Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasaströndinni hafa nú minnst 4.700 fallið í valinn eftir að gagnsókn Ísraelsmanna í kjölfar árásar Hamas á Ísraelsmenn 7. október síðastliðinn. Meira en 1.400 voru drepnir í árás Hamas þann dag.
Hamas segir að 40 prósent þeirra sem hafa verið drepin séu börn og að tæplega 16.000 hafi særst í árásunum.
Ísraelski herinn hefur haldið árásum á ströndina áfram og segist hafa ráðsit á 320 skotmörk síðasta sólarhinginn, þar á meðal göng og höfuðstöðvar Hamas. Þetta er sagt gert til að draga úr áhættunni í komandi landhernaði sem er sagður yfirvofandi á svæðinu.
Eins hafa átök á Vesturbakkanum stigmagnast og voru tveir Palestínumenn drepnir í Jalazone flóttamannabúðunum nærri Ramallah. Ísraelski herinn gerði áhlaup á búðirnar í morgun og tóku fjölda manna höndum. Að sögn íbúa í búðunum reyndu íbúar vopnaðir skotvopnum og aðrir sem köstuðu steinum að mæta hermönnunum.
Þá voru tveir aðgerðasinnar handteknir af lögreglu í Ísrael fyrir að hengja upp plaggöt sem lögregla taldi „móðgandi“. Á plaggötunum stóð: „Gyðingar og Arabar, sameinuð komumst við í gegnum þetta.“
Aðgerðasinnarnir, sem voru á vegum hópsins Standing together, voru handteknir og plaggötin, auk stuttermabola með sömu skilaboðum, gerð upptæk.
, , - - , . . . - pic.twitter.com/91tBdhAKhz
— Standing Together (@omdimbeyachad) October 18, 2023