Dularfullur dauðdagi vísindamanns Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. október 2023 16:25 Háskólinn í Barcelona Wikimedia Commons Háskólinn í Barcelona rannsakar dauðsfall lífefnafræðings sem lést í fyrra. Hann vann að rannsóknum á Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum og hafði undir höndum þúsundir hættulegra sýna sem enginn í rannsóknarteyminu vissi af. Rannsakaði sýni sem enginn vissi af Sýnin fundust eftir dauða hins 45 ára gamla vísindamanns í fyrra. Þau voru geymd við 80 stiga frost. Engin leyfi höfðu verið veitt fyrir sýnunum, en þau eru talin vera lífshættuleg. Karlmaðurinn leiddi teymi sem frá árinu 2018 hefur rannsakað orsakavalda heilabilunarsjúkdóma og hvernig hindra megi þá. Einkennin líktust Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum Í nóvember árið 2020 fór maðurinn í veikindaleyfi eftir að hafa kennt sér meins um nokkurt skeið. Lýsingar hans á krankleika sínum rímuðu að stórum hluta við sjúkdómseinkenni Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminn, en þau eru m.a. stjórnleysi vöðva, einkenni heilabilunar, persónleikabreytingar og geðrænar truflanir. Eins og er leiðir sjúkdómurinn alltaf til dauða eftir að einkenna verður vart. Maðurinn dró sig algerlega í hlé, lokaði sig frá umheiminum og lést svo í fyrra, um tveimur árum eftir að hann meldaði sig veikan. Eiginkona hans er í felum og hefur ekki sinnt fyrirspurnum fjölmiðla eftir að málið komst í hámæli. Háskólinn þagði um tilvist hættulegra sýna Spænska dagblaðið El País komst í vikunni á snoðir um hin óskráðu og hættulegu sýni. Engar upplýsingar er að finna um þau í gögnum háskólans í Barcelona, en skólayfirvöld hafa nú viðurkennt að þau séu að rannsaka málið. Blaðið hefur komist að því að skólayfirvöld uppgötvuðu tilvist sýnanna í desember árið 2020, mánuði eftir að maðurinn hvarf frá störfum. Þau voru hins vegar ekki send til greiningar fyrr en undir lok síðasta árs. Í mars á þessu ári bárust niðurstöðurnar og í ljós kom að þau innihalda smitefnið príón sem veldur riðu í mönnum og dýrum. Samstarfsmönnum mannsins var hins vegar ekki greint frá niðurstöðunum fyrr en í sumar, fjórum mánuðum eftir að þær lágu fyrir. Átta starfsmenn eru í hættu Nú hefur komið í ljós að átta samstarfsmenn hins látna vísindamanns, voru að störfum á rannsóknarstofunni á sama tíma og hann rannsakaði þessi sýni á laun. Þeir hafa allir notið sálfræðiaðstoðar í nokkra mánuði, en fólk getur verið smitað árum saman áður en fyrstu sjúkdómseinkenna verður vart. Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Rannsakaði sýni sem enginn vissi af Sýnin fundust eftir dauða hins 45 ára gamla vísindamanns í fyrra. Þau voru geymd við 80 stiga frost. Engin leyfi höfðu verið veitt fyrir sýnunum, en þau eru talin vera lífshættuleg. Karlmaðurinn leiddi teymi sem frá árinu 2018 hefur rannsakað orsakavalda heilabilunarsjúkdóma og hvernig hindra megi þá. Einkennin líktust Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum Í nóvember árið 2020 fór maðurinn í veikindaleyfi eftir að hafa kennt sér meins um nokkurt skeið. Lýsingar hans á krankleika sínum rímuðu að stórum hluta við sjúkdómseinkenni Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminn, en þau eru m.a. stjórnleysi vöðva, einkenni heilabilunar, persónleikabreytingar og geðrænar truflanir. Eins og er leiðir sjúkdómurinn alltaf til dauða eftir að einkenna verður vart. Maðurinn dró sig algerlega í hlé, lokaði sig frá umheiminum og lést svo í fyrra, um tveimur árum eftir að hann meldaði sig veikan. Eiginkona hans er í felum og hefur ekki sinnt fyrirspurnum fjölmiðla eftir að málið komst í hámæli. Háskólinn þagði um tilvist hættulegra sýna Spænska dagblaðið El País komst í vikunni á snoðir um hin óskráðu og hættulegu sýni. Engar upplýsingar er að finna um þau í gögnum háskólans í Barcelona, en skólayfirvöld hafa nú viðurkennt að þau séu að rannsaka málið. Blaðið hefur komist að því að skólayfirvöld uppgötvuðu tilvist sýnanna í desember árið 2020, mánuði eftir að maðurinn hvarf frá störfum. Þau voru hins vegar ekki send til greiningar fyrr en undir lok síðasta árs. Í mars á þessu ári bárust niðurstöðurnar og í ljós kom að þau innihalda smitefnið príón sem veldur riðu í mönnum og dýrum. Samstarfsmönnum mannsins var hins vegar ekki greint frá niðurstöðunum fyrr en í sumar, fjórum mánuðum eftir að þær lágu fyrir. Átta starfsmenn eru í hættu Nú hefur komið í ljós að átta samstarfsmenn hins látna vísindamanns, voru að störfum á rannsóknarstofunni á sama tíma og hann rannsakaði þessi sýni á laun. Þeir hafa allir notið sálfræðiaðstoðar í nokkra mánuði, en fólk getur verið smitað árum saman áður en fyrstu sjúkdómseinkenna verður vart.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent