Algjört grísamark hjá Griezmann sem færist nær markameti Atletico Siggeir Ævarsson skrifar 21. október 2023 21:51 Antoine Griezmann hefur heldur betur verið á skotskónum Vísir/Getty Atletico Madrid vann sinn fimmta deildarleik í dag þegar liðið lagði Celta Vigo örugglega á útivelli 0-3. Antoine Griezmann skoraði öll þrjú mörk liðsins en annað mark hans var sannkallað grísamark. Heimanenn í Celta léku manni færri megnið af leiknum en markvörður þeirra, Ivan Villar, fékk rautt spjald á 25. mínútu. Griezmann skoraði úr vítaspyrnunni og kom sínum mönnum svo í 0-2 á 64. mínútu með ótrúlegu marki en hann rann til í teignum þegar hann sparkaði í boltann og virtist hafa ætlað að gefa sendingu fyrir. Antoine Griezmann s goal which he seemed to score by mistake pic.twitter.com/6EaoyMLdgH— Atletico Universe (@atletiuniverse) October 21, 2023 Grizemann fullkomnaði svo þrennuna á 70. mínútu og var svo skipt út af skömmu seinna og lauk leik með frábæra tölfræði. Þrjú skot á markið og þrjú mörk. THE . Brought to you by @atletienglish productions. pic.twitter.com/mYaX8cKVOB— LALIGA English (@LaLigaEN) October 21, 2023 Með þessum mörkum færist Grizemann, sem er 32 ára, nær því að verða markahæsti leikmaður Atletico í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hann er kominn með 119 deildarmörk og vantar aðeins fjögur enn til að jafna met Luis Aragonés sem lagði skóna á hilluna 1974. Grizemann hefur alls skorað 165 mörk fyrir Atletico í öllum keppnum og er markahæsti leikmaður í sögu liðsins sé sá mælikvarði notaður, með ellefu marka forskot á Aragonés. Næstu menn í röðinni á báðum listum eru allir hættir í fótbolta svo að það verður að teljast líklegt að Grizemann haldi metinu í ófá ár enn. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira
Heimanenn í Celta léku manni færri megnið af leiknum en markvörður þeirra, Ivan Villar, fékk rautt spjald á 25. mínútu. Griezmann skoraði úr vítaspyrnunni og kom sínum mönnum svo í 0-2 á 64. mínútu með ótrúlegu marki en hann rann til í teignum þegar hann sparkaði í boltann og virtist hafa ætlað að gefa sendingu fyrir. Antoine Griezmann s goal which he seemed to score by mistake pic.twitter.com/6EaoyMLdgH— Atletico Universe (@atletiuniverse) October 21, 2023 Grizemann fullkomnaði svo þrennuna á 70. mínútu og var svo skipt út af skömmu seinna og lauk leik með frábæra tölfræði. Þrjú skot á markið og þrjú mörk. THE . Brought to you by @atletienglish productions. pic.twitter.com/mYaX8cKVOB— LALIGA English (@LaLigaEN) October 21, 2023 Með þessum mörkum færist Grizemann, sem er 32 ára, nær því að verða markahæsti leikmaður Atletico í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hann er kominn með 119 deildarmörk og vantar aðeins fjögur enn til að jafna met Luis Aragonés sem lagði skóna á hilluna 1974. Grizemann hefur alls skorað 165 mörk fyrir Atletico í öllum keppnum og er markahæsti leikmaður í sögu liðsins sé sá mælikvarði notaður, með ellefu marka forskot á Aragonés. Næstu menn í röðinni á báðum listum eru allir hættir í fótbolta svo að það verður að teljast líklegt að Grizemann haldi metinu í ófá ár enn.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira