„Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. október 2023 07:01 Bassi Maraj er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið gjörbreyttist hjá Bassa þegar hann samþykkti að vera með í einum þætti af Æði. Nú eru seríurnar orðnar fimm og hefur Bassi verið í öllum þáttum. Í Einkalífinu ræðir Bassi um ferilinn, að koma út úr skápnum, ást sína á eldri borgurum og hundum, að leita stöðugt í grínið, óþægilega athygli, föðurmissinn og fleira. Hér má sjá viðtalið við Bassa í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Bassi Maraj „Þér mun líða betur, þú ert hommi“ „Ég hef eiginlega alltaf verið frekar mikill karakter, ég er alveg hommatrúður. Ég pæli líka voðalega lítið í því hvað öðrum finnst, stundum of lítið. En það er alveg mjög frelsandi.“ Bassi kom út úr skápnum á unglingsaldri, fyrir tæpum áratugi síðan. „Ég var ógeðslega gay alltaf en ég vissi það aldrei. Ég hélt að ég væri bara gagnkynhneigður maður. Svo hef ég alltaf verið með mjög skræka rödd, ég var eins og Mikki mús þegar ég var barn.“ Bassi segir að mamma hans hafi vitað það langt á undan honum að hann væri hinsegin. „Það endaði á því að mamma mín varð semí reið. Hún sagði bara: „Segðu mér það bara. Þér mun líða betur. Þú ert hommi!“ Og hún byrjaði að segja fólki það áður en að ég sagði fólki. Það var alveg mjög næs. Svo sagði ég henni það og hún bara: Ég vissi það! Ég var ekkert í mikilli flækju með þetta. Það var mjög þægilegt að koma út.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Í hettupeysu á ströndinni Bassi er óhræddur við að vera hann sjálfur og segist lítið hafa lent í því að verða fyrir aðkasti hér heima fyrir kynhneigð sína. Það sé þó öðruvísi þegar hann er á ferðalagi, þar þori hann ekki að taka neina sénsa. „Í útlöndum er ég a straight man. Ég er bara í hettupeysu á ströndinni og það er enginn að fara að abbast upp á mig. Ég er ekki að fara að fá sýru í andlitið út af því að ég er hommi.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Þegar Bassi hefur verið á ferðalagi með Æði vinum sínum Patreki Jaime (Patta) og Binna Glee líti hann sjálfur alltaf mest út fyrir að vera gagnkynhneigður. Hann hafi þó stundum áhyggjur af vinum sínum. „Ég er alltaf bara: Patti þú getur ekkert verið að fara svona út! Þá verður þú bara drepinn! Ég vil bara ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi.“ Einkalífið Hinsegin Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Lífið gjörbreyttist hjá Bassa þegar hann samþykkti að vera með í einum þætti af Æði. Nú eru seríurnar orðnar fimm og hefur Bassi verið í öllum þáttum. Í Einkalífinu ræðir Bassi um ferilinn, að koma út úr skápnum, ást sína á eldri borgurum og hundum, að leita stöðugt í grínið, óþægilega athygli, föðurmissinn og fleira. Hér má sjá viðtalið við Bassa í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Bassi Maraj „Þér mun líða betur, þú ert hommi“ „Ég hef eiginlega alltaf verið frekar mikill karakter, ég er alveg hommatrúður. Ég pæli líka voðalega lítið í því hvað öðrum finnst, stundum of lítið. En það er alveg mjög frelsandi.“ Bassi kom út úr skápnum á unglingsaldri, fyrir tæpum áratugi síðan. „Ég var ógeðslega gay alltaf en ég vissi það aldrei. Ég hélt að ég væri bara gagnkynhneigður maður. Svo hef ég alltaf verið með mjög skræka rödd, ég var eins og Mikki mús þegar ég var barn.“ Bassi segir að mamma hans hafi vitað það langt á undan honum að hann væri hinsegin. „Það endaði á því að mamma mín varð semí reið. Hún sagði bara: „Segðu mér það bara. Þér mun líða betur. Þú ert hommi!“ Og hún byrjaði að segja fólki það áður en að ég sagði fólki. Það var alveg mjög næs. Svo sagði ég henni það og hún bara: Ég vissi það! Ég var ekkert í mikilli flækju með þetta. Það var mjög þægilegt að koma út.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Í hettupeysu á ströndinni Bassi er óhræddur við að vera hann sjálfur og segist lítið hafa lent í því að verða fyrir aðkasti hér heima fyrir kynhneigð sína. Það sé þó öðruvísi þegar hann er á ferðalagi, þar þori hann ekki að taka neina sénsa. „Í útlöndum er ég a straight man. Ég er bara í hettupeysu á ströndinni og það er enginn að fara að abbast upp á mig. Ég er ekki að fara að fá sýru í andlitið út af því að ég er hommi.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Þegar Bassi hefur verið á ferðalagi með Æði vinum sínum Patreki Jaime (Patta) og Binna Glee líti hann sjálfur alltaf mest út fyrir að vera gagnkynhneigður. Hann hafi þó stundum áhyggjur af vinum sínum. „Ég er alltaf bara: Patti þú getur ekkert verið að fara svona út! Þá verður þú bara drepinn! Ég vil bara ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi.“
Einkalífið Hinsegin Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01
Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00
„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01