Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins.
Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa, rúm fimmtíu sex prósent eru óánægð en aðeins sextán prósent ánægð. Þetta sýnir ný Maskínukönnun. Af kjósendum ríkisstjórnarinnar eru kjósendur Framsóknarflokksins og Vinstri grænna óánægðastir. Við rýnum í könnunina.
Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um slysið.
Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag var 61 árs pólskur ríkisborgari. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er efni úr eftirlitsmyndavélum innan úr húsnæðinu sem og utandyra.