Flugmaður ákærður fyrir að reyna að brotlenda farþegaþotu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 08:57 Atvikið átti sér stað í vél Alaskan Airlines á leið frá Everett til San Francisco. Bandarískur flugmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa freistað þess að valda vélarbilun farþegaþotu. Ákæran er í 83 liðum, sem endurspeglar fjölda farþega um borð. Atvikið átti sér stað á sunnudag í flugi Alaska Airlines frá Everett í Washington til San Francisco í Kaliforníu. Hinn 44 ára Joseph David Emerson var ekki á vakt en sat fyrir aftan flugstjórann og aðstoðarflugstjórann í flugstjórnarklefanum. Samkvæmt yfirlýsingu frá Alaskan Airlines gerði Emerson tilraun til að grípa inn í eðlilegt flug vélarinnar en í upptökum af samtölum flugmannanna og flugumferðarstjóra heyrist annar flugmannanna segja að maður hafi gert tilraun til að slökkva á vélum þotunnar. Hann sé kominn úr flugstjórnarklefanum og sé ekki að valda vandræðum aftur í vél. „Ég held að hann hafi verið yfirbugaður,“ bætir hann við og óskar aðstoðar lögreglu við lendingu. Vélinni var lent í Portland í Oregon og maðurinn fluttur frá borði áður en haldið var áfram. Einn farþeganna sagði í samtali við ABC News að þeir hefðu ekki vitað að eitthvað hefði komið upp á fyrr en flugþjónn hefði greint frá því að þau þyrftu að millilenda í Portland. Þá hefði hún heyrt annan flugþjón segja við hinn grunaða að allt væri í lagi og að honum yrði komið frá borði. „Þannig að ég hélt að þetta væri alvarlegt heilbrigðistengt neyðartilfelli,“ sagði farþeginn. Flugumferðaryfirvöld hafa sent tilkynningu til rekstraraðila þar sem greint var frá því að um einangrað tilvik væri að ræða og það tengdist ekki þróun heimsmála. Bandaríkin Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Atvikið átti sér stað á sunnudag í flugi Alaska Airlines frá Everett í Washington til San Francisco í Kaliforníu. Hinn 44 ára Joseph David Emerson var ekki á vakt en sat fyrir aftan flugstjórann og aðstoðarflugstjórann í flugstjórnarklefanum. Samkvæmt yfirlýsingu frá Alaskan Airlines gerði Emerson tilraun til að grípa inn í eðlilegt flug vélarinnar en í upptökum af samtölum flugmannanna og flugumferðarstjóra heyrist annar flugmannanna segja að maður hafi gert tilraun til að slökkva á vélum þotunnar. Hann sé kominn úr flugstjórnarklefanum og sé ekki að valda vandræðum aftur í vél. „Ég held að hann hafi verið yfirbugaður,“ bætir hann við og óskar aðstoðar lögreglu við lendingu. Vélinni var lent í Portland í Oregon og maðurinn fluttur frá borði áður en haldið var áfram. Einn farþeganna sagði í samtali við ABC News að þeir hefðu ekki vitað að eitthvað hefði komið upp á fyrr en flugþjónn hefði greint frá því að þau þyrftu að millilenda í Portland. Þá hefði hún heyrt annan flugþjón segja við hinn grunaða að allt væri í lagi og að honum yrði komið frá borði. „Þannig að ég hélt að þetta væri alvarlegt heilbrigðistengt neyðartilfelli,“ sagði farþeginn. Flugumferðaryfirvöld hafa sent tilkynningu til rekstraraðila þar sem greint var frá því að um einangrað tilvik væri að ræða og það tengdist ekki þróun heimsmála.
Bandaríkin Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira