Framkvæmdastjóri SA ætlar ekki að taka þátt í verkfallinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 20:58 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Arnar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ætlar ekki að taka þátt í allsherjarverkfalli kvenna og kvára á þriðjudag. Hún leggur áherslu á að mikið hafi áunnist síðustu fimmtíu ár. Það skjóti skökku við að konur og kvár séu hvattar til að ganga úr störfum án þess að láta yfirmenn vita. Forsvarsmenn SA birtu grein í dag á vef samtakanna þar sem fram kom að eðlilegt væri að atvinnurekendur spyrðu sig af hverju markmið skipuleggjenda verkfallsins væri að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Engin skylda hvíli á atvinnurekendum til að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. Rætt var við Sigríði Margréti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar áréttaði hún að forsvarsmenn SA styddu baráttu við kynbundinni mismunun og ofbeldi. „Það sem skiptir rosalega miklu máli að hafa í huga er það hversu mikið hefur áunnist frá því að kvennafrídagurinn var haldinn fyrst árið 1975 fyrir tæplega hálfri öld. Við sjáum það til dæmis að samkvæmt greinargerð Hagstofu Íslands, þá er leiðréttur launamunur kynjanna 4,1 prósent. Og við vitum það líka að þessi launamunur er fyrst og fremst vegna þess að kyn eru að velja sér mismunandi tegundir starfa og atvinnugreina.“ Sigríður Margrét segir að ef horft sé á óleiðrétta launamuninn þá liggi fyrir að karlar séu mun líklegri til að vinna yfirvinnu heldur en konur. Það gæti útskýrt hærra meðaltímakaup karlmanna. Mikið áunnist síðustu fimmtíu ár „Sú staða, að árið 2023 á Íslandi, þá erum við með forsætisráðherra sem er kona, fjármálaráðherra sem er kona og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sem er kona. Sem segir auðvitað mjög margt um það sem hefur áunnist á þessari tæpu hálfu öld sem er liðin.“ Þegar talið berst að fyrrnefndri grein segir hún skjóta skökku við að verið sé beinlínis að hvetja til þess að konur og kvár gangi úr störfum sínum án þess að láta yfirmenn vita. Staða og eðli fyrirtækja sé mjög mismunandi og Samtök atvinnulífsins leggi áherslu á að meðalhófs sé gætt. „Og við erum þess vegna að leggja áherslu á það að bæði konur og kvár, sem vilja taka þátt í kvennafrídeginum, geri það með góðum fyrirvara og í þá samvinnu við sinn yfirmann svo hægt sé að skipuleggja fjarvistir, ef því er hægt að koma við,“ segir Sigríður Margrét. Sjálf ætlar hún ekki að taka þátt í verkfallinu: „Ég ætla að vera á opnum vinnufundi í Reykjanesbæ, vegna þess að stærsta verkefni sem við stöndum frammi fyrir núna, það er að brjótast út úr vítahring verðbólgu og vaxta. Þannig að ég ætla að vera þar á opnum vinufundi með atvinnurekendum, starfsfólki og öllum sem vilja koma til að ræða lausnir á því að ná niður verðbólgu og lækka vexti á Íslandi.“ Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir „Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11 Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Forsvarsmenn SA birtu grein í dag á vef samtakanna þar sem fram kom að eðlilegt væri að atvinnurekendur spyrðu sig af hverju markmið skipuleggjenda verkfallsins væri að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Engin skylda hvíli á atvinnurekendum til að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. Rætt var við Sigríði Margréti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar áréttaði hún að forsvarsmenn SA styddu baráttu við kynbundinni mismunun og ofbeldi. „Það sem skiptir rosalega miklu máli að hafa í huga er það hversu mikið hefur áunnist frá því að kvennafrídagurinn var haldinn fyrst árið 1975 fyrir tæplega hálfri öld. Við sjáum það til dæmis að samkvæmt greinargerð Hagstofu Íslands, þá er leiðréttur launamunur kynjanna 4,1 prósent. Og við vitum það líka að þessi launamunur er fyrst og fremst vegna þess að kyn eru að velja sér mismunandi tegundir starfa og atvinnugreina.“ Sigríður Margrét segir að ef horft sé á óleiðrétta launamuninn þá liggi fyrir að karlar séu mun líklegri til að vinna yfirvinnu heldur en konur. Það gæti útskýrt hærra meðaltímakaup karlmanna. Mikið áunnist síðustu fimmtíu ár „Sú staða, að árið 2023 á Íslandi, þá erum við með forsætisráðherra sem er kona, fjármálaráðherra sem er kona og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sem er kona. Sem segir auðvitað mjög margt um það sem hefur áunnist á þessari tæpu hálfu öld sem er liðin.“ Þegar talið berst að fyrrnefndri grein segir hún skjóta skökku við að verið sé beinlínis að hvetja til þess að konur og kvár gangi úr störfum sínum án þess að láta yfirmenn vita. Staða og eðli fyrirtækja sé mjög mismunandi og Samtök atvinnulífsins leggi áherslu á að meðalhófs sé gætt. „Og við erum þess vegna að leggja áherslu á það að bæði konur og kvár, sem vilja taka þátt í kvennafrídeginum, geri það með góðum fyrirvara og í þá samvinnu við sinn yfirmann svo hægt sé að skipuleggja fjarvistir, ef því er hægt að koma við,“ segir Sigríður Margrét. Sjálf ætlar hún ekki að taka þátt í verkfallinu: „Ég ætla að vera á opnum vinnufundi í Reykjanesbæ, vegna þess að stærsta verkefni sem við stöndum frammi fyrir núna, það er að brjótast út úr vítahring verðbólgu og vaxta. Þannig að ég ætla að vera þar á opnum vinufundi með atvinnurekendum, starfsfólki og öllum sem vilja koma til að ræða lausnir á því að ná niður verðbólgu og lækka vexti á Íslandi.“
Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir „Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11 Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
„Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11
Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50
Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50