Þar lýsir hún því hvernig hún hafi ítrekað verið dæmd eftir útliti sínu frá því hún ólst upp. Fólk hafi verið óhrætt við að segja henni sínar skoðanir á líkama hennar. Britney snoðaði sig skömmu eftir skilnað hennar við Kevin Federline, en hún var ítrekað til umfjöllunar slúðurblaða á þessum tíma.
„Fólk sagði mér hvað þeim finndist um líkama minn allt frá því að ég var unglingur. Að snoða mig og að vera með stæla voru mín viðbrögð við því,“ skrifar söngkonan í bókinni. Bókin ber heitið „The Woman in Me,“ en vefmiðillinn People hefur birt útdrátt úr bókinni.
Þar lýsir söngkonan því meðal annars að eftir að faðir hennar, Jamie Spears, tók við forræði yfir fjármálum hennar, hafi hún misst allan ákvörðunarrétt yfir eigin lífi. Sér hafi verið sagt að dagar þar sem hún hefði snoðað sig og verið með stæla væru á enda.
„Ég átti að safna hári og komast aftur í form. Ég átti að fara snemma í rúmið og taka öll þau lyf sem þau sögðu mér að taka,“ segir söngkonan.