Að hengja prest fyrir biskup, að hengja manneskju fyrir stofnun Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 18. október 2023 14:31 „Öllum skyldi tryggð sömu réttindi“. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður“. Þetta eru tvær setningar sem koma fyrir í yfirlýsingu sem Agnes M. Sigurðardóttir, fyrrverandi biskup Íslands, sendi frá sér í fyrrakvöld. Tilefni orða hennar er að sama dag kvað úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar upp þann úrskurð að í heila 472 daga hafi biskupinn fyrrverandi setið valdalaus í embættinu þar sem skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022. Landið hefur frá þeim tíma í raun verið biskupslaust. Það hefur ekki aftrað frú Agnesi frá því, í nafni embættisins sem hún eitt sinn gegndi, að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir sem kollvarpað hafa lífi einstaklinga. Fyrir tæpum tveimur árum leysti biskupinn fyrrverandi, Gunnar Sigurjónsson sóknarprest í Digranesprestakalli, frá störfum vegna ásakana samstarfskvenna Gunnars um einelti af hans hálfu. Gunnar sem fyrir þann tíma hafði unnið að því að sameina Digranes- og Hjallakirkjuprestaköll og óskað eftir aðstoð mannauðsstjóra kirkjunnar í því verkefni, hafði ekki frekar en annað hlutaðeigandi starfsfólk, fengið nokkrar leiðbeiningar um hvernig takast ætti á við verkefnið. Skal hér tekið fram að engin barst aðstoðin þrátt fyrir beiðni Gunnars og að málið snerti marga einstaklinga og væri á köflum flókið og verulega viðkvæmt verkefni í framkvæmd. Í kjölfar lausnar Gunnars frá störfum setti svokallað teymi þjóðkirkjunnar af stað rannsókn um ávirðingarnar á hendur Gunnari og skilaði teymið áliti sínu 27. júlí 2022. Af þeim 48 atriðum sem borin voru á Gunnar komst teymi kirkjunnar að þeirri niðurstöðu að í fjórum þeirra hafi hann sýnt af sér hegðun sem þætti óæskileg. Eins taldi teymið Gunnar mögulega hafa brotið gegn ákvæðum reglugerðar um einelti. Þar sem það meginskilyrði eineltis að um ítrekaða hegðun sé að ræða var ekki uppfyllt, átti það ekki við í tilfelli Gunnars. Um einangruð tilvik voru að ræða. Þessari niðurstöðu komst teymið að þótt það hafi í málsmeðferð sinni virt sönnunarreglu íslenskra laga að vettugi og það eðlilega sökuðum Gunnari í óhag. Í stað þess að gefa út yfirlýsingu um að Gunnar hafi ekki gerst sekur um einelti sendi biskupinn fyrrverandi fréttatilkynningu á fjölmiðla þess efnis að Gunnar hafi gerst sekur um einelti í sex tilvikum. Það er ekkert minna en alrangt. Orð frú Agnesar höfðu eðlilega mikil áhrif úti í samfélaginu enda töldu fjölmiðlar og landsmenn flestir að um biskup Íslands væri að ræða – og hann færi jú með rétt mál. Frú Agnes hafði þó ekki meira álit á vinnu teymisins en svo að hún hefur á grundvelli þess aldrei áminnt Gunnar heldur frekar beint orku sinni í að grafa undan honum bæði opinberlega og inn á við og hefur undirrituð upplýsingar um að kirkjan hafi að fyrirskipan fyrrum biskups eytt rúmum 10 milljónum króna í lögmannskostnað fyrir Agnesi frá ársbyrjun 2023 og fram í september, vegna máls úrskurðarnefndarinnar. Það er þá bara fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs og eru þá ótaldar þær upphæðir sem greiddar hafa verið árin þar á undan vegna heildarmálsins. Það er ekki nóg að berja sér á brjóst og setja það niður á blað og senda á fjölmiðla að öllum innan kirkjunnar skuli tryggð sömu réttindi og að maður hafi sem biskup (og ekki biskup) beitt sér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Þetta lítur jú þrælvel út á prenti og sérstaklega ef maður hefur á bakvið eyrað átakanlega sögu þjóðkirkjunnar þegar kemur að ofbeldi. Við sem samfélag hljótum einmitt að vilja að innan kirkjunnar skuli öllum tryggð sömu réttindi og að hún sé öruggur staður fyrir alla. Ekki bara suma. Í 26 ár var Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur í Digranesprestakalli og ávallt tilbúinn til að aðstoða þau sem til hans leituðu. Þótt Gunnar hafi starfað sem prestur er fjarri lagi að hann sé fullkominn. Sjarmi hans sem manneskju liggur einmitt í því að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Gunnar er jú fyrst og fremst manneskja og sem slík hefur hann gert mistök. Ef tekið er mið af áliti teymis þjóðkirkjunnar er hann þó ekki verri en næsti einstaklingur. Hann hefur jú sagt hluti sem voru óæskilegir og þar með sært og valdið óþægindum enda búinn að vera á þessari jörðu í ríflega 60 ár. Ég leyfi mér að efast um að samstarfskonur Gunnars sem kvörtuðu undan hegðun hans séu saklausar af svo manneskjulegri hegðun og þegar àlit teymisins er lesið virðist sá efi minn eiga fullan rétt á sér. Gunnar Sigurjónsson missti lífsviðurværi sitt og æruna vegna þessa máls. Hann virðist á engu stigi málsins hafa fengið sanngjarna málsmeðferð hjá fyrrum biskupi og „undirmönnum“ hennar. Frú Agnes beitti sér því svo sannarlega fyrir því að taka á ofbeldismálum, en gerði það með eigin ofbeldi.Tilgangurinn var sá að kirkjan gæti verið öruggur staður. Hún virðist hins vegar hafa gleymt því að allir innan kirkjunnar eiga sama rétt og að syndir kirkjunnar gleymast ekki þó ein manneskja sé hengd fyrir stofnun. Höfundur er almannatengill og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
„Öllum skyldi tryggð sömu réttindi“. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður“. Þetta eru tvær setningar sem koma fyrir í yfirlýsingu sem Agnes M. Sigurðardóttir, fyrrverandi biskup Íslands, sendi frá sér í fyrrakvöld. Tilefni orða hennar er að sama dag kvað úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar upp þann úrskurð að í heila 472 daga hafi biskupinn fyrrverandi setið valdalaus í embættinu þar sem skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022. Landið hefur frá þeim tíma í raun verið biskupslaust. Það hefur ekki aftrað frú Agnesi frá því, í nafni embættisins sem hún eitt sinn gegndi, að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir sem kollvarpað hafa lífi einstaklinga. Fyrir tæpum tveimur árum leysti biskupinn fyrrverandi, Gunnar Sigurjónsson sóknarprest í Digranesprestakalli, frá störfum vegna ásakana samstarfskvenna Gunnars um einelti af hans hálfu. Gunnar sem fyrir þann tíma hafði unnið að því að sameina Digranes- og Hjallakirkjuprestaköll og óskað eftir aðstoð mannauðsstjóra kirkjunnar í því verkefni, hafði ekki frekar en annað hlutaðeigandi starfsfólk, fengið nokkrar leiðbeiningar um hvernig takast ætti á við verkefnið. Skal hér tekið fram að engin barst aðstoðin þrátt fyrir beiðni Gunnars og að málið snerti marga einstaklinga og væri á köflum flókið og verulega viðkvæmt verkefni í framkvæmd. Í kjölfar lausnar Gunnars frá störfum setti svokallað teymi þjóðkirkjunnar af stað rannsókn um ávirðingarnar á hendur Gunnari og skilaði teymið áliti sínu 27. júlí 2022. Af þeim 48 atriðum sem borin voru á Gunnar komst teymi kirkjunnar að þeirri niðurstöðu að í fjórum þeirra hafi hann sýnt af sér hegðun sem þætti óæskileg. Eins taldi teymið Gunnar mögulega hafa brotið gegn ákvæðum reglugerðar um einelti. Þar sem það meginskilyrði eineltis að um ítrekaða hegðun sé að ræða var ekki uppfyllt, átti það ekki við í tilfelli Gunnars. Um einangruð tilvik voru að ræða. Þessari niðurstöðu komst teymið að þótt það hafi í málsmeðferð sinni virt sönnunarreglu íslenskra laga að vettugi og það eðlilega sökuðum Gunnari í óhag. Í stað þess að gefa út yfirlýsingu um að Gunnar hafi ekki gerst sekur um einelti sendi biskupinn fyrrverandi fréttatilkynningu á fjölmiðla þess efnis að Gunnar hafi gerst sekur um einelti í sex tilvikum. Það er ekkert minna en alrangt. Orð frú Agnesar höfðu eðlilega mikil áhrif úti í samfélaginu enda töldu fjölmiðlar og landsmenn flestir að um biskup Íslands væri að ræða – og hann færi jú með rétt mál. Frú Agnes hafði þó ekki meira álit á vinnu teymisins en svo að hún hefur á grundvelli þess aldrei áminnt Gunnar heldur frekar beint orku sinni í að grafa undan honum bæði opinberlega og inn á við og hefur undirrituð upplýsingar um að kirkjan hafi að fyrirskipan fyrrum biskups eytt rúmum 10 milljónum króna í lögmannskostnað fyrir Agnesi frá ársbyrjun 2023 og fram í september, vegna máls úrskurðarnefndarinnar. Það er þá bara fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs og eru þá ótaldar þær upphæðir sem greiddar hafa verið árin þar á undan vegna heildarmálsins. Það er ekki nóg að berja sér á brjóst og setja það niður á blað og senda á fjölmiðla að öllum innan kirkjunnar skuli tryggð sömu réttindi og að maður hafi sem biskup (og ekki biskup) beitt sér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Þetta lítur jú þrælvel út á prenti og sérstaklega ef maður hefur á bakvið eyrað átakanlega sögu þjóðkirkjunnar þegar kemur að ofbeldi. Við sem samfélag hljótum einmitt að vilja að innan kirkjunnar skuli öllum tryggð sömu réttindi og að hún sé öruggur staður fyrir alla. Ekki bara suma. Í 26 ár var Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur í Digranesprestakalli og ávallt tilbúinn til að aðstoða þau sem til hans leituðu. Þótt Gunnar hafi starfað sem prestur er fjarri lagi að hann sé fullkominn. Sjarmi hans sem manneskju liggur einmitt í því að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Gunnar er jú fyrst og fremst manneskja og sem slík hefur hann gert mistök. Ef tekið er mið af áliti teymis þjóðkirkjunnar er hann þó ekki verri en næsti einstaklingur. Hann hefur jú sagt hluti sem voru óæskilegir og þar með sært og valdið óþægindum enda búinn að vera á þessari jörðu í ríflega 60 ár. Ég leyfi mér að efast um að samstarfskonur Gunnars sem kvörtuðu undan hegðun hans séu saklausar af svo manneskjulegri hegðun og þegar àlit teymisins er lesið virðist sá efi minn eiga fullan rétt á sér. Gunnar Sigurjónsson missti lífsviðurværi sitt og æruna vegna þessa máls. Hann virðist á engu stigi málsins hafa fengið sanngjarna málsmeðferð hjá fyrrum biskupi og „undirmönnum“ hennar. Frú Agnes beitti sér því svo sannarlega fyrir því að taka á ofbeldismálum, en gerði það með eigin ofbeldi.Tilgangurinn var sá að kirkjan gæti verið öruggur staður. Hún virðist hins vegar hafa gleymt því að allir innan kirkjunnar eiga sama rétt og að syndir kirkjunnar gleymast ekki þó ein manneskja sé hengd fyrir stofnun. Höfundur er almannatengill og lögfræðingur.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun