Þolinmæði kvenna á þrotum - Blásum í jafnréttislúðra Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 18. október 2023 16:30 ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum. Kvennastörf eru enn vanmetin og enn grasserar ofbeldi gegn konum og kvárum en þetta tvennt er einmitt þema Kvennaverkfalls 2023. ASÍ blæs í alla lúðra og hvetur atvinnurekendur til að styðja sitt fólk og skerða ekki laun þeirra sem taka þátt. Leggjum niður launuð og ólaunuð störfÁ þessum degi mæta konur og kvár ekki í vinnu, smyrja ekki nesti, sækja ekki í leikskólann, muna ekki afmælisdaga og hundsa almennt þriðju vaktina. Konur og kvár í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum storma á samstöðufund á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14. Aðildarfélög ASÍ taka þátt í skipulagningu samstöðufunda víðsvegar um landið.Kvennaverkfall byggir á gömlum mergFyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Verkfallið leiddi til þess að leikskólum og grunnskólum var lokað, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, og í sumum tilfellum var ekki um annað að ræða en að loka. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja. Nú skorum við á konur og kvár að leggja niður störf í sjöunda skipti frá hinum sögufræga viðburði árið 1975.Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða skipa láglaunahópa í samfélaginu.Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.Konur af erlendum uppruna eru um 22% kvenna á vinnumarkaðiASÍ vekur sérstaka athygli á vanmetnu framlagi aðfluttra kvenna sem halda að miklu leyti uppi velferð þjóðarinnar og tekjuöflun þjóðarbúsins. Konur af erlendum uppruna eru um 22% allra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknir Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins hafa sýnt fram á að innflytjendur, konur og karlar, eiga erfiðara með að ná endum saman, búa frekar við efnislegan skort og búa frekar við slæma andlega heilsu heldur en innfæddir. Alþýðusamband Íslands hefur sérstakar áhyggjur af kjörum ræstingafólks, sem er að stórum meirihluta innflytjendakonur. Um 60% starfsfólks í ræstingum á erfitt með að ná endum saman. Útvistun ræstingarstarfa, m.a. hjá hinu opinbera, hefur búið til þrælastétt í íslensku samfélagi, stétt sem deilir ekki vinnuaðstöðu og kjörum með fólki á sama vinnustað.Skýr skilaboð en ólíkar aðstæðurSkilaboðin eru skýr: konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag. Þó ber að nefna að aðstæður kvenna eru ólíkar og þátttaka í Kvennaverkfalli 2023 er mismiklum hindrunum háð. Það sýnir mikilvægi kvennastarfa og hversu ómissandi þau eru í gangverki samfélagsins. Við hvetjum þær sem ekki geta lagt niður störf til að sýna samstöðu með öðrum hætti, til dæmis á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #kvennaverkfall.Ákall ASÍ til samfélagsinsASÍ sendir út ákall til alls samfélagsins um að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa og skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi í garð kvenna og kvára sem allt of lengi hefur viðgengist. Tökum höndum saman, blásum í alla lúðra og tryggjum að Kvennaverkfall 2023 hljóti sama sess í sögubókunum og hinn stórmerki atburður árið 1975.Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kvennaverkfall Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum. Kvennastörf eru enn vanmetin og enn grasserar ofbeldi gegn konum og kvárum en þetta tvennt er einmitt þema Kvennaverkfalls 2023. ASÍ blæs í alla lúðra og hvetur atvinnurekendur til að styðja sitt fólk og skerða ekki laun þeirra sem taka þátt. Leggjum niður launuð og ólaunuð störfÁ þessum degi mæta konur og kvár ekki í vinnu, smyrja ekki nesti, sækja ekki í leikskólann, muna ekki afmælisdaga og hundsa almennt þriðju vaktina. Konur og kvár í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum storma á samstöðufund á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14. Aðildarfélög ASÍ taka þátt í skipulagningu samstöðufunda víðsvegar um landið.Kvennaverkfall byggir á gömlum mergFyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Verkfallið leiddi til þess að leikskólum og grunnskólum var lokað, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, og í sumum tilfellum var ekki um annað að ræða en að loka. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja. Nú skorum við á konur og kvár að leggja niður störf í sjöunda skipti frá hinum sögufræga viðburði árið 1975.Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða skipa láglaunahópa í samfélaginu.Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.Konur af erlendum uppruna eru um 22% kvenna á vinnumarkaðiASÍ vekur sérstaka athygli á vanmetnu framlagi aðfluttra kvenna sem halda að miklu leyti uppi velferð þjóðarinnar og tekjuöflun þjóðarbúsins. Konur af erlendum uppruna eru um 22% allra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknir Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins hafa sýnt fram á að innflytjendur, konur og karlar, eiga erfiðara með að ná endum saman, búa frekar við efnislegan skort og búa frekar við slæma andlega heilsu heldur en innfæddir. Alþýðusamband Íslands hefur sérstakar áhyggjur af kjörum ræstingafólks, sem er að stórum meirihluta innflytjendakonur. Um 60% starfsfólks í ræstingum á erfitt með að ná endum saman. Útvistun ræstingarstarfa, m.a. hjá hinu opinbera, hefur búið til þrælastétt í íslensku samfélagi, stétt sem deilir ekki vinnuaðstöðu og kjörum með fólki á sama vinnustað.Skýr skilaboð en ólíkar aðstæðurSkilaboðin eru skýr: konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag. Þó ber að nefna að aðstæður kvenna eru ólíkar og þátttaka í Kvennaverkfalli 2023 er mismiklum hindrunum háð. Það sýnir mikilvægi kvennastarfa og hversu ómissandi þau eru í gangverki samfélagsins. Við hvetjum þær sem ekki geta lagt niður störf til að sýna samstöðu með öðrum hætti, til dæmis á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #kvennaverkfall.Ákall ASÍ til samfélagsinsASÍ sendir út ákall til alls samfélagsins um að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa og skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi í garð kvenna og kvára sem allt of lengi hefur viðgengist. Tökum höndum saman, blásum í alla lúðra og tryggjum að Kvennaverkfall 2023 hljóti sama sess í sögubókunum og hinn stórmerki atburður árið 1975.Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi ASÍ.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun