En þori ég, vil ég, get ég? Jónína Hauksdóttir skrifar 20. október 2023 07:31 Á þriðjudaginn verða 48 ár síðan 24. október 1975 rann upp. Sá sögulegi dagur þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og um leið krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Konur komu saman víða um landið og stærsti hópurinn safnaðist saman á Lækjartorgi í Reykjavík þar sem ræður voru haldnar og lagið Áfram stelpur var sungið. Lagið sem margar konur og kvár í dag tengja við kvennafrídaginn. Þvílíkt hugrekki sem skipuleggjendur og þátttakendur sýndu með þá von í brjósti að útrýma kynjamisrétti. Því miður, nú tæpum fimmtíu árum síðar, er sorglegt að þurfa að hryggja svo hugrakkar konur með því að enn er langt í land með að ná launajafnrétti. Kennarastéttin er ein af þeim stéttum þar sem konur eru í miklum meirihluta. Félagsfólk Kennarasambandsins fær greidd sömu laun fyrir sömu störf. Því miður er það alls ekki alltaf raunin og breytur á borð við kyn, kynvitund, kynhneigð, stöðu, fötlun, trúarbrögð, aldur og uppruna hafa enn áhrif á launasetningu. Þessi staða á ekki að líðast í dag. Því hvet ég eindregið konur og kvár í Kennarasambandi Íslands að taka þátt í Kvennaverkfallinu 2023. Sýnum stuðning okkar í verki 24. október. Sýnum sama hugrekki og ömmur okkar, mæður, systur og frænkur gerðu 1975. Tökum þátt. Mætum á samstöðufundi. Sýnum að við erum ómissandi fyrir samfélagið okkar. Sýnum í eitt skipti fyrir öll að við samþykkjum ekki launamisrétti. Sýnum að enn þorum við, getum og viljum. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kvennaverkfall Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn verða 48 ár síðan 24. október 1975 rann upp. Sá sögulegi dagur þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og um leið krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Konur komu saman víða um landið og stærsti hópurinn safnaðist saman á Lækjartorgi í Reykjavík þar sem ræður voru haldnar og lagið Áfram stelpur var sungið. Lagið sem margar konur og kvár í dag tengja við kvennafrídaginn. Þvílíkt hugrekki sem skipuleggjendur og þátttakendur sýndu með þá von í brjósti að útrýma kynjamisrétti. Því miður, nú tæpum fimmtíu árum síðar, er sorglegt að þurfa að hryggja svo hugrakkar konur með því að enn er langt í land með að ná launajafnrétti. Kennarastéttin er ein af þeim stéttum þar sem konur eru í miklum meirihluta. Félagsfólk Kennarasambandsins fær greidd sömu laun fyrir sömu störf. Því miður er það alls ekki alltaf raunin og breytur á borð við kyn, kynvitund, kynhneigð, stöðu, fötlun, trúarbrögð, aldur og uppruna hafa enn áhrif á launasetningu. Þessi staða á ekki að líðast í dag. Því hvet ég eindregið konur og kvár í Kennarasambandi Íslands að taka þátt í Kvennaverkfallinu 2023. Sýnum stuðning okkar í verki 24. október. Sýnum sama hugrekki og ömmur okkar, mæður, systur og frænkur gerðu 1975. Tökum þátt. Mætum á samstöðufundi. Sýnum að við erum ómissandi fyrir samfélagið okkar. Sýnum í eitt skipti fyrir öll að við samþykkjum ekki launamisrétti. Sýnum að enn þorum við, getum og viljum. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar