„Ósáttur með að það var ekki gengið hreint til verks“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. október 2023 07:01 Ólafur Kristjánsson stýrði liði Breiðabliks til Íslandsmeistaratitils árið 2010 og tók við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu í febrúar árið 2022. Honum var sagt upp 18 mánuðum síðar. Vísir Ólafi Kristjánssyni var sagt upp sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik í ágúst. Hann segir í viðtali í þættinum „Mín skoðun“ að hann hafi verið ósáttur með framkvæmd uppsagnarinnar. Ólafur Kristjánsson var gestur Valtýs Björns Valtýssonar í þættinum „Mín skoðun“ á miðlinum Brotkast í dag. Brot úr þættinum má sjá á Youtube. Ólafi var sagt upp sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki í ágúst en hann hafði þá gegnt starfinu síðan í febrúar 2022. Ólafur segir að hann hafi verið ósáttur með atburðarásina og framkvæmd uppsagnarinnar. „Ég er ekki sammála því að mér var sagt upp. Við vorum rétt komnir út í ána og það sem mér hefur sviðið í framhaldinu er atburðarásin og framkvæmdin. Það leið ansi langur tími þar til hlutirnir komust á hreint,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að honum hafi ekki gengið illa að vinna með fólki innan félagsins og er sérstaklega spurður í samstarf sitt við Flosa Eiríksson formann knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Það gekk bara prýðilega. Ég held mér hafi ekkert gengið illa að vinna með fólki í gegnum tíðina.“ Hann segist treysta því að menn hafi sinnt sínum störfum innan félagsins af heiðarleika. „Ég sat svolítið uppi með það að langt var liðið á uppsagnarfrestinn, sem yfirleitt er til þess að þú hafir tækifæri og möguleika á því að líta í kringum þig og sjá hvort það sé eitthvað annað. Í þessum bransa bankar þú ekkert upp á og sækir um störf. Mér fannst ekki vel staðið að framkvæmd uppsagnarinnar og frágangi uppsagnarfrestsins.“ „Ég sit kannski svolítið í súpunni þar og er ósáttur hvað það varðar. En ég treysti því, og Blikar verða að treysta því, að allir sem starfa hjá félaginu séu að vinna eftir bestu þekkingu, vitund og heiðarleika fyrir hönd félagsins. Þú getur ekki „challengað“ það.“ Segist hafa rukkað Blika um svör Ólafur er ósáttur með að lengi hafi verið gefið í skyn að mögulega myndi hann halda áfram störfum fyrir Breiðablik. „Það leið ansi langur tími sem ég var að starfa inn í þennan uppsagnarfrest. það var ekki skýrt hvernig þessar skipulagsbreytingar yrðu. Það var gefið í skyn, engu lofað, en gefið í skyn að mögulega myndi ég halda áfram störfum hjá félaginu í þessu eða einhverju öðru starfi. Ég rukkaði svolítið um svör hvernig það myndi vera.“ „Þegar átta vikur voru liðnar af þessum uppsagnarfresti og sex eða sjö eftir þá er gengið á formann knattspyrnudeildar af blaðamanni og spurt um þessar sögusagnir sem voru í lofti. Það fer í loftið og þá hafði mér ekki gefist tækifæri til að ræða þau mál við mína nánustu aðra en konuna mína. Það var einn hluti af því sem við vorum búnir að ræða, að þegar og ef kæmi til skilnaðar hvað þetta varðar þá myndum við gera þetta saman. Þá stóð ég eftir með svolítið lítið eftir af uppsagnarfresti og er að leita mér af starfi. Ég var ósáttur með það að það var ekki gengið hreint til verks.“ Gefur lítið fyrir ósætti við Óskar Hrafn Töluvert hefur verið rætt um að samstarf hans og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, fyrrum þjálfara Breiðabliks, hafi ekki verið gott. Óskari var sagt upp hjá Blikum á dögunum og er tekinn við sem þjálfari Haugasund í Noregi. „Mér fannst sú leið sem meistaraflokkurinn var á varðandi leikstíl alveg til fyrirmyndir. Þeir spiluðu skemmtilegan fótbolta og svo framvegis. Þau samskipti voru alveg prýðileg.“ „Svo í þessu eru líka meistaraflokkur kvenna, yngri flokkar karla og kvenna. Breiðablik er með Augnablik kvenna sem var að spila í Lengjudeildinni. Þetta er miklumeira en bara meistaraflokkur. Starfið inniheldur meira en bara meistaraflokk karla og kvenna.“ Í frétt Fótbolti.net um uppsögn Ólafs á sínum tíma er sagt frá því að Óskar Hrafn hafi svarað því í viðtölum að leikmannamál væri ekki á hans könnu. Ólafur segir að ákvarðanir um kaup á leikmönnum hafi verið teknar í sameiningu. „Það var samvinna og samstarf. Auðvitað hefur þjálfari óskir hvaða leikmenn hann vill og það þarf alltaf að virða þær óskir. Það var ekki þannig að ég hafi komið með einhvern leikmann inn af götunni og sagt: Þessi er að koma inn í hópinn og spila. Það voru ræddir leikmenn og svo er það náttúrlega hvort það sé innan þess fjárhagsramma sem er til staðar. Það er þá meira meistaraflokksráð og þá í umborði stjórnar sem tekur ákvörðun um það.“ Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson var gestur Valtýs Björns Valtýssonar í þættinum „Mín skoðun“ á miðlinum Brotkast í dag. Brot úr þættinum má sjá á Youtube. Ólafi var sagt upp sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki í ágúst en hann hafði þá gegnt starfinu síðan í febrúar 2022. Ólafur segir að hann hafi verið ósáttur með atburðarásina og framkvæmd uppsagnarinnar. „Ég er ekki sammála því að mér var sagt upp. Við vorum rétt komnir út í ána og það sem mér hefur sviðið í framhaldinu er atburðarásin og framkvæmdin. Það leið ansi langur tími þar til hlutirnir komust á hreint,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að honum hafi ekki gengið illa að vinna með fólki innan félagsins og er sérstaklega spurður í samstarf sitt við Flosa Eiríksson formann knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Það gekk bara prýðilega. Ég held mér hafi ekkert gengið illa að vinna með fólki í gegnum tíðina.“ Hann segist treysta því að menn hafi sinnt sínum störfum innan félagsins af heiðarleika. „Ég sat svolítið uppi með það að langt var liðið á uppsagnarfrestinn, sem yfirleitt er til þess að þú hafir tækifæri og möguleika á því að líta í kringum þig og sjá hvort það sé eitthvað annað. Í þessum bransa bankar þú ekkert upp á og sækir um störf. Mér fannst ekki vel staðið að framkvæmd uppsagnarinnar og frágangi uppsagnarfrestsins.“ „Ég sit kannski svolítið í súpunni þar og er ósáttur hvað það varðar. En ég treysti því, og Blikar verða að treysta því, að allir sem starfa hjá félaginu séu að vinna eftir bestu þekkingu, vitund og heiðarleika fyrir hönd félagsins. Þú getur ekki „challengað“ það.“ Segist hafa rukkað Blika um svör Ólafur er ósáttur með að lengi hafi verið gefið í skyn að mögulega myndi hann halda áfram störfum fyrir Breiðablik. „Það leið ansi langur tími sem ég var að starfa inn í þennan uppsagnarfrest. það var ekki skýrt hvernig þessar skipulagsbreytingar yrðu. Það var gefið í skyn, engu lofað, en gefið í skyn að mögulega myndi ég halda áfram störfum hjá félaginu í þessu eða einhverju öðru starfi. Ég rukkaði svolítið um svör hvernig það myndi vera.“ „Þegar átta vikur voru liðnar af þessum uppsagnarfresti og sex eða sjö eftir þá er gengið á formann knattspyrnudeildar af blaðamanni og spurt um þessar sögusagnir sem voru í lofti. Það fer í loftið og þá hafði mér ekki gefist tækifæri til að ræða þau mál við mína nánustu aðra en konuna mína. Það var einn hluti af því sem við vorum búnir að ræða, að þegar og ef kæmi til skilnaðar hvað þetta varðar þá myndum við gera þetta saman. Þá stóð ég eftir með svolítið lítið eftir af uppsagnarfresti og er að leita mér af starfi. Ég var ósáttur með það að það var ekki gengið hreint til verks.“ Gefur lítið fyrir ósætti við Óskar Hrafn Töluvert hefur verið rætt um að samstarf hans og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, fyrrum þjálfara Breiðabliks, hafi ekki verið gott. Óskari var sagt upp hjá Blikum á dögunum og er tekinn við sem þjálfari Haugasund í Noregi. „Mér fannst sú leið sem meistaraflokkurinn var á varðandi leikstíl alveg til fyrirmyndir. Þeir spiluðu skemmtilegan fótbolta og svo framvegis. Þau samskipti voru alveg prýðileg.“ „Svo í þessu eru líka meistaraflokkur kvenna, yngri flokkar karla og kvenna. Breiðablik er með Augnablik kvenna sem var að spila í Lengjudeildinni. Þetta er miklumeira en bara meistaraflokkur. Starfið inniheldur meira en bara meistaraflokk karla og kvenna.“ Í frétt Fótbolti.net um uppsögn Ólafs á sínum tíma er sagt frá því að Óskar Hrafn hafi svarað því í viðtölum að leikmannamál væri ekki á hans könnu. Ólafur segir að ákvarðanir um kaup á leikmönnum hafi verið teknar í sameiningu. „Það var samvinna og samstarf. Auðvitað hefur þjálfari óskir hvaða leikmenn hann vill og það þarf alltaf að virða þær óskir. Það var ekki þannig að ég hafi komið með einhvern leikmann inn af götunni og sagt: Þessi er að koma inn í hópinn og spila. Það voru ræddir leikmenn og svo er það náttúrlega hvort það sé innan þess fjárhagsramma sem er til staðar. Það er þá meira meistaraflokksráð og þá í umborði stjórnar sem tekur ákvörðun um það.“
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn