Morðhótunum rignir yfir leiðtogalausa Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 15:20 Kevin McCarthy tilnefndi Jim Jordan í atkvæðagreiðslunni í dag. AP/J. Scott Applewhite Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddu í dag atkvæði gegn því að gera Jim Jordan að þingforseta. Þetta var í þriðja sinn sem þingmenn höfnuðu honum og lá í raun fyrir áður en atkvæðagreiðslan fór fram að hann yrði ekki þingforseti. Gífurleg óreiða ríkir í fulltrúadeildinni og þá alfarið innan þingflokks Repúblikanaflokksins, sem er með nauman meirihluta. Fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Mikil bræði er innan þingflokks Repúblikana og að miklu leyti vegna þeirra aðferða sem Jordan og bandamenn hans hafa beitt gagn þingmönnum sem hafa ekki viljað veita honum atkvæði. Morðhótunum hefur rignt yfir þessa þingmenn og fjölskyldur þeirra. AP fréttaveitan hefur eftir einum að eiginkona hans hafi sofið með hlaðna byssu nærri sér, eftir að henni bárust morðhótanir. Sumir segja þetta hafa fest afstöðu þeirra í sessi og heita því að veita Jordan aldrei atkvæði. Atkvæðagreiðslunni er ekki lokið þegar þetta er skrifað, hún er ekki hálfnuð, en ljóst er að Jordan nær ekki kjöri. (Uppfært: 25 þingmenn Repúblikanaflokksins, neituðu að veita Jordan atkvæði og hefur þeim fjölgað frá því síðast.) Óreiðan ræður ríkjum Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Jordan fékk því næst tilnefninguna en í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn honum og fjölgaði þeim í seinni atkvæðagreiðslunni. Sjá einnig: Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Þá skoðuðu Repúblikanar það að gera Patrick McHenry, starfandi þingforseta, að tímabundnum forseta en ekki náðist samkomulag um það. Sem starfandi þingforseti hefur McCarthy ekki heimild til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um annað en leitina að nýjum forseta. Þingið er því lamað þar til sá finnst. Jordan hefur reynt að fá Scalise til að halda ræðu og tilnefna sig til embættis en hann hefur ekki gert það. Að þessu sinni var það Kevin McCarthy sem hélt ræðu um tilnefningu Jordans og lofaði hann í hástert. Á sama tíma skaut hann skotum að Demókrötum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Gífurleg óreiða ríkir í fulltrúadeildinni og þá alfarið innan þingflokks Repúblikanaflokksins, sem er með nauman meirihluta. Fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Mikil bræði er innan þingflokks Repúblikana og að miklu leyti vegna þeirra aðferða sem Jordan og bandamenn hans hafa beitt gagn þingmönnum sem hafa ekki viljað veita honum atkvæði. Morðhótunum hefur rignt yfir þessa þingmenn og fjölskyldur þeirra. AP fréttaveitan hefur eftir einum að eiginkona hans hafi sofið með hlaðna byssu nærri sér, eftir að henni bárust morðhótanir. Sumir segja þetta hafa fest afstöðu þeirra í sessi og heita því að veita Jordan aldrei atkvæði. Atkvæðagreiðslunni er ekki lokið þegar þetta er skrifað, hún er ekki hálfnuð, en ljóst er að Jordan nær ekki kjöri. (Uppfært: 25 þingmenn Repúblikanaflokksins, neituðu að veita Jordan atkvæði og hefur þeim fjölgað frá því síðast.) Óreiðan ræður ríkjum Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Jordan fékk því næst tilnefninguna en í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn honum og fjölgaði þeim í seinni atkvæðagreiðslunni. Sjá einnig: Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Þá skoðuðu Repúblikanar það að gera Patrick McHenry, starfandi þingforseta, að tímabundnum forseta en ekki náðist samkomulag um það. Sem starfandi þingforseti hefur McCarthy ekki heimild til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um annað en leitina að nýjum forseta. Þingið er því lamað þar til sá finnst. Jordan hefur reynt að fá Scalise til að halda ræðu og tilnefna sig til embættis en hann hefur ekki gert það. Að þessu sinni var það Kevin McCarthy sem hélt ræðu um tilnefningu Jordans og lofaði hann í hástert. Á sama tíma skaut hann skotum að Demókrötum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10
Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01
Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32
McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32