Írönsk yfirvöld neita því að ástand stúlkunnar sé lögreglu að kenna. Í tilkynningu segir að læknar hafi reynt allt, án árangurs.
Mannréttindasamtök halda því fram að siðgæðislögreglan í Íran hafi veist að stúlkunni, hinni sextán ára gömlu Armitu Gervand, í neðanjarðarlest í Tehran. Eins og fyrr segir á hún að hafa sleppt því að nota hijab-slæðu á almannafæri og brotið þar með siðgæðislög.
Guardian greinir frá því að hætta sé á að mótmæli brjótist út vegna málsins. Fyrir ári síðan geisuðu gríðarmikil mótmæli í Íran í meira en mánuð eftir að Masha Amini, 22 ára gömul kona, lést í haldi siðgæðislögreglunnar. Margir voru handteknir í mótmælunum og sumir voru dæmdir til dauða.