Íhugar að kæra lögmanninn Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 14:15 Frá verkefnum lögreglu í miðbæ Reykjavíkur, þó ekki því frá því á fimmtudagskvöldinu 5. október þegar atburðirnir sem frá er greint í þessari frétt áttu sér stað. Vísir Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. Fréttastofa hefur fengið staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að erindi var sinnt í versluninni um ellefuleytið umrætt fimmtudagskvöld. Verslunareigandinn hyggst samkvæmt heimildum fréttastofu kæra hæstaréttarlögmanninn fyrir líkamsárás en hefur ekki gert það enn sem komið er. Helgin var sem undirlögð af fréttum af meintri líkamsárás. Tímasetning og aðkoma lögreglu að málinu hefur verið óljós en gengið hefur verið út frá því í fréttum einstakra miðla að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku. Lögregla kannaðist ekki við neitt slíkt verkefni í síðustu viku í samtali við Vísi um helgina. Líta atburðinn hvor sínum augum Samkvæmt heimildum Vísis átti meint árás sé stað fimmtudagskvöldið 5. október þegar versluninni hafði verið lokað. Verslunareigandinn taldi sig eiga ýmislegt órætt við hæstaréttarlögmann vegna samskipta þess síðarnefnda við eiginkonu verslunareigandans. Hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa á sömu lögmannsstofu. Hvað gerðist innan veggja verslunarinnar fer eftir því hvor mannanna er til frásagnar. Ljóst er á öllu að ekki var um rólegt og yfirvegað samtal að ræða. Verslunareigandinn lítur samkvæmt heimildum fréttastofu svo á að samtal þeirra hafi engu skilað og hann ætlað að vísa lögmanninum á dyr. Lögmaðurinn hafi hins vegar neitað að yfirgefa verslunina. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hæstaréttarlögmanninn sem hafi í framhaldinu ráðist á hann. Dyraverðir á nærliggjandi bar hafi orðið vitni að hluta af átökunum. Lögregla hafi í framhaldinu mætt á svæðið. Verslunareigandinn hefur ekki enn lagt fram kæru vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir hann á að gera það. Samskipti við eiginkonu eiganda búðarinnar undir Hæstaréttarlögmaðurinn sér atburðarásina öðrum augum samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hafi að kröfu verslunareigandans mætt til að eiga samtal við hann. Þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi verslunareigandinn ekki tekið það í mál. Um tíma hafi verslunareigandinn handleikið skæri og hæstaréttarlögmanninum ekki staðið á sama. Hæstaréttarlögmaðurinn hafi beðið verslunareigandann afsökunar á samskiptum sínum við eiginkonu verslunareigandans við litlar undirtektir. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hann en lögmaðurinn ekki brugðist við því. Þegar verslunareigandinn hafi stigið ógnandi í átt til hans og gripið í hann hafi hafist ryskingar og lögmaðurinn í framhaldinu snúið hann niður. Hann hafi svo yfirgefið verslunina, hringt á lögreglu sem hafi í framhaldinu mætt á svæðið og rætt við mennina. Fari svo að verslunareigandinn kæri lögmanninn fyrir líkamsárás fer málið á borð lögreglu. Þar stendur málið nú. Málið verður rannsakað og í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu. Málið er sérlega viðkvæmt enda snertir það ekki aðeins umrædda einstaklinga og atburði kvöldsins heldur fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Þá er heiður virtrar lögmannsstofu í húfi þar sem hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa saman. Lögreglumál Reykjavík Lögmennska Tengdar fréttir Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Fréttastofa hefur fengið staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að erindi var sinnt í versluninni um ellefuleytið umrætt fimmtudagskvöld. Verslunareigandinn hyggst samkvæmt heimildum fréttastofu kæra hæstaréttarlögmanninn fyrir líkamsárás en hefur ekki gert það enn sem komið er. Helgin var sem undirlögð af fréttum af meintri líkamsárás. Tímasetning og aðkoma lögreglu að málinu hefur verið óljós en gengið hefur verið út frá því í fréttum einstakra miðla að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku. Lögregla kannaðist ekki við neitt slíkt verkefni í síðustu viku í samtali við Vísi um helgina. Líta atburðinn hvor sínum augum Samkvæmt heimildum Vísis átti meint árás sé stað fimmtudagskvöldið 5. október þegar versluninni hafði verið lokað. Verslunareigandinn taldi sig eiga ýmislegt órætt við hæstaréttarlögmann vegna samskipta þess síðarnefnda við eiginkonu verslunareigandans. Hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa á sömu lögmannsstofu. Hvað gerðist innan veggja verslunarinnar fer eftir því hvor mannanna er til frásagnar. Ljóst er á öllu að ekki var um rólegt og yfirvegað samtal að ræða. Verslunareigandinn lítur samkvæmt heimildum fréttastofu svo á að samtal þeirra hafi engu skilað og hann ætlað að vísa lögmanninum á dyr. Lögmaðurinn hafi hins vegar neitað að yfirgefa verslunina. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hæstaréttarlögmanninn sem hafi í framhaldinu ráðist á hann. Dyraverðir á nærliggjandi bar hafi orðið vitni að hluta af átökunum. Lögregla hafi í framhaldinu mætt á svæðið. Verslunareigandinn hefur ekki enn lagt fram kæru vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir hann á að gera það. Samskipti við eiginkonu eiganda búðarinnar undir Hæstaréttarlögmaðurinn sér atburðarásina öðrum augum samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hafi að kröfu verslunareigandans mætt til að eiga samtal við hann. Þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi verslunareigandinn ekki tekið það í mál. Um tíma hafi verslunareigandinn handleikið skæri og hæstaréttarlögmanninum ekki staðið á sama. Hæstaréttarlögmaðurinn hafi beðið verslunareigandann afsökunar á samskiptum sínum við eiginkonu verslunareigandans við litlar undirtektir. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hann en lögmaðurinn ekki brugðist við því. Þegar verslunareigandinn hafi stigið ógnandi í átt til hans og gripið í hann hafi hafist ryskingar og lögmaðurinn í framhaldinu snúið hann niður. Hann hafi svo yfirgefið verslunina, hringt á lögreglu sem hafi í framhaldinu mætt á svæðið og rætt við mennina. Fari svo að verslunareigandinn kæri lögmanninn fyrir líkamsárás fer málið á borð lögreglu. Þar stendur málið nú. Málið verður rannsakað og í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu. Málið er sérlega viðkvæmt enda snertir það ekki aðeins umrædda einstaklinga og atburði kvöldsins heldur fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Þá er heiður virtrar lögmannsstofu í húfi þar sem hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa saman.
Lögreglumál Reykjavík Lögmennska Tengdar fréttir Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00