Um er að ræða lokaniðurstöðu varðandi þá ákvörðun og því verður málið tekið aftur fyrir í héraðsdómi þar sem ákæran stendur.
Sveinn segist ósammála niðurstöðu Landsréttar og segir að niðurstaða héraðsdóms hafi verið vel rökstudd.
„En Landsréttur hefur lokaorðið. En það má kannski segja að maður vill fiska eitthvað jákvætt út úr þessu þá verður hreinlegra og betra til lengri tíma litið að fá hreina og klára sýknu frekar en að málið endi úti í skurði eins og allt stefndi í,“ segir Sveinn.

Aðspurður út í þann langa ferill sem þetta mál hefur fengið í dómstólum líkir Sveinn málinu við vinsæla gamanmynd. „Þetta er eins og handrit að Groundhog Day tvö,“ segir hann og vísar í bandarísku grínmyndina sem fjallar um mann sem upplifir sama daginn aftur og aftur.
Þá segist Sveini Andra gruna að málið muni enda fyrir Hæstarétti að lokum. „Með einum eða öðrum hætti.“