Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2023 08:55 Viktor Orbán, til vinstri, og Vladimír Pútín, til hægri, hittust í Peking í Kína í vikunni. Vísir/EPA Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. Forseti Tékklands, Petr Pavel, segir evrópska leiðtoga ekki mega falla fyrir brögðum forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Það gerir hann tveimur dögum eftir fund Pútín með forseta Ungverjalands, Viktor Orbán, í Peking. Orbán var staddur í Kína á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum forseta landsins. Pavel sagði í yfirlýsingu til breska miðilsins Guardian að það hefði oft sýnt sig að Pútín hitti ekki leiðtoga Evrópu með það að markmiði að ná friði. Petr Pavel segir fund þeirra mikil vonbrigðiVísir/EPA „Það er hægt að ná friði án nokkurra samningaviðræðna ef hann myndi bara láta af árásum sínum og draga herlið sitt út úr Úkraínu,“ sagði Pavel og að eina ástæða fundanna væri að slíta í sundur sameiningu Evrópulanda og lýðræðisríkja. „Við ættum ekki að falla fyrir brögðum hans.“ Forseti Eistlands tók í sama streng í viðtali við Reuters eftir fund Pútín og Orbán og sagði fund þeirra „mjög ógeðfelldan“. Þá gagnrýndi einnig sendiherra Bandaríkjanna í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, fundinn og að forseti landsins hefði ákveðið að hitta mann sem sé ábyrgur fyrir glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Hungary s leader chooses to stand with a man whose forces are responsible for crimes against humanity in Ukraine, and alone among our Allies. While Russia strikes Ukrainian civilians, Hungary pleads for business deals. pic.twitter.com/Rsjwdm1oUu— Ambassador David Pressman (@USAmbHungary) October 17, 2023 Sendiherra Þýskalands í Ungverjalandi sagði svipaða hluti í færslu á X, áður Twitter, þar sem hún spurði hvort að innrás hans í Úkraínu hefði ekki örugglega verið rædd. So - Putin must end his war of aggression against Ukraine, end the bombardment of civilians, the shelling of schools and hospitals, the kidnapping of children? That was meant and discussed, surely? https://t.co/WTJIIK0FpU— Julia Gross (@GERinHUN) October 17, 2023 Á vef Guardian segir að Orbán hafi í vikunni hitt Pútín og að það þyki nokkuð óvenjulegt fyrir leiðtoga sem tilheyrir bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Orbán sagði eftir fund þeirra að þeir hefðu rætt friðar- og orkumál. Ungverjaland hefur oft verið gagnrýnt fyrir ólýðræðislega tilburði innanlands og utanríkisstefnu sem er mjög vinveitt bæði Kínverjum og Rússum. Utanríkisráðherra landsins, Péter Szijjártó, heimsækir Moskvu reglulega og svo eru margir svekktir yfir því að Ungverjar, og Tyrkir, hafi ekki samþykkt umsókn Svía í NATO. Talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar hefur svarað þessum gagnrýnisröddum og sagði afstöðu Orbán til stríðsins í Úkraínu hafa verið skýra frá upphafi. En að þau tali ávallt fyrir því að eiga í opnu og gagnsæju samtali með það að markmiði að finna friðsamlega lausn að átökunum. Nánar á vef Guardian. Ungverjaland Tékkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Forseti Tékklands, Petr Pavel, segir evrópska leiðtoga ekki mega falla fyrir brögðum forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Það gerir hann tveimur dögum eftir fund Pútín með forseta Ungverjalands, Viktor Orbán, í Peking. Orbán var staddur í Kína á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum forseta landsins. Pavel sagði í yfirlýsingu til breska miðilsins Guardian að það hefði oft sýnt sig að Pútín hitti ekki leiðtoga Evrópu með það að markmiði að ná friði. Petr Pavel segir fund þeirra mikil vonbrigðiVísir/EPA „Það er hægt að ná friði án nokkurra samningaviðræðna ef hann myndi bara láta af árásum sínum og draga herlið sitt út úr Úkraínu,“ sagði Pavel og að eina ástæða fundanna væri að slíta í sundur sameiningu Evrópulanda og lýðræðisríkja. „Við ættum ekki að falla fyrir brögðum hans.“ Forseti Eistlands tók í sama streng í viðtali við Reuters eftir fund Pútín og Orbán og sagði fund þeirra „mjög ógeðfelldan“. Þá gagnrýndi einnig sendiherra Bandaríkjanna í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, fundinn og að forseti landsins hefði ákveðið að hitta mann sem sé ábyrgur fyrir glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Hungary s leader chooses to stand with a man whose forces are responsible for crimes against humanity in Ukraine, and alone among our Allies. While Russia strikes Ukrainian civilians, Hungary pleads for business deals. pic.twitter.com/Rsjwdm1oUu— Ambassador David Pressman (@USAmbHungary) October 17, 2023 Sendiherra Þýskalands í Ungverjalandi sagði svipaða hluti í færslu á X, áður Twitter, þar sem hún spurði hvort að innrás hans í Úkraínu hefði ekki örugglega verið rædd. So - Putin must end his war of aggression against Ukraine, end the bombardment of civilians, the shelling of schools and hospitals, the kidnapping of children? That was meant and discussed, surely? https://t.co/WTJIIK0FpU— Julia Gross (@GERinHUN) October 17, 2023 Á vef Guardian segir að Orbán hafi í vikunni hitt Pútín og að það þyki nokkuð óvenjulegt fyrir leiðtoga sem tilheyrir bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Orbán sagði eftir fund þeirra að þeir hefðu rætt friðar- og orkumál. Ungverjaland hefur oft verið gagnrýnt fyrir ólýðræðislega tilburði innanlands og utanríkisstefnu sem er mjög vinveitt bæði Kínverjum og Rússum. Utanríkisráðherra landsins, Péter Szijjártó, heimsækir Moskvu reglulega og svo eru margir svekktir yfir því að Ungverjar, og Tyrkir, hafi ekki samþykkt umsókn Svía í NATO. Talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar hefur svarað þessum gagnrýnisröddum og sagði afstöðu Orbán til stríðsins í Úkraínu hafa verið skýra frá upphafi. En að þau tali ávallt fyrir því að eiga í opnu og gagnsæju samtali með það að markmiði að finna friðsamlega lausn að átökunum. Nánar á vef Guardian.
Ungverjaland Tékkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57
Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38