Lewis Hamilton dæmdur úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 07:40 Lewis Hamilton fékk ekki átján stig eins og hann hélt að hann væri með í húsi því hann stigalaus heim eftir að hafa verið dæmdur úr keppni. AP/Darron Cummings Max Verstappen og Lewis Hamilton börðust um sigurinn í bandaríska kappakstrinum í formúlu eitt í gær en Hamilton fékk þó engin stig þegar upp var staðið þar sem bíll hans stóðst ekki skoðun eftir keppni. Max Verstappen, sem er búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, byrjaði í sjötta sæti á ráspól en náði hægt og rólega að vinna sig upp og vann á endanum sinn fimmtánda kappakstur á tímabilinu. Verstappen er nú kominn með 466 stig eða 226 stigum meira en Sergio Pérez sem er í öðru sæti. BREAKING: Lewis Hamilton and Charles Leclerc have been disqualified from the 2023 United States Grand Prix for a technical infringement#F1 #USGP pic.twitter.com/HHNlf5urLW— Formula 1 (@F1) October 23, 2023 Bretarnir Lewis Hamilton og Lando Norris náðu ekki að halda aftur af Hollendingnum en héldu að þeir hefðu báðir komist á verðlaunapall. Hamilton endaði aðeins tveimur sekúndum á eftir Verstappen en fljótlega kom í ljós að hann myndi ekki halda öðru sætinu. Bíll Hamilton var dæmdur ólöglegur við skoðun þar sem hann var með aukabúnað undir bílnum sem er ekki leyfður. Charles Leclerc var í sömu sporum en hann hafði endaði í sjötta sætinu. Aukabúnaður þessi hjálpar bílunum að sitja neðar á brautinni og býr mögulega til forskot þegar kemur að loftstreymi í kringum bílinn. Lando Norris fór því upp í annað sætið en Carlos Sainz Jr. varð þriðji. Frammistaða Hamilton og bílsins höfðu gefið góð fyrirheit að Mercedes væri loksins að takast að setja saman samkeppnishæfan bíl en eftir að bíllinn var dæmdur brjóta reglur keppninnar þá er eftir að meta nákvæmlega stöðuna á honum. REVISED DRIVER STANDINGS (following Hamilton and Leclerc disqualifications) #F1 #USGP pic.twitter.com/zGIcCaHRYz— Formula 1 (@F1) October 23, 2023 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Max Verstappen, sem er búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, byrjaði í sjötta sæti á ráspól en náði hægt og rólega að vinna sig upp og vann á endanum sinn fimmtánda kappakstur á tímabilinu. Verstappen er nú kominn með 466 stig eða 226 stigum meira en Sergio Pérez sem er í öðru sæti. BREAKING: Lewis Hamilton and Charles Leclerc have been disqualified from the 2023 United States Grand Prix for a technical infringement#F1 #USGP pic.twitter.com/HHNlf5urLW— Formula 1 (@F1) October 23, 2023 Bretarnir Lewis Hamilton og Lando Norris náðu ekki að halda aftur af Hollendingnum en héldu að þeir hefðu báðir komist á verðlaunapall. Hamilton endaði aðeins tveimur sekúndum á eftir Verstappen en fljótlega kom í ljós að hann myndi ekki halda öðru sætinu. Bíll Hamilton var dæmdur ólöglegur við skoðun þar sem hann var með aukabúnað undir bílnum sem er ekki leyfður. Charles Leclerc var í sömu sporum en hann hafði endaði í sjötta sætinu. Aukabúnaður þessi hjálpar bílunum að sitja neðar á brautinni og býr mögulega til forskot þegar kemur að loftstreymi í kringum bílinn. Lando Norris fór því upp í annað sætið en Carlos Sainz Jr. varð þriðji. Frammistaða Hamilton og bílsins höfðu gefið góð fyrirheit að Mercedes væri loksins að takast að setja saman samkeppnishæfan bíl en eftir að bíllinn var dæmdur brjóta reglur keppninnar þá er eftir að meta nákvæmlega stöðuna á honum. REVISED DRIVER STANDINGS (following Hamilton and Leclerc disqualifications) #F1 #USGP pic.twitter.com/zGIcCaHRYz— Formula 1 (@F1) October 23, 2023
Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira