Af dyggðaskreytingu Reykjavíkurborgar Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir skrifar 23. október 2023 12:01 Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir. Þannig er komið fyrir leikskólanum sem barnið mitt er á. Það vantar 5, bráðum 6 stöðugildi og því er fáliðunaráætlun í gangi þar sem hver deild leikskólans þarf að vera heima einu sinni í viku en það nemur um 20% skerðingu á skólastarfinu. Þegar börnin fá svo að fara í skólann er starfsfólkið svo fátt að ekki er hægt að sinna venjubundnu starfi eins og listasmiðju og fleira. Það er búist við að þetta ástand muni standa fram á nýja árið. Kvenna- og kváraverkfallið er á morgun og vinnuveitendur hafa keppst um að senda tölvupóst á starfsfólk sitt um hversu dyggilega þeir styðji við baráttuna. Reykjavíkurborg sendi hjartnæman tölvupóst þar sem lýst er yfir stuðningi við konur og kvár og foreldrar beðnir um að halda börnunum sínum heima þennan dag. Þessi tölvupóstur skýtur ansi skökku við þegar ljóst er að Reykjavíkurborg sér ekki sóma sinn í að launa starfsfólki leikskólanna nægilega vel svo þau sjái hag sinn í að starfa hjá leikskólunum. Eins býður Reykjavíkurborg þessu starfsfólki upp á svo óviðunandi vinnuumhverfi að fólk vinnur sér til húðar og missir heilsuna. Sú er raunin á okkar leikskóla. Yndislega starfsfólkið sem þykir svo vænt um börnin okkar, eyðir með þeim deginum og leiðbeinir og kennir þeim af alúð er að missa heilsuna eða fara í önnur störf. Tvískinnungur Reykjavíkurborgar er ærandi. Það er morgunljóst að vandamálið liggur í launum og kjörum leikskólastarfsfólks en borgin eins og körlum og vinnuveitendum er von og vísa setur peninga í fyrsta sæti fram yfir heilsu og hag barna og umönnunaraðila þeirra. Við foreldrar barna í Sæborg skorum á Reykjavíkurborg að láta baráttuna sig sannarlega varða og bæta kjör leikskólastarfsfólks svo börnin okkar fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Höfundur er móðir og hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Kvennaverkfall Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir. Þannig er komið fyrir leikskólanum sem barnið mitt er á. Það vantar 5, bráðum 6 stöðugildi og því er fáliðunaráætlun í gangi þar sem hver deild leikskólans þarf að vera heima einu sinni í viku en það nemur um 20% skerðingu á skólastarfinu. Þegar börnin fá svo að fara í skólann er starfsfólkið svo fátt að ekki er hægt að sinna venjubundnu starfi eins og listasmiðju og fleira. Það er búist við að þetta ástand muni standa fram á nýja árið. Kvenna- og kváraverkfallið er á morgun og vinnuveitendur hafa keppst um að senda tölvupóst á starfsfólk sitt um hversu dyggilega þeir styðji við baráttuna. Reykjavíkurborg sendi hjartnæman tölvupóst þar sem lýst er yfir stuðningi við konur og kvár og foreldrar beðnir um að halda börnunum sínum heima þennan dag. Þessi tölvupóstur skýtur ansi skökku við þegar ljóst er að Reykjavíkurborg sér ekki sóma sinn í að launa starfsfólki leikskólanna nægilega vel svo þau sjái hag sinn í að starfa hjá leikskólunum. Eins býður Reykjavíkurborg þessu starfsfólki upp á svo óviðunandi vinnuumhverfi að fólk vinnur sér til húðar og missir heilsuna. Sú er raunin á okkar leikskóla. Yndislega starfsfólkið sem þykir svo vænt um börnin okkar, eyðir með þeim deginum og leiðbeinir og kennir þeim af alúð er að missa heilsuna eða fara í önnur störf. Tvískinnungur Reykjavíkurborgar er ærandi. Það er morgunljóst að vandamálið liggur í launum og kjörum leikskólastarfsfólks en borgin eins og körlum og vinnuveitendum er von og vísa setur peninga í fyrsta sæti fram yfir heilsu og hag barna og umönnunaraðila þeirra. Við foreldrar barna í Sæborg skorum á Reykjavíkurborg að láta baráttuna sig sannarlega varða og bæta kjör leikskólastarfsfólks svo börnin okkar fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Höfundur er móðir og hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar