist, lögreglustjóra, að leitarsvæðið verði stækkað í dag. Þá muni jafnframt verða leitað úr lofti og þyrlur nýttar til verksins. 300 manns á vegum lögreglu leita nú að drengnum og 400 sjálfboðaliðar. NRK hefur eftir Mattias Høiland, verslunarstjóra og eiganda matvöruverslunar í Vigeland bæ að samfélagið taki hvarf drengsins nærri sér. Allir séu einhuga um að leggjast á árarnar og taka þátt í leitinni og hefur búðin verið miðstöð sjálfboðaliða sem leita drengsins. Þá hefur fjöldi stúdenta tekið sér frí frá skóla til að leita að drengnum. Uppfært klukkan 15:12 Norskir miðlar greina frá því að einstaklingur hafi fundist látinn á leitarsvæðinu. Lögregla segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkið. En person er funnet død i skogsområdet ved Langemyr i Lindesnes kommune, i området hvor det siden søndag har vært en leteaksjon etter en syv år gammel gutt som forsvant under en jakttur.https://t.co/iiwA80ZLVd— Politiet i Agder (@politiagder) October 17, 2023
Noregur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira