Framtíðin er núna! Gísli Rafn Ólafsson skrifar 18. október 2023 09:01 Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd. Þau störf sem verða í boði þegar grunnskólabörn nútímans fara út á vinnumarkaðinn verða ansi ólík þeim sem foreldrar þeirra starfa við í dag. Samt er menntun þeirra miðuð við óbreytt samfélag og vinnumarkað. Mikilvægt er að nýta strax nýjar leiðir sem þessar kynslóðir eru þegar farnar að nota til þess að afla sér þekkingar. Nauðsynlegt er að við fjárfestum í kynslóðum framtíðarinnar með því að gera þeim auðveldara fyrir að ná sér í menntun við hæfi, óháð efnahag. Mikilvægt er að laða til starfa í menntakerfinu fólk með djúpa ástríðu fyrir því að byggja upp framtíðarkynslóðir, meðal annars með því að tryggja hærri laun fyrir menntastéttirnar. Slík fjárfesting í menntun skilar sér ávallt margfalt til baka til samfélagsins. Undanfarna öld hefur atvinnulíf á Íslandi einkennst af fiskveiðum, landbúnaði, stóriðju og ferðamennsku og hafa þessir geirar atvinnulífsins oft fengið að vaxa þrátt fyrir ágang þeirra á náttúru, umhverfi og loftslag. Með vaxandi skilningi á þeim slæmu áhrifum sem iðnbyltingin hafði á loftslag og fjölbreytileika lífríkisins þá eru í dag gerðar mun strangari kröfur til þess að allar þessar tegundir atvinnuvega sé vistvænar. Á sama tíma hefur hlutur skapandi greina vaxið mjög hratt og gæti vaxið mun hraðar ef nægur mannskapur með þekkingu og menntun á þeim sviðum væri til staðar. Sem samfélag þurfum við að búa okkur undir að vera aðdráttarafl fyrir störf framtíðarinnar. Við þurfum að draga úr mengandi þáttum eldri atvinnuvega og tryggja að við tökum ríkan þátt í því að tryggja að umhverfi og loftslag framtíðarinnar geri fólki áfram kleift að búa hér á hjara veraldar. En hin öra tæknibylting getur líka haft neikvæð áhrif á samfélagið. Sjálfvirknivæðingin getur dregið úr vali á störfum fyrir fólk, sér í lagi þá sem skortir menntun. Andlitsgreiningar með aðstoð gervigreindar geta líka einfaldað ríkinu að fylgjast með ferðum einstaklinga og þannig gengið mjög nærri friðhelgi einkalífsins. Það er því mikilvægt á sama tíma og við fjárfestum til framtíðar og byggjum upp atvinnuvegi framtíðarinnar, að við tryggjum öllum sem hér búa grundvallar öryggi og borgaralegt frelsi. Við Píratar gerum okkur grein fyrir því að þessi framtíð er að eiga sér stað núna og að það sé ekki hægt að lifa í þeim draumaheimi íhaldsmanna að halda hlutunum óbreyttum um komandi tíma. Þessar öru breytingar gera kröfur um að þeir sem stjórna landinu hafi djúpan skilning á breytingunum og því hvernig eigi að takast á við þær á jákvæðann og uppbyggilegan hátt. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd. Þau störf sem verða í boði þegar grunnskólabörn nútímans fara út á vinnumarkaðinn verða ansi ólík þeim sem foreldrar þeirra starfa við í dag. Samt er menntun þeirra miðuð við óbreytt samfélag og vinnumarkað. Mikilvægt er að nýta strax nýjar leiðir sem þessar kynslóðir eru þegar farnar að nota til þess að afla sér þekkingar. Nauðsynlegt er að við fjárfestum í kynslóðum framtíðarinnar með því að gera þeim auðveldara fyrir að ná sér í menntun við hæfi, óháð efnahag. Mikilvægt er að laða til starfa í menntakerfinu fólk með djúpa ástríðu fyrir því að byggja upp framtíðarkynslóðir, meðal annars með því að tryggja hærri laun fyrir menntastéttirnar. Slík fjárfesting í menntun skilar sér ávallt margfalt til baka til samfélagsins. Undanfarna öld hefur atvinnulíf á Íslandi einkennst af fiskveiðum, landbúnaði, stóriðju og ferðamennsku og hafa þessir geirar atvinnulífsins oft fengið að vaxa þrátt fyrir ágang þeirra á náttúru, umhverfi og loftslag. Með vaxandi skilningi á þeim slæmu áhrifum sem iðnbyltingin hafði á loftslag og fjölbreytileika lífríkisins þá eru í dag gerðar mun strangari kröfur til þess að allar þessar tegundir atvinnuvega sé vistvænar. Á sama tíma hefur hlutur skapandi greina vaxið mjög hratt og gæti vaxið mun hraðar ef nægur mannskapur með þekkingu og menntun á þeim sviðum væri til staðar. Sem samfélag þurfum við að búa okkur undir að vera aðdráttarafl fyrir störf framtíðarinnar. Við þurfum að draga úr mengandi þáttum eldri atvinnuvega og tryggja að við tökum ríkan þátt í því að tryggja að umhverfi og loftslag framtíðarinnar geri fólki áfram kleift að búa hér á hjara veraldar. En hin öra tæknibylting getur líka haft neikvæð áhrif á samfélagið. Sjálfvirknivæðingin getur dregið úr vali á störfum fyrir fólk, sér í lagi þá sem skortir menntun. Andlitsgreiningar með aðstoð gervigreindar geta líka einfaldað ríkinu að fylgjast með ferðum einstaklinga og þannig gengið mjög nærri friðhelgi einkalífsins. Það er því mikilvægt á sama tíma og við fjárfestum til framtíðar og byggjum upp atvinnuvegi framtíðarinnar, að við tryggjum öllum sem hér búa grundvallar öryggi og borgaralegt frelsi. Við Píratar gerum okkur grein fyrir því að þessi framtíð er að eiga sér stað núna og að það sé ekki hægt að lifa í þeim draumaheimi íhaldsmanna að halda hlutunum óbreyttum um komandi tíma. Þessar öru breytingar gera kröfur um að þeir sem stjórna landinu hafi djúpan skilning á breytingunum og því hvernig eigi að takast á við þær á jákvæðann og uppbyggilegan hátt. Höfundur er þingmaður Pírata.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun