Listaverkasafn Berlusconi skapar vandræði fyrir afkomendurna Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2023 07:49 Silvio Berlusconi árið 1985. Hann var duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Getty Einn af helstu menningarvitum og listaverkagagnrýnendum Ítalíu hefur hæðst að listaverkasafni sem forsætisráðherrann fyrrverandi, Silvio Berlusconi, skildi eftir sig þegar hann lést í júní síðastliðinn. Safnið hefur skapað ákveðin vandræði fyrir afkomendur og erfingja Berlusconi. Gagnrýnandinn Vittorio Sgarbi segir að safn forsætisráðherrans fyrrverandi samanstandi af um 25 þúsund listaverkum sem séu að langstærstum hluta af litlum gæðum og svo gott sem verðlaus. Í frétt BBC segir að Berlusconi hafi um árabil verið duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Fram kemur að þetta mikla safn hafi veitt afkomendum Berlusconi ákveðnu hugarangri, enda viti þeir ekki hvað eigi að gera við það, nú að Berlusconi gengnum. Myndirnar séu verðveittar í rúmlega þrjú þúsund fermetra vöruhúsi, ekki langt frá sveitasetri Berlusconi fyrir utan Mílanó. Um 120 milljónir króna kosti að reka vöruhúsið á ári. Í safninu eru meðal annars að finna myndir af Maríu mey, nöktum konum og myndir af húsum í París, Napolí og Feneyjum, að því er segir í frétt La Repubblica. Þá segir að timburmaðkar hafi þegar eyðilagt fjölda verkanna. Sgarbi gefur lítið fyrir safnið en segir þó að einhverjir, sem hafi litla kunnáttu um list, kunni vafalaust að hafa gaman af því að sjá myndirnar. Mögulega séu sex eða sjö myndir í safninu öllu sem hafi menningarlegt gildi. Þó kemur fram að safnið sé metið á um tuttugu milljónir evra, um þrjá milljarða króna. Auðævi Berlusconi voru metin á um sex milljarða evra þegar hann lést, um 880 milljarða íslenskra króna. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda sem forsætisráðherra árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Ítalía Myndlist Menning Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Gagnrýnandinn Vittorio Sgarbi segir að safn forsætisráðherrans fyrrverandi samanstandi af um 25 þúsund listaverkum sem séu að langstærstum hluta af litlum gæðum og svo gott sem verðlaus. Í frétt BBC segir að Berlusconi hafi um árabil verið duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Fram kemur að þetta mikla safn hafi veitt afkomendum Berlusconi ákveðnu hugarangri, enda viti þeir ekki hvað eigi að gera við það, nú að Berlusconi gengnum. Myndirnar séu verðveittar í rúmlega þrjú þúsund fermetra vöruhúsi, ekki langt frá sveitasetri Berlusconi fyrir utan Mílanó. Um 120 milljónir króna kosti að reka vöruhúsið á ári. Í safninu eru meðal annars að finna myndir af Maríu mey, nöktum konum og myndir af húsum í París, Napolí og Feneyjum, að því er segir í frétt La Repubblica. Þá segir að timburmaðkar hafi þegar eyðilagt fjölda verkanna. Sgarbi gefur lítið fyrir safnið en segir þó að einhverjir, sem hafi litla kunnáttu um list, kunni vafalaust að hafa gaman af því að sjá myndirnar. Mögulega séu sex eða sjö myndir í safninu öllu sem hafi menningarlegt gildi. Þó kemur fram að safnið sé metið á um tuttugu milljónir evra, um þrjá milljarða króna. Auðævi Berlusconi voru metin á um sex milljarða evra þegar hann lést, um 880 milljarða íslenskra króna. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda sem forsætisráðherra árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011.
Ítalía Myndlist Menning Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira