Baráttudagur Ásta F. Flosadóttir skrifar 24. október 2023 13:01 Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á þessum degi, 24. október, kvennaverkfallsdegi. Það er gleði yfir því hvað við erum margar að taka þátt, en líka reiði og sorg yfir því að við þurfum að gera það. Það eru 48 ár frá kvennafrídeginum fræga 1975 og þó margt hafi breyst til batnaðar þá erum við stödd hér. Og af hverju erum við hér? Búum við ekki við mesta jafnrétti kynja í gjörvallri veröld? Hér mega konur kjósa, mennta sig, eiga bankareikninga og meira að segja keyra bíl! Það er sko ekki þannig allstaðar! Er þetta ekki bara vanþakklæti, já og frekja? Getum við ekki bara róað okkur?? Svarið er NEI. Þó staðan sé verri annarstaðar, þýðir það ekki að við eigum að sætta okkur við mismunun. Hvorki á grundvelli kyns né annars. Öll erum við manneskjur, það skiptir ekki máli hvaða tól við höfum í nærbuxunum. Réttur okkar til sömu launa og framlag okkar til samfélagsins er óháð slíku smáatriði. Eða ætti að minnsta kosti að vera það. Ég er fædd árið 1975. Það gerir mig 48 ára, jafngamla kvennafrídeginum.Árið 1975 var amma Sigrún 83 ára. Hún passaði okkur systur oft fyrstu árin meðan foreldrar okkar sinntu búskapnum, enda engin leikskóli í sveitarfélaginu. Leikskóli var byggður rúmlega 20 árum seinna og þá sem íbúðarhús. Væntanlega svo auðveldara væri að selja húsið þegar konurnar færu aftur heim að sinna börnum. Við hlægjum að þessu núna en 1997 þótti körlunum í sveitarstjórninni þetta vera afbragsgóð hugmynd. Amma Sigrún var fædd fyrir aldamótin 1900. Eini skólinn var fermingarfræðslan, hún var húsfreyja í sveit og vann landbúnaðarstörf frá blautu barnsbeini, átti 15 börn, öll með sama manninum (sem telst afrek út af fyrir sig) og kom þeim öllum upp. Amma sagði gjarnan frá því þegar hún var vinnukona í Fnjóskadal. Þá var árskaup vinnukonu 60 krónur en vinnumaðurinn fékk 120 krónur fyrir árið. Tvær vinnukonur skiptu þannig með sér kaupi eins vinnumanns. Samt unnu vinnukonurnar mun lengri vinnudag, þær fóru fyrr á fætur og seinna að sofa. Á þessum 110 árum sem liðin eru hefur vissulega dregið úr launamuninum. Ævitekjur kvenna eru samt enn rúmlega 20% lægri en ævitekjur karla. Hægt gengur það. Verður það í tíð minna barnabarna sem loksins næst fullkomið jafnrétti í launum? Kallarðu þetta jafnrétti? Vanmat og virðingarleysi gagnvart stórum kvennastéttum hefur löngum verið landlægt. Ekki síst birtist þetta vanmat í viðhorfi til þeirra starfa sem mest eru mönnuð konum af erlendum uppruna. Þau störf eru svo sannarlega ekki metin að verðleikum. Þessar konur halda uppi heilu atvinnugreinunum. Okkar minnstu systur. Hvar er þeirra jafnrétti? Í Kóvidinu sáum við hvaða stéttir eru ómissandi, svo ómissandi að þær máttu leggja sig í hættu til að halda þjóðfélaginu gangandi. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, kennarar og leikskólakennarar, starfsfólk á spítölum, í umönnunarstörfum og þrifum. Margar svo ómissandi að þær geta ekki lagt niður störf í dag. Hetjurnar. Bara ekki metnar til launa. Ég hef heldur aldrei skilið af hverju það er borgað meira fyrir að passa peninga en að passa börn. Hvort er í raun verðmætara? Ég er fædd árið 1975. Ég er fimm ára og einn frændi minn ætlar að kjósa Vigdísi sem forseta af því hún er svo ,,hugguleg“. Hinir karlarnir hlægja. Ég veit ekki hvað ,,hugguleg“ þýðir og held að það sé eitthvað ljótt. Ég spyr ömmu. Hún útskýrir og segist svo halda að Vigdís verði prýðis forseti þrátt fyrir að vera hugguleg, henni sé svo margt gefið. Ég byrja í skóla. Stóru strákarnir eru í smíðum en stóru stelpurnar eru í handavinnu. Það er sem betur fer breytt þegar ég er komin í elstu bekkina. Mér finnst gaman í stærðfræði, en leiðinlegt að teikna, ég vil göslast úti og er alveg sama um hárið á mér eða fötin. Mæti í skítugum gúmmískóm í skólann. Pabbi og mamma segja: ,,þú hefðir átt að vera strákur“. Ég veit vel að ég er ekki strákur, en ég segist vera ,,strákastelpa“ því það gefur mér frelsi. Kröfurnar sem gerðar eru til stelpnanna finnast mér asnalegar og ég brýt viljandi óskráðar reglur um það hvernig stelpur eiga að vera. Ég geri bara eins og strákarnir. Ég er frek og framhleypin, erfið og óviðráðanleg. En þeir eru uppfinningasamir, kraftmiklir og duglegir. Mér finnst ég heppin að eiga ekki bróður. Pabbi kennir mér á traktor og ég vinn með honum í útiverkum. Ég veit að það er bara af því hann á ekki strák. Strákarnir í skólanum eru ekki duglegir að læra, þeir ætla á sjó og eignast fullt af pening. Sumir þeirra gera það strax eftir grunnskóla. Sú leið er mér lokuð, stelpur fara ekki á sjó. Ég sökkvi mér í bækurnar og vanda allt sem ég geri. Samt finnst mér ég aldrei nógu klár, aldrei nógu góð. Ég fer í menntaskóla og eignast kærasta. Við förum að búa. Við eignumst notaða þvottavél og fiktum saman í henni til að læra á hana. Hvorugt okkar hefur þvegið þvott áður. Við lærðum á vélina og síðan kemur hann ekki nálægt henni meir. Ég sé um þvottinn því hann er að vinna en ég er ,,bara“ í skóla. Við skólasysturnar trúum því að okkar bíði sömu tækifæri og strákanna, sömu möguleikar á námi og vinnu. Sömu laun. Við höldum bjartsýnar út í lífið með hvítu kollana. Konur þurfa bara að vera duglegri og allt það. Á 10 ára stúdentsafmæli sjáum við skýr dæmi um annað. Augljóst er að barneignir hafa lagt mun stærri steina í götu okkar en þeirra. Ég klára háskólapróf og fer að kenna. Eiginmaðurinn er að vinna verkamannavinnu. Við tökum alvöru hjónarifrildi yfir launaseðlunum okkar. Honum finnst hann hafa brugðist sem fyrirvinna því ég er með hærri laun en hann. Ég er ungur kennari í framhaldsskóla. Yfirmaður okkar segir að við konurnar ,,prýðum hópinn“. Einn samkennari minn segir við mig að ég sé heppin að vera með svona djúpa rödd, það geri mig að betri kennara því það nenni enginn að hlusta á skrækar kvennraddir. Árið 2001 er kennaraverkfall. Karlarnir á kennarastofunni segja að það sé ekki hægt að semja um almennileg laun með allar þessar konur í stétt framhaldsskólakennara, þær nenni ekki að berjast því þær séu með svo góðar fyrirvinnur. Stéttin sé að verða kvennastétt og það þýði bara lægri laun. Þessi umræða er á fleiri kennarastofum. Ég er 27 ára og býð mig fram í sveitarstjórn. Umræðan í samfélaginu er að það sé ekki hægt að kjósa mig, það væri eins og að kjósa pabba minn, hann myndi stjórna mér alveg. Ég næ ekki kjöri. Ekki í þetta sinn. Ég sit í sveitarstjórn og við erum að ráða starfsmann í yfirmannsstöðu. Mikil umræða er um hve marga óunna yfirvinnutíma eigi að setja á ráðningarsamning viðkomandi. Ég geri athugasemd við þetta því ég veit ekki til þess að skólastjórinn eða leikskólastjórinn, báðar konur, séu með einhverjar óunnar yfirvinnustundir, en ég veit að báðar vinnum við ógreidda yfirvinnu. En þarna þarf að setja inn tíma til þess að hækka viðkomandi í launum. Hann er að sjálfsögðu með typpi. Ég er móðir á fimmtugsaldri. Það er oft eins og barnið eigi bara eitt foreldri. Þegar boðið er í barnaafmæli fæ ég alltaf skilaboðin frá móður afmælisbarnsins. Ég bæti sjálf eiginmanninum í afmælishópanna á messenger og hann er oft eini pabbinn þar inni. Þetta eru nokkrar svipmyndir af þessum 48 árum. Misréttið er víða, það er inngróið í viðhorf fólks og birtist í ólíku verðmætamati á störfum og virðingarleysi í umræðunni. Þessir litlu hlutir sem klóra í réttlætiskenndina, droparnir sem smátt og smátt fylla mælinn. Hér eru ótaldar allar þær óumbeðnu hrútskýringar sem ég hef fengið. Öll þau ótal skipti sem talað hefur verið niður til mín, reynt að smætta mína persónu, framkomu eða ákvarðanir, gripið fram í fyrir mér, talað yfir mig og um mig. Ég hef verið kölluð ,,vinan“ og ,,stelpan“, ég hef verið beðin um að róa mig og vera ekki svona frek og viðkvæm. Meira dramað alltaf í þessum kerlingum. Þetta er bara djók, róleg. Það eru ótal ótal dæmi úr samfélaginu sem ég hef ekki tekið hér, allt frá bleika skattinum yfir í mismunandi verðlaunapeninga á barnamótum eftir því hvort um er að ræða stráka eða stelpur. Við byrjum snemma á því að sýna börnunum okkar að stelpurnar séu annars flokks. Kallarðu það jafnrétti?? Og af hverju gerist það ekki sjálfkrafa að lífeyrisréttindi deilist milli hjóna? Þessara réttinda er aflað sameiginlega og ættu að nýtast þeim sem eftir stendur. Fjöldi kvenna hrekkur upp við vondan draum þegar makinn fellur frá og lífeyrisréttindi hans flytjast ekki á milli að fullu. Réttindi sem hún hefur svo sannarlega auðveldað honum að eignast, á kostnað sinnar eigin réttindasöfnunar. Kallarðu þetta jafnrétti? Síðan sagan hennar var, sögu margra lík. Tímafrekasta og leiðinlegasta vinnan sem ég hef nokkurntíma verið í er einmitt sú sem ég bað aldrei um, sótti ekki um, fór ekki í atvinnuviðtal út af eða fékk ráðningarsamning. Í þeirri vinnu eru engar fríhelgar, sumarleyfi eða veikindaréttur. Þessi vinna er gegnum gangandi allan sólarhringinn og henni er ekki hægt að segja upp. Alveg hreint ömurlegt djobb. Þetta er að sjálfsögðu fjárans þriðja vaktin. Ábyrgð, yfirsýn og skipulag á fjölskyldulífi og fjölskyldumeðlimum. Til eru rannsóknir sem sýna að konur, giftar eða í sambúð, eru sá hópur sem vinnur mest þegar allt er talið. Giftar konur vinna meira en einstæðar mæður og einstæðir feður. Það lítur þannig út fyrir að það að hafa karlmann á heimilinu kosti meiri vinnu en hann leggur til. Kallarðu það jafnrétti? Þegar metoo byltingin reið yfir stigu konur fram undir myllumerkinu #metoo og sögðu frá kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Ég er ein af þeim sem notaði þetta myllumerki. Íslenska æskulýðsrannsóknin spurði grunnskólanemendur eftirfarandi spurningar síðasta vetur: ,,Hefur einhver, að minnsta kosti fimm árum eldri en þú eða fullorðinn einstaklingur, snert þig eða káfað á þér á kynferðislegan hátt um ævina?“ Ein af hverjum sex stúlkum í 10. bekk svöruðu spurningunni játandi. Ein af hverjum sex.Ég þekki mörg dæmi um kynferðisofbeldi, þið gerið það eflaust líka. Ég hef setið með barnungum stúlkum og fullorðnum konum og hlustað, ég hef tekið þátt í að fela unga konu ásamt börnum fyrir ofbeldisfullum sambýlismanni, ég hef verið klipin í brjóstin á skemmtun og ég hef fengið ógeðslegar sendingar í símann minn. Bara partur af því að vera kona? Í alvöru?? Og hvað með manneskjur sem skilgreina sig kynsegin eða hinsegin, er þetta fólk bara sjálfgefið skotmark fyrir ofbeldi? Kallarðu það jafnrétti?? Það er vitað að áföll og ofbeldi valda djúpum sárum á sálarlífinu, sárum sem geta leitt til langvarandi andlegra og líkamlegra veikinda og jafnvel örorku. Kostnað samfélagsins vegna þessa er erfitt að reikna en hann er hrikalegur. Allar þessar konur sem eru á örorku, hvað kom eiginlega fyrir þær? Hversu stór hluti þeirra er fórnarlömb ofbeldis? Og allir þessir gerendurnir andlitslausir, mikil er ábyrgð þeirra! 48 ár. Og hér erum við. Sama hvað hver segir, staðan er óþolandi og óásættanleg. Það verður að jafna leikinn. Fyrir ungu stúlkurnar og fyrir drengina okkar. Fyrir börnin og ófæddar kynslóðir. Þetta er bara ekki lengur í boði! Það sem vekur manni vonir er þessi dagur. Samstaða kvenna og kvára og stuðningur þeirra karla sem átta sig á óréttlætinu, þeirra karla sem ekki eru helteknir af eigin forréttindablindu. Elsku strákarnir okkar. Þessi hópur karla er stór, hann fer stækkandi, en hann mætti alveg hafa hærra. Hvað getum við gert? Við eigum öll sem eitt að hætta að kyssa vöndinn. Við eigum að benda á misréttið og bullið hvar sem við sjáum það. Og hafa hátt. Senda línu á fjölmiðlanna í hvert skipti sem þeir ,,gleyma“ að nafngreina konur. Við eigum að styðja við þær konur sem eru í forsvari, tala konur upp í stað þess að rífa niður. Við eigum að stoppa umræður um ,,stelpuna eða kerlinguna“ þegar rætt er um konur í pólitík. Sættum okkur EKKI við virðingarleysi gagnvart manneskjum hvers kyns sem þær eru, hvort sem þær eru í ábyrgðarstöðum eða í ræstingum. Það veit ég eftir áratugi í kennslu að það er tilgangslítið að skamma heilan bekk fyrir misgjörðir fárra. Þeir sem þyrftu að hlusta gera það ekki. Við þurfum allar að ræða við karlana í lífi okkar, maður á mann, og fá þá með í lið. Hér er á ferðinni samfélagsleg meinsemd sem aðeins samfélagið sem heild getur breytt. Ef allar konur og kvárar landsins vinna einn karlmann á okkar band hver um sig, þá er jafnrétti náð. Spáið í það. Kæra manneskja, hvers kyns sem þú ert; ekki vera partur af vandamálinu – vertu partur af lausninni. Ég er fædd árið 1975. Nú er komið að breytingaskeiði. Höfundur er kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á þessum degi, 24. október, kvennaverkfallsdegi. Það er gleði yfir því hvað við erum margar að taka þátt, en líka reiði og sorg yfir því að við þurfum að gera það. Það eru 48 ár frá kvennafrídeginum fræga 1975 og þó margt hafi breyst til batnaðar þá erum við stödd hér. Og af hverju erum við hér? Búum við ekki við mesta jafnrétti kynja í gjörvallri veröld? Hér mega konur kjósa, mennta sig, eiga bankareikninga og meira að segja keyra bíl! Það er sko ekki þannig allstaðar! Er þetta ekki bara vanþakklæti, já og frekja? Getum við ekki bara róað okkur?? Svarið er NEI. Þó staðan sé verri annarstaðar, þýðir það ekki að við eigum að sætta okkur við mismunun. Hvorki á grundvelli kyns né annars. Öll erum við manneskjur, það skiptir ekki máli hvaða tól við höfum í nærbuxunum. Réttur okkar til sömu launa og framlag okkar til samfélagsins er óháð slíku smáatriði. Eða ætti að minnsta kosti að vera það. Ég er fædd árið 1975. Það gerir mig 48 ára, jafngamla kvennafrídeginum.Árið 1975 var amma Sigrún 83 ára. Hún passaði okkur systur oft fyrstu árin meðan foreldrar okkar sinntu búskapnum, enda engin leikskóli í sveitarfélaginu. Leikskóli var byggður rúmlega 20 árum seinna og þá sem íbúðarhús. Væntanlega svo auðveldara væri að selja húsið þegar konurnar færu aftur heim að sinna börnum. Við hlægjum að þessu núna en 1997 þótti körlunum í sveitarstjórninni þetta vera afbragsgóð hugmynd. Amma Sigrún var fædd fyrir aldamótin 1900. Eini skólinn var fermingarfræðslan, hún var húsfreyja í sveit og vann landbúnaðarstörf frá blautu barnsbeini, átti 15 börn, öll með sama manninum (sem telst afrek út af fyrir sig) og kom þeim öllum upp. Amma sagði gjarnan frá því þegar hún var vinnukona í Fnjóskadal. Þá var árskaup vinnukonu 60 krónur en vinnumaðurinn fékk 120 krónur fyrir árið. Tvær vinnukonur skiptu þannig með sér kaupi eins vinnumanns. Samt unnu vinnukonurnar mun lengri vinnudag, þær fóru fyrr á fætur og seinna að sofa. Á þessum 110 árum sem liðin eru hefur vissulega dregið úr launamuninum. Ævitekjur kvenna eru samt enn rúmlega 20% lægri en ævitekjur karla. Hægt gengur það. Verður það í tíð minna barnabarna sem loksins næst fullkomið jafnrétti í launum? Kallarðu þetta jafnrétti? Vanmat og virðingarleysi gagnvart stórum kvennastéttum hefur löngum verið landlægt. Ekki síst birtist þetta vanmat í viðhorfi til þeirra starfa sem mest eru mönnuð konum af erlendum uppruna. Þau störf eru svo sannarlega ekki metin að verðleikum. Þessar konur halda uppi heilu atvinnugreinunum. Okkar minnstu systur. Hvar er þeirra jafnrétti? Í Kóvidinu sáum við hvaða stéttir eru ómissandi, svo ómissandi að þær máttu leggja sig í hættu til að halda þjóðfélaginu gangandi. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, kennarar og leikskólakennarar, starfsfólk á spítölum, í umönnunarstörfum og þrifum. Margar svo ómissandi að þær geta ekki lagt niður störf í dag. Hetjurnar. Bara ekki metnar til launa. Ég hef heldur aldrei skilið af hverju það er borgað meira fyrir að passa peninga en að passa börn. Hvort er í raun verðmætara? Ég er fædd árið 1975. Ég er fimm ára og einn frændi minn ætlar að kjósa Vigdísi sem forseta af því hún er svo ,,hugguleg“. Hinir karlarnir hlægja. Ég veit ekki hvað ,,hugguleg“ þýðir og held að það sé eitthvað ljótt. Ég spyr ömmu. Hún útskýrir og segist svo halda að Vigdís verði prýðis forseti þrátt fyrir að vera hugguleg, henni sé svo margt gefið. Ég byrja í skóla. Stóru strákarnir eru í smíðum en stóru stelpurnar eru í handavinnu. Það er sem betur fer breytt þegar ég er komin í elstu bekkina. Mér finnst gaman í stærðfræði, en leiðinlegt að teikna, ég vil göslast úti og er alveg sama um hárið á mér eða fötin. Mæti í skítugum gúmmískóm í skólann. Pabbi og mamma segja: ,,þú hefðir átt að vera strákur“. Ég veit vel að ég er ekki strákur, en ég segist vera ,,strákastelpa“ því það gefur mér frelsi. Kröfurnar sem gerðar eru til stelpnanna finnast mér asnalegar og ég brýt viljandi óskráðar reglur um það hvernig stelpur eiga að vera. Ég geri bara eins og strákarnir. Ég er frek og framhleypin, erfið og óviðráðanleg. En þeir eru uppfinningasamir, kraftmiklir og duglegir. Mér finnst ég heppin að eiga ekki bróður. Pabbi kennir mér á traktor og ég vinn með honum í útiverkum. Ég veit að það er bara af því hann á ekki strák. Strákarnir í skólanum eru ekki duglegir að læra, þeir ætla á sjó og eignast fullt af pening. Sumir þeirra gera það strax eftir grunnskóla. Sú leið er mér lokuð, stelpur fara ekki á sjó. Ég sökkvi mér í bækurnar og vanda allt sem ég geri. Samt finnst mér ég aldrei nógu klár, aldrei nógu góð. Ég fer í menntaskóla og eignast kærasta. Við förum að búa. Við eignumst notaða þvottavél og fiktum saman í henni til að læra á hana. Hvorugt okkar hefur þvegið þvott áður. Við lærðum á vélina og síðan kemur hann ekki nálægt henni meir. Ég sé um þvottinn því hann er að vinna en ég er ,,bara“ í skóla. Við skólasysturnar trúum því að okkar bíði sömu tækifæri og strákanna, sömu möguleikar á námi og vinnu. Sömu laun. Við höldum bjartsýnar út í lífið með hvítu kollana. Konur þurfa bara að vera duglegri og allt það. Á 10 ára stúdentsafmæli sjáum við skýr dæmi um annað. Augljóst er að barneignir hafa lagt mun stærri steina í götu okkar en þeirra. Ég klára háskólapróf og fer að kenna. Eiginmaðurinn er að vinna verkamannavinnu. Við tökum alvöru hjónarifrildi yfir launaseðlunum okkar. Honum finnst hann hafa brugðist sem fyrirvinna því ég er með hærri laun en hann. Ég er ungur kennari í framhaldsskóla. Yfirmaður okkar segir að við konurnar ,,prýðum hópinn“. Einn samkennari minn segir við mig að ég sé heppin að vera með svona djúpa rödd, það geri mig að betri kennara því það nenni enginn að hlusta á skrækar kvennraddir. Árið 2001 er kennaraverkfall. Karlarnir á kennarastofunni segja að það sé ekki hægt að semja um almennileg laun með allar þessar konur í stétt framhaldsskólakennara, þær nenni ekki að berjast því þær séu með svo góðar fyrirvinnur. Stéttin sé að verða kvennastétt og það þýði bara lægri laun. Þessi umræða er á fleiri kennarastofum. Ég er 27 ára og býð mig fram í sveitarstjórn. Umræðan í samfélaginu er að það sé ekki hægt að kjósa mig, það væri eins og að kjósa pabba minn, hann myndi stjórna mér alveg. Ég næ ekki kjöri. Ekki í þetta sinn. Ég sit í sveitarstjórn og við erum að ráða starfsmann í yfirmannsstöðu. Mikil umræða er um hve marga óunna yfirvinnutíma eigi að setja á ráðningarsamning viðkomandi. Ég geri athugasemd við þetta því ég veit ekki til þess að skólastjórinn eða leikskólastjórinn, báðar konur, séu með einhverjar óunnar yfirvinnustundir, en ég veit að báðar vinnum við ógreidda yfirvinnu. En þarna þarf að setja inn tíma til þess að hækka viðkomandi í launum. Hann er að sjálfsögðu með typpi. Ég er móðir á fimmtugsaldri. Það er oft eins og barnið eigi bara eitt foreldri. Þegar boðið er í barnaafmæli fæ ég alltaf skilaboðin frá móður afmælisbarnsins. Ég bæti sjálf eiginmanninum í afmælishópanna á messenger og hann er oft eini pabbinn þar inni. Þetta eru nokkrar svipmyndir af þessum 48 árum. Misréttið er víða, það er inngróið í viðhorf fólks og birtist í ólíku verðmætamati á störfum og virðingarleysi í umræðunni. Þessir litlu hlutir sem klóra í réttlætiskenndina, droparnir sem smátt og smátt fylla mælinn. Hér eru ótaldar allar þær óumbeðnu hrútskýringar sem ég hef fengið. Öll þau ótal skipti sem talað hefur verið niður til mín, reynt að smætta mína persónu, framkomu eða ákvarðanir, gripið fram í fyrir mér, talað yfir mig og um mig. Ég hef verið kölluð ,,vinan“ og ,,stelpan“, ég hef verið beðin um að róa mig og vera ekki svona frek og viðkvæm. Meira dramað alltaf í þessum kerlingum. Þetta er bara djók, róleg. Það eru ótal ótal dæmi úr samfélaginu sem ég hef ekki tekið hér, allt frá bleika skattinum yfir í mismunandi verðlaunapeninga á barnamótum eftir því hvort um er að ræða stráka eða stelpur. Við byrjum snemma á því að sýna börnunum okkar að stelpurnar séu annars flokks. Kallarðu það jafnrétti?? Og af hverju gerist það ekki sjálfkrafa að lífeyrisréttindi deilist milli hjóna? Þessara réttinda er aflað sameiginlega og ættu að nýtast þeim sem eftir stendur. Fjöldi kvenna hrekkur upp við vondan draum þegar makinn fellur frá og lífeyrisréttindi hans flytjast ekki á milli að fullu. Réttindi sem hún hefur svo sannarlega auðveldað honum að eignast, á kostnað sinnar eigin réttindasöfnunar. Kallarðu þetta jafnrétti? Síðan sagan hennar var, sögu margra lík. Tímafrekasta og leiðinlegasta vinnan sem ég hef nokkurntíma verið í er einmitt sú sem ég bað aldrei um, sótti ekki um, fór ekki í atvinnuviðtal út af eða fékk ráðningarsamning. Í þeirri vinnu eru engar fríhelgar, sumarleyfi eða veikindaréttur. Þessi vinna er gegnum gangandi allan sólarhringinn og henni er ekki hægt að segja upp. Alveg hreint ömurlegt djobb. Þetta er að sjálfsögðu fjárans þriðja vaktin. Ábyrgð, yfirsýn og skipulag á fjölskyldulífi og fjölskyldumeðlimum. Til eru rannsóknir sem sýna að konur, giftar eða í sambúð, eru sá hópur sem vinnur mest þegar allt er talið. Giftar konur vinna meira en einstæðar mæður og einstæðir feður. Það lítur þannig út fyrir að það að hafa karlmann á heimilinu kosti meiri vinnu en hann leggur til. Kallarðu það jafnrétti? Þegar metoo byltingin reið yfir stigu konur fram undir myllumerkinu #metoo og sögðu frá kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Ég er ein af þeim sem notaði þetta myllumerki. Íslenska æskulýðsrannsóknin spurði grunnskólanemendur eftirfarandi spurningar síðasta vetur: ,,Hefur einhver, að minnsta kosti fimm árum eldri en þú eða fullorðinn einstaklingur, snert þig eða káfað á þér á kynferðislegan hátt um ævina?“ Ein af hverjum sex stúlkum í 10. bekk svöruðu spurningunni játandi. Ein af hverjum sex.Ég þekki mörg dæmi um kynferðisofbeldi, þið gerið það eflaust líka. Ég hef setið með barnungum stúlkum og fullorðnum konum og hlustað, ég hef tekið þátt í að fela unga konu ásamt börnum fyrir ofbeldisfullum sambýlismanni, ég hef verið klipin í brjóstin á skemmtun og ég hef fengið ógeðslegar sendingar í símann minn. Bara partur af því að vera kona? Í alvöru?? Og hvað með manneskjur sem skilgreina sig kynsegin eða hinsegin, er þetta fólk bara sjálfgefið skotmark fyrir ofbeldi? Kallarðu það jafnrétti?? Það er vitað að áföll og ofbeldi valda djúpum sárum á sálarlífinu, sárum sem geta leitt til langvarandi andlegra og líkamlegra veikinda og jafnvel örorku. Kostnað samfélagsins vegna þessa er erfitt að reikna en hann er hrikalegur. Allar þessar konur sem eru á örorku, hvað kom eiginlega fyrir þær? Hversu stór hluti þeirra er fórnarlömb ofbeldis? Og allir þessir gerendurnir andlitslausir, mikil er ábyrgð þeirra! 48 ár. Og hér erum við. Sama hvað hver segir, staðan er óþolandi og óásættanleg. Það verður að jafna leikinn. Fyrir ungu stúlkurnar og fyrir drengina okkar. Fyrir börnin og ófæddar kynslóðir. Þetta er bara ekki lengur í boði! Það sem vekur manni vonir er þessi dagur. Samstaða kvenna og kvára og stuðningur þeirra karla sem átta sig á óréttlætinu, þeirra karla sem ekki eru helteknir af eigin forréttindablindu. Elsku strákarnir okkar. Þessi hópur karla er stór, hann fer stækkandi, en hann mætti alveg hafa hærra. Hvað getum við gert? Við eigum öll sem eitt að hætta að kyssa vöndinn. Við eigum að benda á misréttið og bullið hvar sem við sjáum það. Og hafa hátt. Senda línu á fjölmiðlanna í hvert skipti sem þeir ,,gleyma“ að nafngreina konur. Við eigum að styðja við þær konur sem eru í forsvari, tala konur upp í stað þess að rífa niður. Við eigum að stoppa umræður um ,,stelpuna eða kerlinguna“ þegar rætt er um konur í pólitík. Sættum okkur EKKI við virðingarleysi gagnvart manneskjum hvers kyns sem þær eru, hvort sem þær eru í ábyrgðarstöðum eða í ræstingum. Það veit ég eftir áratugi í kennslu að það er tilgangslítið að skamma heilan bekk fyrir misgjörðir fárra. Þeir sem þyrftu að hlusta gera það ekki. Við þurfum allar að ræða við karlana í lífi okkar, maður á mann, og fá þá með í lið. Hér er á ferðinni samfélagsleg meinsemd sem aðeins samfélagið sem heild getur breytt. Ef allar konur og kvárar landsins vinna einn karlmann á okkar band hver um sig, þá er jafnrétti náð. Spáið í það. Kæra manneskja, hvers kyns sem þú ert; ekki vera partur af vandamálinu – vertu partur af lausninni. Ég er fædd árið 1975. Nú er komið að breytingaskeiði. Höfundur er kona.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun