Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 13:30 Mohamed Salah skoraði tvö mörk gegn Everton. getty/Robbie Jay Barratt Liverpool sigraði Everton, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah skoraði bæði mörk Rauða hersins. Evertonmenn mættu grimmir og gíraðir til leiks, héldu fast í sín einkenni; lágu þéttir og vel skipulagðir til baka og voru fastir fyrir í varnarleiknum. Ashley Young varð fyrstur til að fá spald áður en miðvörðurinn James Tarkowski fékk einnig að líta gult. Skömmu síðar var Ashley Young svo sendur af velli fyrir groddaralega tæklingu á Luis Díaz. Manni fleiri á lokamínútum fyrri hálfleiks tókst Liverpool ekki að taka forystu í leiknum og liðin gengu markalaus til búningsherbergja sinna. Everton áttu svo eftir að múra enn frekar fyrir markið í seinni hálfleiknum, vörðust nánast með alla tíu mennina inni í teignum. Ibrahima Konate, varnarmaður Liverpool, var svo ansi tæpur að láta reka sig af velli og gera leikinn að tíu gegn tíu en Craig Dawson, dómari leiksins, hlífði honum rauða spjaldinu. Liverpool fékk svo vítaspyrnu þegar Michael Keane, varnarmaður Everton, handlék óvart boltann. Skömmu áður vildu Liverpool líka fá brot dæmt í vítateignum. Salah fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Everton stigu aðeins ofar á lokamínútunum í leit að jöfnunarmarkinu en færasköpun liðsins var lítil. Salah tvöfaldaði svo forystuna og gerði algjörlega útaf við vonir Everton með öðru marki á 97. mínútu leiksins. Enski boltinn
Liverpool sigraði Everton, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah skoraði bæði mörk Rauða hersins. Evertonmenn mættu grimmir og gíraðir til leiks, héldu fast í sín einkenni; lágu þéttir og vel skipulagðir til baka og voru fastir fyrir í varnarleiknum. Ashley Young varð fyrstur til að fá spald áður en miðvörðurinn James Tarkowski fékk einnig að líta gult. Skömmu síðar var Ashley Young svo sendur af velli fyrir groddaralega tæklingu á Luis Díaz. Manni fleiri á lokamínútum fyrri hálfleiks tókst Liverpool ekki að taka forystu í leiknum og liðin gengu markalaus til búningsherbergja sinna. Everton áttu svo eftir að múra enn frekar fyrir markið í seinni hálfleiknum, vörðust nánast með alla tíu mennina inni í teignum. Ibrahima Konate, varnarmaður Liverpool, var svo ansi tæpur að láta reka sig af velli og gera leikinn að tíu gegn tíu en Craig Dawson, dómari leiksins, hlífði honum rauða spjaldinu. Liverpool fékk svo vítaspyrnu þegar Michael Keane, varnarmaður Everton, handlék óvart boltann. Skömmu áður vildu Liverpool líka fá brot dæmt í vítateignum. Salah fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Everton stigu aðeins ofar á lokamínútunum í leit að jöfnunarmarkinu en færasköpun liðsins var lítil. Salah tvöfaldaði svo forystuna og gerði algjörlega útaf við vonir Everton með öðru marki á 97. mínútu leiksins.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti